Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1965, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.03.1965, Blaðsíða 13
efnum. Við þurfum að flytja inn hráefni, vinna þau í landinu og margfalda að verðmæti og flytja þau síðan lit sem fullunnar iðnaðarvörur. Það er raunar einmitt þetta, sem iðnaðarþjóðirnar gcra. Einnig á þennan hátt mætti auka útflutning okkar mjög verulega. 5. Aukning á duldum gjaldeyristekjum Þá er okkur íslendingum nauðsvnlegt að auka stórlega hinar duldu gjaldeyristekjur okkar t. d. af erlendum ferðamönnum, af siglingum fyrir önn- ur lönd, alþjóðlegum flugsamgöngum o. fl. o. fl. 6. Framleiðslukostnaður og útílutningur Fyrir land, sem er svo mjög háð útflutningi eins og ísland er, ríður mikið á að útflutningsatvinnu- vegirnir séu ætíð vel samkeppnisfærir á erlendum mörkuðum. Þar kemur til greina verðlag, gæði og allur frágangur vörunnar. Undanfarin ár hefur sú óheillavænlega verð- bólguþróun, sem við höfum búið við, skaðað mjög samkeppnisaðstöðu útflutningsatvinnuveganna. Framleiðslukostnaðurinn í sjávarútvegi og fiskiðn- aði er orðinn langt úr hófi fram. Vinnulaun í fisk- iðnaði hafa á skömmum tíma verið hækkuð mjög mikið og langt umfram það, sem framleiðslan get- ur borið. Stöðugt er hlaðið á framleiðendur þyngri og þyngri byrðum. Þegar hefur verið gengið allt of langt í þeim efnum og er nú kominn tíma til að snúa við blaðinu og gera ráðstafanir, sem létta til muna byrðar framleiðenda útflutningsafurða. í þessu sambandi verður að hafa í huga, að fram- leiðendur útflutningsafurða geta ckki velt aukn- ingu á framleiðslukostnaði yfir á neina aðra, eins og þeir gera, sem selja vörur og þjónustu á inn- lendum markaði. Ef bílaverkstæði eða dráttarbraut- ir verða að greiða starfsmönnum sínum hækkað kaup, þá selja þau viðskiptamönnum þjónustu sína þeim mun hærra verði. Og við verðum öll að sætta okkur við að borga þetta hærra verð. Ef við út- flytjendur hinsvcgar segjum við erlenda kaupend- ur, að við verðum að fá hækkað verðið á fiskinum, vegna hækkaðra vinnulauna eða annars aukins framleiðslukostnaðar, þá svara þeir því til, að það sé okkar mál, hve háan framleiðslukostnað við höfum á íslandi, það sé þeim með öllu óviðkom- andi, þeir greiði ekki nema almennt markaðsverð fyrir fiskinn. Hér er reginmunur á, sem menn verða að gera sér ljósan. Annað er það, sem menn þurfa að taka tillit til, þegar meta skal, hversu há vinnulaun og mikinn framleiðslukostnað t. d. frystihúsin og bátaútgerð- in geti borið, en það er sú staðreynd, að sökurn gæftaleysis og aflabrests er mikinn hluta ársins ckki hráefni til vinnslu nema alltof sjaldan, kannske einn dag í viku, kannske einn dag í hálfum mán- uði. Þetta þýðir, að fastakostnaðurinn dreifist á aðeins lítið brot af því framleiðslumagni, sem sam- svarar afkastagetu fyrirtækisins. Þetta atriði hefur úrslitaþýðingu, en þess er hvergi nærri gætt sem skyldi, þegar greiðslugeta framleiðenda er metin. Útgerðin og fiskvinnslustöðvarnar eiga og þurfa eins og önnur fyrirtæki að gra'ða fé til viðhalds, endurnýjunar og aukningar og til að mæta tækni- legum framförum. Öll þjóðin byggir afkomu sína á þessum atvinnuvegi og það er því allra hagur að honum vegni vel — og hann á rétt á að búa við viðunandi starfsgrundvöll. En því fer fjarri, að svo sé í dag. 7. Kostnaður við sölustarfsemi á erlendum mörkuðum í sambandi við sölustarfsemi á erlendum mörk- uðum vildi ég aðeins bcnda á, að íslendingar gera sér oft hvergi nærri ljóst, hversu vandsamt, tíma- frekt og kostnaðarsamt vcrk það er að vinna mark- aði erlendis og halda þeim við. Það er ekki nóg að framleiða vöru, það þarf líka að koma henni í verð. Engin vara er meira virði en það verðmæti, sem fyrir hana fæst. Og sölukostnaðurinn, þ. e. a. s. kostnaðurinn við að koma vöru í verð eða finna fyrir hana markað, er raunverulega hluti — oft mjög verulegur hluti — af framleiðslukostnaði henn- ar. íslendingar framleiða stundum vöru, sem þeim sjálfum líkar prýðilega og svo segja þeir við cr- lenda kaupendur: þessa ágætisvöru getið þið fengið, en ef þið viljið hana ekki, þá getum við engin við- skipti átt. I stað þess ber fyrst að athuga, hvað markaðurinn vill fá og Ieitast svo við að framleiða samkvæmt óskum markaðsins. Ilið síðarnefnda er rétt skilin sölupólitik, hitt er sjálfbirgingsháttur, sem aldrei leiðir til góðs. í sambandi við markaðsmálin verður ekki hjá því komizt að benda á, að brýna nauðsyn ber til að bæta verulega utanríkisþjónustu okkar og miða hana meira við viðskiptamálin en nú er gert. Þótt ísland sé háðara utanríkisviðskiptum en nokkur önnur þjóð, eigum við ekki einn einasta verzlunar- fulltrúa við sendiráðin okkar. Úr þessu þarf að bæta fr.táls verzlun 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.