Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1965, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.03.1965, Blaðsíða 6
erfitt fyrir stjórnendur bankans að fylgja þeim ákvæðum. Stefnubreyting hefur nú átt sér stað með setningu núgildandi laga Seðlabankans. Nú er þetta ákvæði ekki lengur ófrávíkjanlegt. Segir í 7. grein laganna, að Seðlabankinn skuli stefna að því að eiga a. m. k. helming seðlamagns í umferð, þ. e. gulleign, erlendar innistæður o. s. frv. Hefur nú brugðið svo við, að frá setningu laganna hefur seðlatryggingin orðið langtum meiri en það lágmark, sem lögin gera ráð fyrir að stefnt sé að. Ýmis önnur verkefni Það sem kalla má venjuleg bankaviðskipti cru talsverð við Seðlabankann og fara þau ört vaxandi. Honum er þó ekki heimilt að fara inn á verksvið viðskiptabankanna. Er tekið fram í 17. grein lag- anna, að Seðlabankinn skuli hvorki skipta við al- menning né keppa um viðskipti við aðrar láns- stofnanir. Aðal viðskiptavinir bankans eru því ríkis- sjóður, ýmsar ríkisstofnanir og innlánsstofnanir. t 14. grcin laganna eru ákvæði um viðskipti við Seðlabankann. Segir þar, að bankanum sé heimilt að veita ríkissjóði lán til skamms tíma, enda skal að því stefnt, að slík lán greiðist upp í lok hvers fjárhagsárs. í núgildandi reglugerð Seðlabankans nr. 52/1962 er athyglisvert ákvæði í 41. grein, sem er á þá leið, að Seðlabankanum sé heimilt að opna gjaldeyris- reikninga fyrir bæði opinbera aðila og einkaaðila, sem bærir eru til að eiga gjaldeyri. Hér er um und- antekningu að ræða frá þeirri almennu reglu, að bankinn megi ekki skipta við almenning. Það skal tekið fram, að ákvæðið hefur ekki enn verið notað. Seðlaþörfinni úti á Iandi er fullnægt á þann hátt, að á 14 stöðum við útibú bankanna eða við spari- sjóði á Seðlabankinn seðlaforða í eigin geymslum. Hefur bankinn sérstaka trúnaðarmenn við geymsl- urnar. Er stofnunum heimilt að taka úr eða skila seðlum í viðkomandi geymslu. Aliar tilfærslur til- kynnast samdægurs til Seðlabankans og fer þá fram samsvarandi færsla á viðskiptareikning stofn- unarinnar við Seðlabankann. Bankinn starfrækir ávísanaskiptideild (clearing house) og fara þar fram skipti á tékkum tvisvar á dag, nema laugardaga einu sinni. Samkvæmt lögum um sparisjóði frá 1941 var sparisjóðseftirlitið á veguin viðsviptamálaráðuneyt- isins. Með nýju Seðlabankalögunum var það flutt í Seðlabankann og kallað bankaeftirlit. í þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á 85. og 86. grein í ofangreindri reglugerð bankans um þau viðurlög, sem liann má beita innlánsstofnanir í sambandi við innköllun skýrslna og greiðslu bindi- fjár. Bankamálaráðherra úrskurðar dagsektir allt að 5000 krónur til Seðlabankans, ef stofnun sinnir ekki kröfubankans urn skýrslugerð. Ef innlánsstofn- un greiðir ekki bindiskylt fé, er bankanum heimilt að reikna henni 2% refsivexti á mánuði af þeirri fjárhæð, sem á vantar. A vegum bankans starfar Stofnlánadeild sjávar- útvegsins og er hún bókhaldslega aðskilin deild í bankanum, og veitir lán til fiskiskipa og fiskvinnslu- stöðva. Eftir tilkomu ríkisábyrgðarlaganna, nr. 49/1962, var gerður samningur milli ríkissjóðs og bankans um, að bankinn annaðist umsjá sjóðsins, veitingu nýrra ríkisábyrgða, réttargæzlu fyrir ríkissjóð í sambandi við ríkisábyrgðalán og síðast en ekki sízt innheimtu vanskila vegna innleystra ábyrgðar- krafna. Hagfræðistörf eru unnin í tveimur deildum, hag- fræðideild og greiðslujafnaðardeihl. Þær undirbúa útgáfu árbóka bankans og Fjármálatíðinda. Að sjálfsögðu hefur ekki verið reynt að gefa hér neina tæmandi lýsingu á starfsemi bankans, né gerð nein veruleg skil á löggjöf hans. Bankinn hef- ur auk þess sem að framan greinir mjög mörg og mikilvæg verkcfni til úrlausnar í sambandi við undirbúning og framkvæmd þeirrar efnahagsstefnu, sem ríkisstjórnin mótar hverju sinni. Auk þess hefur hann á sínum snærum undirbúning löggjafar um bankamál og cfnahagsmál, frágang erlendra lána ríkissjóðs, ráðgjafastörí í sambandi við innflutn- ings- og gjaldeyrismál, erlendar lántökur einkaaðila og opinberra aðila og sittlivað fleira. Væri of langt mál að fjalla hér um þessi viðfangsefni Seðlabank- ans. — Andartak, ég held að forstjórinn sé að koma inn! 6 FR.TÁLS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.