Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1965, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.03.1965, Blaðsíða 20
Bragarlaunin frá 1897 eru goldin Ræða Magnúsar Víglundssonar við alhjúpun minnisvarða Einars Benediktssonar 31. október sl. Herra forseti íslands, borgarstjóri, ráðherrar, borg- bjartan, hlýjan, arfulltrúar og aðrir háttvirtu áheyrendur! brjóttu tóftir hins.“ „Vort land er í dögun, af annarri öld. Nú rís elding jiess tíma, sem fáliðann virðir.“ Á þessari hátíðarstund, þegar vér erum hér sam- an komin til að afhjúpa minnismerki þjóðskáldsins Einars Benediktssonar á aldarafmæli hans, verður oss ekki sízt litið til framtíðarinnar, því að Einar var hinn mikli boðberi komandi tíma. Einar Benediktsson tók sér stöðu í fremstu röð íslenzkra skálda fyrir um það bil þrem aldarfjórð- ungum. íslenzka þjóðin var, er hér var komið sögu, langþjökuð af erlendri kúgun og sárri fátækt, og hið nýja skáld varð gagntekið af samúð með henni. í íslandsljóðum segir Einar: „Þú fólk með eyrnd í arf“, og óðal, sem er „útsogið, kvalið, dautt úr öllum taugum“. Gegn þessu ömurlega ástandi reis þjóðskáldið Einar Benediktsson með þvílíkum mætti, myndug- leik og málsnilld, að íslendingar höfðu aldrei heyrt aðra eins lögeggjan, enda hreifst alþjóð af orðum skáldsins. Áður en varði var þetta hámenntaða og víðsýna skáld orðið spámaður þjóðar sinnar, boð- beri nýrrar aldar, 20. aldarinnar. Einar Benedikts- son sagði við þjóð sagna og rímna: „Bókadraumn- um, böguglaumnum breyt í vöku og starf,“ og við fólkið, sem alið hafði aldur sinn í hrörlegum torf- bæjum öld eftir öld, sagði hann: „Lút ei svo við gamla, fallna bæinn, byggðu nýjan, Einar fór víðar og átti sterkari ítök eiiendis en nokkurt annað íslenskt skáld allt frá tímum liirð- skáldanna fornu. Hvar sem hann fór, orti hann stórbrotin kvæði um hinar miklu furður manns- andans, er hann kynntist á ferðum sínum. Á þenn- an hátt reisti hann hvert bókmenntalegt rninnis- merkið á fætur öðru, er standa munu óbrotgjörn um aldir. Ég nefni af handahófi: Colesseum, Kvöld í Róm, Kirkjan í Mílanó, í Dísarhöll, Tínarsmiðjur, Signubakkar og Spánarvín. Þannig færði Einar Benediktsson landmörk ís- lenzkrar Ijóðlistar út að miklum mun í krafti þess víðsýnis, þeirrar yfirsýnar, sem hann öðlaðist um- fram önnur hérlend skáld í krafti reisnar sinnar, sem heimspekihugsuður, í krafti þeirrar bjargföstu sannfæringar, er hann orðaði svo: „Ég skildi, að orð er á íslandi til, um allt, sem er hugsað á jörðu.“ En hvar sem hann fór, var ísland, íslenzk nátt- úrufegurð drottnandi í lýsingum hans og skáldlegri túlkun. Og hver hefur reist náttúruundrum íslands stórbrotnari minnisvarða en hann gerði í kvæðun- um: Sumarmorgunn í Ásbyrgi, í Shitnesi, Dettifoss, Utsær, Bláskógavegur og Haugaeldar, svo að dæmi séu nefnd? Hvergi hefur íslenzka þjóðin eignazt jafn stolta fi-amtíðardrauma, sem í kvæðum þessa mikla skálds. Hvergi hefur metnaðar- og sjálfstæðisþrá íslendinga verið svalað á jafn djarflegan og listrænan hátt og þar. Ekkert skáld hefur skapað jafn tignarlegt ís- land og Einar Benediktsson gerði í kvæðinu Sóley. 20 FRJÁLS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.