Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1965, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.03.1965, Blaðsíða 11
er einkum sú, að við búum við nijög einhæft at- vinnulíf. En það er upj)bygging atvinnulífsins, sem hvað mestu ræður um það, hversu mikil utanríkis- verzlunin er. Af þessu lciðir, að heildarafkoma þjóðarbús okkar á meira undir utanríkisverzlun- inni en önnur lönd eiga undir utanríkisverzlun sinni. Við þurfum því, lslendingar, að gefa utan- ríkisverzlun okkar sérstaklcga mikinn gaum og gæta þess i hvívetna að við sætum þar þeim beztu kjör- um, sem völ er á. 1. Vörutegundir — verðmæti Eins og allir vita, eru 90—!)í>% af útflutningi okkar sjávarafurðir. Mest ber þar á frystum fiski með um 25%, og sé fryst síld, frystur humar og frystar rækjur teknar með, nemur andvirði frystra sjávarafurða um 30% af heildarútflutningnum. Þá kemur saltsíld með um 13% síðustu árin, síldar- mjöl 10%, síldarlýsi 7%, og þannig nema síldar- afurðir, aðrar en frystar, um 30% eða svipað og frystar sjávarafurðir samtals. Skreið nemur um 7%, saltfiskur 8—10%, ísfiskur um 5%. Ull, gærur og skinn, fryst kindakjöt samtals 5—6%. Allt er þetta miðað við undanfarin tvö ár. — Síldarút- flutningurinn er háður sérstaklega miklum sveiflum eftir aflamagni. Af innfluttum vörum bera hæst ýms flutninga- tæki, olíur og bensín, vélar og tæki, vefnaðarvörur og fatnaður, trjáviður, kornvörur og aðrar matvör- ur, járn og stál, unnir málmar. Heildarverðmæti útflutningsins nam: 1962 3.619 milljónum króna 1963 4.046 — — En innflutningurinn nam: 1962 3.843 milljónum króna 1963 4.716 — — Vöruskiptajöfnuðurinn var því óhagstæður: 1962 uin 224,0 milljónir króna 1963 um 669,6 — — Fyrstu 10 mánuði yfirst.'.ndandi árs var verzl- unarjöfnuðurinn óhagstæður um 584,7 millj. kr. Árið 1963 jókst útflutningurinn um tæp 12% en innflutningurinn um tæp 23%. Þess ber að geta, að innflutningur skipa, flugvéla og annarra fjár- festingarvara var óvenjumikill árið 1963. Fyrir utan nefndar tölur um vöruútflutning og vöruinnflutning, námu duldar tekjur íslands árið 1963 um 2.048 millj. kr. og dulin gjöld um 2.053 millj. kr. Duldar tekjur og dulin gjöld standast nokkurn veginn á. Það lætur því nærri, að gjald- eyristekjur okkar séu að % hlutum tekjur af vöru- útflutningi en að % hluta duldar tekjur. Á hinn bóginn fóru nokkru meira en % hlutar af gjald- eyrisgreiðslunum til greiðslu fyrir vöruinnflutning og þá nokkru minni en % hluti í dulin gjöld. 2. Viðskiptalöndin Þegar litið er á skiptingu utanríkisverzlunar okk- ar eftir löndum, kemur í ljós, að langmestur hluti hennar er við hin svonefndu frjálsgjaldeyrislönd eða rétt yfir 80%. Hinn hlutinn er við vöruskipta- löndin. Stærstu kaupendur útflutningsvara okkar árið 1963 voru Bretland með um 20%, Bandaríkin með 16%, Rússland með 11% og Vestur-Þýzkaland með 11%. Hlutdeild vöruskiptalandanna í utanríkisverzlun okkar hefur farið minnkandi undanfarin ár með auknu viðskiptafrelsi. Eigi að síður cigum við síð- ustu árin h. u. b. 20% f utanríkisverzlun okkar við vöruskiptalöndin, og kemur meira en helmingurinn þar af í hlut Rússa einna. Það hefur verið nokkuð umdeilt hér á landi, hvort við ættum að leggja áherzlu á mikil viðskipti við vöruskiptalöndin eða ekka, en hér er átt við löndin fyrir austan járntjald ásamt Brasilíu. Á það hcfur verið bent með réttu, að þessum viðskiptum fylgi sérstakt örvggislcysi, þar sem í hlutaðeigandi lönd- um ráði ekki frjáls eftirspurn hins almenna neyt- anda heldur vilji ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma. Þetta er rétt að því er snertir járntjaldslöndin, sem búa við þvingunarkerfi kommúnismans. Vegna þcssa m. a. er nauðsynlegt að verða aldrei mjög háður viðskiptunum við þessi lönd. Hitt er jafn- sjálfsagt, sýnist mér, að halda viU þeim mörkuð- um fyrir íslenzkar útflutningsvörur, sem unnizt hafa í þessum löndum sem öðrum. Einkum eru markaðirnir í þessum löndum fyrir síld afar þýð- ingarmiklir. — Það er mikils virði að eiga sölu- markaði sem víðast. Eg lít þó svo á, að okkur beri fyrst og fremst að cfla markaði okkar í hinum frjálsu löndum nema sérstakar ástæður komi til. Verzlun okkar við vöruskiptalöndin fer fram samkvæmt tvíhliða eða „bilateral“ rammasamn- ingum milli íslenzku ríkisstjórnarinnar annarsvegar og ríkisstjórnar hlutaðeigandi lands hinsvegar. í þessum rammasamningum cru ákveðnir „kvótar“ fyrir hinar einstöku vörutegundir í útflutningi og innflutningi. Síðan gera eiustök íslenzk fyrirtæki og stofnanir sölu- og kaupsamninga við ríkisstofn- FRJÁLS VER Z IjU N 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.