Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1965, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.03.1965, Blaðsíða 2
Bjöm Tryggvason, skrifstofustjóri: Stuff yfiríif um sögu, löggjöf og sfarfsemi Seðlabankans Fyrirlestur Björns Tryggvasoncir, skrifstofu- stjóra, er hann hélt 16. febrúar 1964■, er félag laganema, Orator, heimsótti Seðlabankann. Upphaf bankans Segja má, að saga eiginlcgrar bankastarfsemi hér á landi hefjist með stofnun fyrsta sparisjóðsins 1868. Landsbanki íslands varð síðan fyrsti bank- inn. Hann hóf sitt starf árið 1886 án þess að hafa heimiid til seðlaútgáfu. t stað þess lét Landssjóður honum í té kr. 500.000 í seðlum. Þegar stofnun íslandsbanka bar á góma, rétt fyrir aldamótin, kom til mála að fela Landsbankanum seðlaútgáfu. Úr þessu varð þó ekki og íslandsbanki tók til starfa árið 1904 með rétti til seðlaútgáfu. Umsvif hans voru meiri en Landsbankans framan af, en eftir fyrri heimsstyrjöld fór Landsbankinn að draga á íslandsbanka, sérstaklcga eftir 1924, þegar hann fékk heimild til takmarkaðrar seðla- útgáfu. Landsbankinn varð síðan ])jóðbanki árið 1927, þegar hann fékk seðlaútgáfuréttindi. Með lögum frá 1927, sem voru gefin út að nýju árið eftir, starfaði bankinn í þremur deildum, seðla- banka, sparisjóðsdeild og veðdeild. Starfaði bank- inn í þeirri mynd til 1957. í lögum Landsbankans frá 1928 var seðlabank- vinnu hvnsvegar, svo að unnt vœri að stytta claglegan vinnutíma lúns almenna verkamanns. Sjálfsagt kemur þarna margt fleira til athug- unar, og Ijóst verður báðtim aðiljum að vera, að hagræðing á þessu sviði getur ekki komið ein- um aðiljanum til hagsbóta, heldur verða báðir að hafa nokkuð gott af því heildarkerfi, sem um semst, og öruggt er, að einhliða kau'phœkkun mundi aðeins koma báðum í koll áður en um lyki. Vœri þá verr farið en lieima setið. anum veitt heimild til þess að endurkaupa afurða- víxla frá viðskiptabönkum. Ákvæði þetta átti eftir að reynast örlagaríkt. í skjóli þess stórjukust út- lán seðlabankans, einkum eftir 1954, sem meðal annars stuðlaði að verðbólguþróun. Leiddi þetta í ljós annmarka á skipulagi bankans. Stjórn hans var ætlað að móta seðlabankastefnu í peningamál- um, samhliða því að stjórna stærsta viðskiptabanka landsins. Með lögum 63/1957 var að því horfið að skilja að tvær aðaldeildir bankans. Varð þannig til annars vegar Landsbanki Islands, seðlabankinn, og fylgdi honum veðdeildin og Stofnlánadeild sjáv- arútvegsins og hins vegar Landsbanki íslands, við- skiptabanki, en undir hann féll sparisjóðsdeildin og þar með útibú bankans. Aðskilnaður bankanna var sem næst alger, að öðru leyti en því, að banka- ráðið var sameiginlegt. Áhrif þess á stjórn Seðla- bankans voru þó ekki önnur en þau að eiga þátt í vali bankastjórnar hans. Aðskilnaður bankanna varð síðan alger árið 1961. Voru þá sett lög nr. 10/ 1961 um Seðlabanka íslands. Voru honum falin réttindi og skyldur Landsbanka íslands, seðlabank- ans. Stofnlánadeildin fylgdi Seðlabankanum, en veð- deildin var flutt í Landsbankann á ný. Um Lands- bankann voru samtímis sett ný lög, nr. 11/1961. Er nú komið að því að lýsa Seðlabankanum í núverandi mvnd, löggjöf hans, stjórn og starfsemi. Skipulag bankans í 1. grein laga bankans segir, að hann sé sjálf- stæð stofnun, sem er eign ríkisins, en lýtur sérstakri stjórn, samkvæmt lögum hans. Önnur grein laganna er um ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum bankans. Hún hefur langan sögu- legan aðdraganda. Er fróðlegt að bera hana saman við 2. grein laga um Landsbankann og samhljóða grein um annan ríkisviðskiptabanka, Útvegsbank- 2 FKJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.