Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1955, Side 1

Frjáls verslun - 01.02.1955, Side 1
★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ A vegamótum Eftir samfellt starf í nærfellt sex og hálfan áratug stendur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur nú á vegamótum. ÞaS er þó ekki hægt að segja, að um snögg umskipti sé að ræða, heldur fremur um lokaspor ákveðinnar þróunar. Að vísu hefur þessi stefna þróunarinnar ekki verið öllum jafn sárs- aukalaus, en við því verður ekki gert, blöðum sögunnar verður ekki flett til baka. Hin nýju vegamót markast af því, að eftir síð- asta aðalfund er Verzlunarmannafélag Reykja- víkur einvörðungu launþegasamtök. — I upphaíi stóðu að stofnun félagsins jöfnum höndum vinnu- veitendur og launþegar, kaupmenn og afgreiðslu- menn. Tilgangur félagsins var þá fyrst og fremst að vinna að menningarmálum verzlunarstéttar- innar í heild auk almennrar skemmtistarfsemi fyr- ir félagsmenn. Á árunum eftir 1935 fer þróun fé- lagsstarísins að sveigjast í þá átt, að kjaramál launþeganna verða ofar á baugi og um 1940 stendur félagið að fyrstu launa- og kjarasamning- unum. Eftir að Verzlunarmannafélagið fór að láta kjaradeilur og launasamninga beint til sín taka, reyndist hið upphaflega form félagsins óeðlilegt og voru þá reyndar nýjar leiðir, sem héldu félag- inu þó áfram svo rúmu, að bæði launþegar og vinnuveitendur gætu starfað innan vébanda þess. Fyrst var félaginu skipt í deildir, afgreiðslufólks, skrifstofumanna og sölumanna og síðar allir laun- þegar sameinaðir í eina heild. Þetta bar þó ekki tilætlaðan árangur og var þá horfið að því að breyta félaginu í einhliða félagsskap launþega. Áður en slíkt mætti komast til framkvæmda, þurfti að ná samkomulagi við atvinnurekendur, sem úr félaginu viku, um ráðstöfun félagseigna. Voru þeir samningar farsællega til lykta leiddir og varð skilnaður vinnuveitenda og vinnuþiggjenda í Verzlunarmannafélaginu verzlunarstéttinni til sóma, og hinar rausnarlegu fjárgjafir, er félagið lét við þessi vegamót af hendi rakna til Verzlun- arskóla Islands, voru mjög í anda þeirra, sem að stofnun félagsins stóðu og sérlega báru menning- armál verzlunarstéttarinnar fyrir brjósti. Verzlunarmannafélags Reykjavíkur bíða nú mörg verkefni. Fyrst og fremst eru þar auðvitað kjaramál verzlunarfólks í Reykjavík, sem félagið mun fá til meðferðar og standa vonir til að sú stétt, sem svo lengi hefur staðið saman í einu fé- lagi, hafi áunnið sér þann félagslega þroska að leysa þann vanda án stórátaka. Þá gerði síðasti aðalfundur samþykkt um að V. R. hefði forgöngu um stofnun heildarsamtaka verzlunarmanna í landinu. Og að lokum má V. R. aldrei, þrátt fyrir dagleg kjara- og hagsmunamál, gleyma sínu upp- haflega markmiði, menningarmálunum. Aukin og almenn menntun verzlunarstéttarinnar eru henni lífsskilyrði. Vöxtur og viðgangur Verzlvtnarskólans á því jafnan að vera eitt af megin hugðarefnum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Þennan hug hefur V. R. nýlega sýnt með veglegum gjöfum til skólans, einmitt nú á aldarafmæli frjálsrar verzl- unar á íslandi. Næsta átakið, sem V. R. þarf að eiga forgöngu um, er, að alþingi og bæjarstjórn Reykjavíkur leggi í tilefni þessara tímamóta mynd- arlegar upphæðir til byggingar nýs skólahúss yfir Verzlunarskóla íslands og að hafizt verði handa um almenna fjársöfnun innan verzlunarstéttarinn- ar til þess að þessu stórmáli verði hið bráðasta hrundið í framkvæmd. Ný verzlunarskólabygging er veglegasta varðan, sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur gæti reist, við þau vegamót, sem fé- lagið nú stendur á.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.