Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1965, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.03.1965, Blaðsíða 18
Athafnamenn og frjálst framtak Úflufningsverzlunin verður að vera frjáls Rætt við Þórodd E. Jónsson. stórkaupmann Við lítum inn á skrifstofu Þór- odds E. Jónssonar, stórkaupmanns, að Hafnarstræti 15. Þar hóf Þór- oddur verzlun 1930 og rekur enn heildverzlun sína í sama húsinu, en hún mun nú vera eina heild- verzlun landsins, scm einvörðungu fæst við útflutning. Þóroddur E. Jónsson hefur lagt gjörva hönd á margt, bæði til lands og sjávar og það er því ekki ófróðlegt að hlusta á skoðanir hans á íslenzkri verzlun, útflutningsstarfsemi o. fl. Þóroddur er fæddur 1905 að Þór- oddsstöðum í Ölfusi, sonur hjón- anna Jóns Jónssonar, bónda þar, og Vigdísar Eyjólfsdóttur. — Hvenær fluttuzt þér til Iteykjavíkur? — Það var 1921 að ég fluttist búferlum hingað ásamt foreldrum mínum. Faðir minn gerðist þá eyr- arverkamaður í Reykjavík. Sjálf- ur vann ég einnig á evrinni eins og vera • bar, og var meðlimur í Dagsbrún. Þá var ég einnig á tog- urum, og á síld á sumrin, í 4 til 5 ár. Þá fór ég í Verzlunarskól- ann og lauk þaðan prófi 1928. Síðan vann ég í Pósthúsinu við afgreiðslustörf í tvö ár. Heildverzlunin stofnuð — Um áramóti 1930-1931 byrj- aði ég með litla heildverzlun að Iíafnarstræti 15, verzlun, sem ég rek enn í dag. í þá daga var verzl- unin frjáls að kalla, þ. e. a. s. fyrsta árið sem ég verziaði. Byrj- aði ég að flytja inn vefnaðarvör- ur og ýmsan smávarning. Segja má að lítill kostnaður hafi fylgt verzluninni sjálfri því við unnum aðeins tveir að henni, en vinnu- tími var hinsvegar langur. Inn- flutning á vefnaðarvörum og ýms- um varningi öðrum hafði ég allt framundir 1950, en þá sneri ég mér að útflutningsverzluninni ein- göngu. Þá verzlun hafði ég að vísu haft með innflutningnum í fjölda- mörg ár, en svo fór að innflutn- ingurinn minnkaði en útflut.ning- urinn jókst að sama skapi, þar til að þar kom að ég gaf mig ein- vörðungu að honum. 1932—1933 hóf ég útflutning á skinnum, og þá einkum sútuðum gærum og nokkru af selskinnum. Fyrst í stað flutti ég eingöngu út skinn, en sú verzlun var tíma- bundin þannig að ég gat flutt inn vörur jafnframt. En eftir að skreið- in kom til sögunnar lagði ég inn- flutninginn með öllu á hilluna. Mestur hluti af því, sem ég flyt út nú, er skreið, og fer megnið af henni til Vestur-Afríku, þ. e. Ní- geríu og Cameroon. Einnig fer nokkurt magn til Ítalíu. Ilinsveg- ar rek ég enga útgerð í sambandi við þennan útflutning, heldur kaupi vöruna af framleiðendum, og flyt út. Ég hef farið í margar skreiðarsöluferðir til V-Afríku og tekizt að opna þar nýja markaði fyrir þessa vöru. — Ilvað flytjið þér mikið magn af skreið út árlega? — Ég hef mest flutt út 1800 tonn á ári, en þetta hefur dregizt nokkuð saman. Það eru áraskipti að þessu, og nú flyt ég út um 1000 tonn. 2000—3000 selskinn — Hvað er að segja um skinna- verzlunina? — Skinnaverzlunin er tíma- bundin. Ég kaupi á hverju hausti allmikið af gærum, eða á annað hundrað tonn, og flyt síðan út. Selskinn flyt ég einnig út, og hefi alla tíð keypt 2000—3000 selskinn árlega til útflutnings. Skinnin kaupi ég ósútuð og flyt þau þann- ig út. Ég hefi selt selskinn víða um dagana, en mest af þeim hef- ur þó farið til Frakklands, Þýzka- lands og Englands. — Er gott verð á skinnunum? — Selskinnamarkaðurinn var um tíma síhækkandi og mjög góð- ur um eitt skeið, að segja má, en nú er hann að falla verulega. Tízkan ræður þessu eins og svo mörgu öðru. 18 FR.TÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.