Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1960, Side 10

Frjáls verslun - 01.02.1960, Side 10
Stálnet vernda sundfólk á baðströndum Ástralíu girtar með stálneti, nokkru utan við flœðarmálið, til þess að fólk geti verið óhult innan þeirra. Ótrúlegt er, að nokkur sundmaður taki upp bar- áttu við hákarl af frjálsum vilja, en þó kemur það fyrir. Maður nokkur er vann að kvikmyndatöku í Kyrrahafi; segir svo frá, að kafari vopnaður 15 þumlunga hníf, hafi verið fenginn til að berjast við þriggja metra langan tígrishákarl vegna kvikmynda- tökunnar. Ófreskjan var aðeins á 5 m dýpi, þegar hún kom auga á kafarann. Hún fór dýpra og síðan í hringi í kringum sundmanninn, sem nálgaðist æ meir. Skyndilega leit út, sem hákarlinn ætlaði að glefsa í fótinn á honum, en það sýndi sig að hann ætlaði sér að bíta af honum höfuðið, og hafði nærri tekizt það. Kafarinn lét þetta ekki á sig fá og fylgdi há- karlinum enn eftir. Hann gerði aðra árás og missti marks á ný, en nú gat sundmaðurinn skorið langan skurð á magann á honum með hnífnum. Eftir stunguna fór hákarlinn í enn krappari hringi og gerði nýja árás eftir örstutta stund. Kafarinn gat forðað öðrum fæti sínum með snöggum rykk og tókst um leið að reka hnífinn niður með hrygg óvinarins. Enn gerði hákarlinn árás, en nú var af ferlíkinu dregið, og þá fékk það djúpt lag, sem kom í hjartað, og þar með var viðureigninni lokið. Þó að hákarlar berjist af hörku fyrir lífi sínu, þá er þeim frelsið ekki minna virði. Það er mjög erfitt að halda þeim lifandi eftir að þeir hafa verið veiddir, sérstaklega fyrst í stað. Hafa þarf nánar gætur á hákarli, sem halda á lifandi í keri. Annars lætur hann sig sökkva til botns og kafnar þá oft. Er þá höfð hreyfing á vatninu til að blaka við tálknunum og ef það dugir ekki eru þeir dregnir á uggunum og þannig látnir „synda“ um. Þegar þaulsetan á botninum hefur verið vanin af þeim, þá tckur venjulega við hungurverkfall. Og cf ekki tekst fljótlcga að hafa þá olan af því, þá er auð- vitað dauðinn vís. 10 FRJÁLS VERZnUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.