Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1965, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.03.1965, Blaðsíða 14
og það sem fyrst. Margt fleira kemur hér til, sem gera þyrfti, en ég ætla ekki að ræða hér. III. Erlend markaðsbandalög Undanfarin ár hafa verið að gerast úti í Evrópu þau tíðindi, sem skapa ný viðhorf í markaðsmál- um, ný viðhorf ekki sízt fyrir okkur íslendinga. Hér á ég við uppbyggingu hinna tveggja markaðs- samsteypa, Efnahagsbandalags Evrópu og Fríverzl- unarsvæðis Evrópu. Ég skal nú í fáum orðum skýra nokkuð, hvaða þýðingu þetta hefur fyrir okkur íslendinga. Þeim, sem hafa áhuga á að kynna sér nánar uppbyggingu og skipulagningu þessara samsteypa, vil ég benda á tvö útvarpserindi, sem ég hélt um þcssi mál sum- arið 1960 og sem birtust í tímaritinu Frjáls verzl- un, 4. og 5. hefti sama ár. 1. Efnahagsbandalag Evrópu og ísland Aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu eru þessi sex lönd: Frakkland, Ítalía, Vestur-Þýzkaland, Belgía, Holland og Luxemburg. Tollar og aðrar hindranir í viðskiptum milli þes.sara landa verða smám saman afnumdar. Flutningar fólks og fjár- magns eru einnig frjálsir. Út á við er komið á sam- eiginlegum tolli, sem gildir fyrir innflutning frá öll- um löndum utan bandalagsins. ísland á mikil viðskipti við lönd Efnahagsbanda- lagsins. Árið 1963 var hlutdeild þessara landa í út- flutningi og innflutningi okkar um 20%. Við eig- um því hér mikilla hagsmuna að gæta. En þar sem ísland er ekki aðili að bandalaginu, falla íslenzkar vörur, sem seldar eru inn á þetta svæði, undir sam- eiginlega ytri tollinn. Samkeppni við lönd innan bandalagsins verður því mjög erfið eða jafnvel ómöguleg fyrir okkur. Ef við seljum t. d. frvstan fisk til Frakklands, verða kaupendur þar að greiða 1S% verðtoll af honum. Ef Þjóðverjar selja frystan fisk til Frakklands, greiðist enginn tollur af honum. 2. Fríverzlunarsvaeði Evrópu og ísland Fríverzlunarsvæði Evrópu er markaðssamsteypa sjö ríkja, þ. e. a. s. Englands, Svíþjóðar, Norcgs, Danmerkur, Austurríkis, Sviss og Portúgal. Þessi lönd afnema einnig tolla í innbyrðis við- skiptum en þau koma ekki á sameiginlegum ytri tolli eins og Efnahagsbandalagið, heldur ákveður hvert Iand sjálft sína tolla gagnvart löndum utan svæðisins, eins og verið hefur hingað til. Margs- konar munur annar er á Fríverzlunarsvæðiuu ann- arsvegar og Efnahagsbandalaginu hinsvegar. Þar sem Island er hcldur ekki aðili að Fríverzl- unarsvæðinu, eigum við einnig hér í erfiðri tolla- aðstöðu. T. d. er í Bretlandi 10% tollur á íslenzk- um frystum fiski en 4% tollur á frystum fiski frá Noregi og Danmörku, og verður aðeins 2—V2% frá nk. áramótum. Síðan verður innbyrðistollurinn af- numinn, en tollur af íslenzkum fiski verður áfram 10%. Allir sjá til hvers þetta hlýtur að leiða. Út af fyrir sig er það mikið áhyggjuefni, að Evrópa skyldi ekki bera gæfu til að sameinast í citt markaðsbandalag. Verður að vona, að fyrr eða seinna, helzt sem fyrst, verði þessi tvö bandalög sameinuð. En með því að við íslendingar stöndum utan við bæði, verður markaðsaðstaða okkar æ erfiðari. Það er skoðun mín, að við verðum mjög bráðlega að taka ákvarðanir í þessum málum og reyna að ná samkomulagi um samvinnu við þessi svæði, þannig að við verðum aðnjótandi þeirra tollaívilnana, sem þar er um að ræða. En auðvitað verðum við þá líka að vera reiðubúnir að láta nokkuð í staðinn. Á þessu sviði megum við ekki vera hræddir við að hugsa stórt. E. t. v. verðum við að taka ákvarðanir í þessum efnum, sem eru ekki í fullu samræmi við gamla íslenzka hefð. En við lifum á nýjum tíma við nýjar aðstæður, í nýj- um heimi. IV. Erlent fjórmgn og íslenzkt efnahagslíf Skortur á fjármagni háir mjög eðlilegri þróun íslenzks efnahagslífs. Það er ekki eðlilegt, að 190.000 íslendingar geti skapað nægilega ört allt það fjár- magn, sem nauðsynlegt er, til að við getum tekið þeim efnahagslegu framförum, sem við óskum eftir, og staðizt þá samkeppni, sem við verðum að horf- ast í augu við. Það er næsta furðulegt, hvað þessi fámenna og fátæka þjóð liefur getað áorkað á und- anförnum 20 árum. En betur má ef duga skal. Fjármagnsskorturinn blasir allstaðar við. Hér þurfa að rísa upp stærri og fullkomnari fiskiðjuver, ný og öflug iðnfyrirtæki á ýmsum svið- um, sem framleiða fyrsta flokks vörur fyrir inn- lendan og erlendan markað, skipasmíðastöðvar, sem byggi fiskiskipastól okkar sjálfra og ennfremur fiski- skip fyrir aðrar þjóðir, stórar veiðarfæraverksmiðj- ur, er framleiði margskonar veiðarfæri fyrir inn- lendan markað og til útflutnings — og svo mætti lengi telja. Það er skoðun mín, að ekki megi dragast lengur 14 FR.TÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.