Frjáls verslun - 01.04.1952, Blaðsíða 23
Aðalfundur
Sambands smásöluverzlana
ASalfundur Sambands smásöluverzlana var hald-
inn í Félagsheimili V. R. 28. apríl s.l.
Formaður sambandsins, Jón Helgason, ilutti ýtar-
lega skýrslu um starfsemi þess á s.l. ári. Hann rakti
helztu viSfangsefni, sem stjórnin og skrifstofan hefSu
unniS aS á árinu og skýrSi frá því, hvernig tekizt
hefSi aS leysa þau. Kom hann víSa viS í skýrslu sinni,
enda málefni þau og verkefni mörg og margvísleg, sem
sambandiS liefur haft til meSferSar.
Samþykktar voru nokkrar breytingar á lögiim sam-
bandsins.
I sambandinu eru nú sjö sérgreinafélög og nokkrir
einstaklingar. Núverandi stjórn sambandsins skipa:
Jón Helgason, formaSur, Kristján .Tónsson, varafor-
maSur, Eggert Gíslason. Gísli Gunnarsson, Ólafur Þor-
grímsson, Hendrik Berndsen og Pál 1 Sæmundsson, en
þeir eru tilnefndir af sambandsfélögunum. Á fundin-
um var Gústaf Kristjánsson endurkosinn oddamaSur í
stjórn sambandsins.
Á fundinum voru ennfremur rædd ýmis hagsmuna-
mál ^másala. UrSu fjörugar umræSur um þau.
Fundarmenn lýstu ánægju sinni yfir stefnu ríkis-
stiórnarinnar í innflutnings- og gjaldeyrismálum.
Kaupmenn fagna auknu frjálsræSi í verzlun os viS-
skiptum. En þrátt fyrir baS, aS verzlunin er nú frjáls-
ari en áSur, vantar mikiS á. aS smásalar geti snúiS sér
til veggiar og dregiS feld vfir höfuS sér. Þeir verSa aS
vera sívakandi á verSinum. Starf þeirra er fólgiS í
linurri og sanngjarnri þjónustu viS fólkiS. En til þess
aS inna af hendi þjónustustarf sitt til gagns fvrir land
og lýS, er nauSsynlegt, aS smásalan hafi góS skilvrSi
til starfs og þróunar. Þau skilyrSi þarf hún sjálf aS
trvggja sér meS því aS efla samstarf og samtök stétt-
arinnar og halda merki frjálsrar verzlunar hátt á lofti.
NokkuS var rætt um samvinnu viS iSnrekendur og
afstöSu þeirra til smásala. I því sambandi fórust for-
manni svo orS:
„ISnrekendur hafa upp á síSkastiS mjög amast viS
innflutningi fullunninna vara og deilt á kaupmenn, sem
sakaSir eru um aS halda innlendri framleiSslu til baka,
en halda aS fólki hinni erlendu. ÞaS kann aS vera aS
finna megi snöaga bletti einhvers staSar. en umfram
a'llt eru jraS viSskiptavinirnir, sem segja fyrir verk-
um. Kaupmenn vita þaS manna bezt, hvernig innlend
framleiSsla hefur reynzt. Sum er ágætisvara og þolir
alla samkeppni, enda er þaS staSreynd, aS ýmis iSn-
fyrirtæki hafa ekki þurft aS draga saman seglin. þegar
rýmkaS var um innflutning. heldur haldiS velli og
jafnvel aukiS starfisemi sína. Islenzkur iSnaSur á sann-
arlega fjölmörgum dugandi ágætismönnum á aS skipa
og efast éar ekki um, aS hann á eftir aS vaxa og eflast.
En í skióli haftanna risu upp ýmis iSnfyrirtæki, sem
áttu vafasaman rétt á sér. ÞaS tapa aS vísu margar
Innan V. R. hafa veriS starfræktar þrjár sérdeildir
launþega, skrifstofu-, afgreiSslu- og sölumannadeildir.
Nú hefur þessum deildum veriS steypt saman í eina
heild. Var stofnfundur sameiginlegrar launþegadeild-
ar V. R. haldinn 17. marz s.l. í Tjarnarcafé. Á fund-
inum var samþykkt reglugerS fyrir deildina til þess aS
Starfa eftir. I stjórn deildarinnar voru kosnir: Þórir
Hall, formaSur, og meSstjórnendur Daníel Gíslason,
Eyjólfur Jónsson, GuSmundur FriSriksson og Njáll
Símonarson. Varastjórn skipa Októ Þorgrímsson og
Sigúrlaugur Þorkelsson.
Fundinn sóttu um 150 félagar.
•
ASalfundur Félags matvörukaupmanna var haldinn
aS Félagsheimili V.R. 17. apríl s.l. FormaSur félags-
ins flutti ýtarlega skýrslu um starfsemi félagsins á
IiSnu starfsári. KvaS hann m. a. kaupmenn fagna hinu
fengna frelsi í verzlun og viSskiptum og auknum inn-
flutningi nauSsynjavara. Væri þaS von þeirra, aS hald-
iS yrSi áfram á þeirri braut, sem mörkuS hefur veriS
af núverandi ríkisstjórn í innflutnings- og gjaldeyris-
málum.
FormaSur ræddi ásakanir af hálfu iSnaSarins í garS
kaupmanna um, aS jreir haldi íslenzkum framleiSslu-
vörum til baka síSan erlendar vörur komu á markaS-
inn. Ásakanir þessar kvaS hann meS öllu tilhæfulaus-
ar. ISnrekendur megi sjálfir sér um kenna aS dregiS
hefur úr sölu á framleiSslu þeirra, af þeirri ástæSu
m. a., aS ekki hefSi veriS gætt þeirrar vöruvöndunar
sem skyldi hjá sumum iSnfyrirtækjum. Þar væri vilji
neytenda aS verki, sem kaupmenn jafnt sem framleiS-
endur yrSu aS lúta.
Samþykkti fundurinn ályktanir, sem hnigu í sömu
átt og ofangreind ummæli formanns.
GuSmundur GuSjónsson var endurkjörinn formaSur
félagsins í 17. sinn. Ur stjórninni áttu aS ganga Sigur-
liSi Kristjánsson og LúSvík Þorgeirsson, en þeir voru
báSir endurkosnir. Fyrir voru í aSalstjórn þeir Björg-
vin Jónsson og Axel Sigurgeirsson.
hendur atvinnu viS, aS alls konar saumastofur verSa
aS hætta. En hvort þaS er nokkurt þjóShagslegt tjón,
aS húsmæSur geti nú aftur sjálfar saumaS flíkur fyrir
heimilin, — þaS er önnur saga.
ÞaS er enginn vafi á því, aS kaupmenn ó?ka einskis
frekar, en aS geta átt vinsamleg viSskipti viS heiIbrigS-
an, íslenzkan iSnaS.“
Fundarmenn þökkuSu stjórninni góSa forustu og
vel unnin störf.
FRJÁL'S VERZLUN
51