Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1955, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.02.1955, Blaðsíða 21
 Carl Olsen stórkaup- maður varð' 75 ára 22. janúar s. 1. Fæddur er hann í Kaupmanna- höfn, á Amagereyju, árið 1880. Hinn 13. febrúar s. 1. voru 63 ár liðin síð- an hann hóf verzlunar- störf, fyrst við pappírs- og listaverkaverzlun í Kaupmannahöfn, en síðan 9 ár við verzlun- arfyrirtæki Brydes þar í borg. Hingað til lands kom Carl Olsen 1909 til þess að taka aði sér yfir- stjórn verzlana Brydes. Hafði hann á hendi verzlunarstjómina hátt á þriðja ár, en 1. janúar 1912 setti hann á stofn eigið fyrirtæki, Nathan & Olsen, sem þegar er landskunnugt fyrir marg- háttaða starfsemi sína. Er Olsen enn við stjórn- völinn, þrátt fyrir háan aldur. Carl Olsen hefur tekið virkan þátt í margs- konar félagsstarfsemi hér í bæ, því að hann er maður félagslyndur og samvinnuþýður. Hefur hann oft og einatt gegnt trúnaðarstörfum fyrir stétt sína. Stjórnarformaður í Almennum trygg- ingum h.f. hefur hann verið frá stofnun þess fyr- irtækis árið 1943. Aðalræð'ismaður Belgíu hér á landi hefur hann verið síðan 1922. Carl Olsen er ljúfmenni hið mesta. Hann er vandaður kaupsýslumaður, ábyggilegur og vel- viljaður. Unir hann hag sínum vel á íslandi, kann vel að meta land og þjóð og telur sig í hópi íslenzkra. FRJÁLS VERZLUN árnar honum allra heilla á þessum tímamótum. Gottfred Bernliöft stórkaupmaður varð fimmtugur 12. janúar s. 1. Það' er að bera í bakkafullan lækinn að kynna á þessum vett- vangi þennan síunga og káta verzlunarmann, svo þekktur sem hann er. Hann er Reykvík- ingur að ætt, sonur Vil- helms Bernhöfts, tann- læknis, og konu hans Kristínar, dóttur Þorláks Johnsons kaupmanns. Ungur að árum ákvað Gotti, eins og hann er ávallt nefndur manna á meðal, að helga sig verzl- unarstörfum. Aflaði hann sér haldgóðrar mennt- unar á því sviði, bæði utanlands og innan. I fjöldamörg ár vann hann sem sölumaður hjá H. Benediktsson & Co. hér í bæ og varð' lands- frægur fyrir sölumannshæfileika sína. Síðar stofnaði hann sitt eigið verzlunarfyrirtæki, um- boðs- og heildverzlun, er hann hefur starfrækt um nokkurra ára skeið. Góðgirni, glaðværð og vinfesta hafa einkennt Gotta öðru fremur og aflað honum fjölda margra vina. FRJÁLS VERZLUN árnar honum allra heilla með fimmtugsafmælið. Sannasti mælikvarði á menninguna er, — ekki manntalið, né stærð borganna, né herstyrk- ur, heldur fólkið, sem þjóðin élur. EMERSON. FRJÁLS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.