Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1969, Page 11

Frjáls verslun - 01.06.1969, Page 11
FRJÁL5 VERZLUN 11 gefnar 100 þúsund krónur „til gagns og gleSi“. Efnt er til hug- myndasamkeppni í umferSarmál- um og greidd verSlaun fyrir tvö beztu svörin -—■ 7 þúsund og 3 þús- und krónur. Á 10 ára afmælinu er unniS aS bættum brunavörnum í sveitum landsins: SlökkviliSsbíll keyptur fyrir EyjafjörS, handslökkvitæki á hvern bæ í Árnessýslu ásamt 3 slökkvivögnum og hafin smíSi á slökkvibíl fyrir Rangárvallasýslu. ÁriS 1956 nemur úthlutaSur tekju- afgangur 2.674.938 krónum og heildariSgjöld 43.054.642 krónum. 1957 er samþykkt reglugerð tii að veita heiðursverSlaun fyrir snarræSi og árvekni í aS koma í veg fyrir stórtjón á eignum — heiSursverSlaunin eru skrautritað skjal og krónur 5 þúsund. ■— Sam- vinnutryggingar auglýsa „Heim- ilistryggingu", sem nær strax miklum vinsældum. Árið 1958 lætur Jón Ólafsson af störfum framkvæmdastjóra vegna heilsubrests og í hans stað ráðinn Ásgeir Magnússon, lögfræð- ingur. Heildariðgjöld það árið nema um 60 milljónum króna og er aukningin frá fyrra ári 27,2%. Stærsta tjón. 1959 greiða Sam- vinnutryggingar stærsta tjón, sem íslenzkt félag hefur orðið að greiða — krónur 14.150.300 vegna togarans Júlí, sem fórst á Ný- fundnalandsmiðum í febrúar þetta ár. — Nýjar IBM bókfærslu- og skrifstofuvélar teknar í notkun og samþykkt er aðild að fyrirhuguðu Sambandi íslenzkra tryggingafé- laga. í Hafnarfirði opna Samvinnu- tryggingar skrifstofu 1960 og 1961 er hafin útgáfa á ,,Gjallarhorninu“ — málgagni fyrir samv.tr.menn. Sama ár — 1961 — er húseignm Bankastræti 7 í Reykjavík keypt og gefnar eru 50 þúsund krónur til blindraheimilis í Reykjavík í tilefni 15 ára afmælis félagsins. Árið 1961 eru í fyrsta skipti veitt verðlaun fyrir „10 ára öruggan akstur“. — 1962 er „Bíllinn minn“, hentugur bæklingur fyrir bíl- stjóra, gefinn út og efnt er til þriðju verðlaunagetraunarinnar fyrir börn og unglinga. „Ný heirn- ilistrygging" — án iðgjaldahækk- unar tekin upp. — Tjónagreiðslur þetta ár nema 72,7% af iðgjöldum, sem eru alls rúmar 102 millj.kr. Jón Rafnar Guðmundsson, dcildar- stjóri. Bruno Hjaltested, deildarstjóri. Björn Vilmundarson, deildar- stjóri. Lýðræðislegra skipulag. Á 16. að- alfundi Samvinnutrygginga, sem haldinn er á ísafirði 9. maí 1963, eru gerðar miklar ’lagabreytingar varðandi lýðræðislega yfirstjóvn fyrirtækisins. Fulltrúaráðsmönn- ujn er fjölgað í 21 og varamönr.- um í 11. Þá er stjórn Samvinnu- trygginga nú kosin af fulltrúaráðs- fundi en ekki af stjórn S.Í.S.. — Landsfundur umboðs- og trygg- ingamanna er haldinn í Borgar- nesi, og þeim afhent ný handbók fyrir umboðs- og tryggingamenn Samvinnutrygginga. Samstarf milli Samvinnutrygg- inga og Samvinnubankans um rekstur tryggingaumboðs og bankaútibús í sameiginlegum húsakynnum hefst 3. janúar 1964 á Akranesi og síðar á árinu í Hafn- arfirði og Patreksfirði. í árslok flytja Samvinnutryggingar í nýtt og glæsilegt eigið húsnæði að Ár- múla 3. 1964 eru tjónabætur alls rúm- ar 144 millj. króna, en heildarið- gjaldatekjur nema um 155 millj- ónum króna. Árið 1965 gefa Samvinnutrygg- ingar Handritastofnun íslands 100 þúsund krónur og 6. nóvember sama ár er stofnaður fyrsti klúbb- urinn „Öruggur Akstur“ á ísa- firði. Síðar á árinu eru fleiri slík- ir klúbbar stofnaðir. Þetta ár er hrundið af stað með góðum árangri svonefndum „Bændatryggingum" og hljóta þær meðmæli Búnaðarfélags ís- lands. — Tuttugasta desember er „ÖF-tryggingin“ kynnt og boðin félagsmönnum ókeypis í hálft ár en fyrir 250 kr. ársgjald eftir það. Trygging þessi þykir merkt ný- mæli og nær skjótum vinsældum. Greidd tjón á árinu 1965 nema alls tæpum 150 millj. kr., sem eru 79,92% iðgjalda. Endurgreiðsla tekjuafgangs nemur á árinu 5Vá milljón og er þá alls orðinn tæp- ar 62 milljónir. Heildariðgjöld á árinu nema 186.535.339 krónum og er það 20,37% aukning frá fyrra ári. Nítjándi aðalfundur Samvinnu- trygginga er haldinn á Blöndu- ósi 10. maí, en 1. maí hafði fynr- komulagi iðgjaldagreiðslna bíleig- enda fyrir „Ábyrgðartryggingar“ verið umturnað, og er greiðendum nú mismunað mun meira miðað við ökuferil þeirra. — Fer nú

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.