Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1969, Page 13

Frjáls verslun - 01.06.1969, Page 13
FRJÁLB VERZLUN' 13 IÐNAÐUR FRAMLEIÐSLAN JÓKST UM 25% ÞEGAR STARFSFÓLKfiÐ FÉKK AUKID STARFSRÝMI Rœtt um AXMEMSTER, eina af stœrstu teppaverk- smiðjum landsins. Einn stærsti teppaframleiðandi landsins er Axminster, stofnað ár- ið 1952 af Kjartani Guðmundssyni og ætíð frá stofnun þess í einka- eign hans. Framleiðslan hófst 20. ágúst á stofnárinu, og voru í byrjun fimni manns í vinnu. Nýr vefstóll hafði verið keyptur til landsins, 100 cm breiður Gripper Axminster, sem var settur upp í húsnæði Gömlu mjólkurstöðvarinnar við Snorra- braut. Vegna takmarkaðs húsrýrn- is var nokkur hluti starfseminnar í Defensor við Borgartún, eða sá þátturinn, sem snerti samlímingu teppanna, og einnig var þar vöru- geymsla verksmiðjunnar. Fjórum árum eftir að Axminst- er hóf starfsemi sína, hófst eigand- inn handa um að reisa verksmiðju- byggingu að Grensásvegi 8 og þangað fór Frjáls verzlun nýlega til að kynna lesendum starfsem- ina með nokkrum orðum. Allan sólarhringinn. í fyrirtæk- inu hittum við Gunnar Kr. Finn- bogason framkvæmdastjóra. „Hér er unnið allan sólarhringinn," sagði Gunnar. „Það hefur verið svo hjá okkur alla tíð. Vinnuvik- an hefst klukkan 12 á miðnætti, sunnudag, og lýkur klukkan átta að morgni laugardags. Vaktir eru þrískiptar. Lengstum hefur tæp- lega verið unnt að anna eftirspurn. Það er aðeins eftir að samdráttui- inn, sem allir þekkja, hófst, að við höfum byrjað að safna á lager.“ — Hvenær byrjuðuð þið hér á Grensásvegi? — Það var byrjað á bygging- unni í október 1956, og starfsemin var flutt hingað inn eftir í ágúst 1958. Þá kom hingað nýr vefstóll, 150 sentimetra breiður, um tíma breiðasti vefstóll á landinu. Við fluttum hingað með alla starfsemi okkar, bæði úr Mjólkurstöðvarhús- inu og Defensor. Árið 1964 var byrjað á viðbótarbyggingu, og þegar sú viðbót var tilbúin, var samsetningardeildin flutt á ef;í hæð hússins. Við það rýmkaði verulega um framleiðsluna, með þeim árangri, að afköstin jukust um 25% aðeins vegna þess hag- ræðis, sem aukið vinnurými veitti starfsfólkinu. — Hvað vinna hér margir? — Hér vinna um 26 manns. Margt af því fólki hefur unnið hjá okkur árum saman og hefur því mikla reynslu og æfingu í störf- um sínum, sem kemur fyrirtæk- inu að miklu gagni. Framleiðslan var í upphafi aðems um 60 fermetrar af teppum á sól- arhring. Nú er meðalframleiðslan kringum 135 fermetrar af venju- legum teppum og um 30 fermetrj af röggvateppum (rya). Fram- leiðsla röggvateppanna hófst áriö 1963. Hún var ekki mikil framan af. En síðustu tvö árin hefur áhugi teppakaupenda á röggvateppun; aukizt verulega, og eru þau nú framleidd að jafnaði átta klukku- stundir á sólarhring. Venjuleg teppi, svonefnd Ax- minster A-l, eru framleidd í all- mörgum mynztrum. Venjulega koma fram tvö til þrjú mynztur á ári, og er framleitt í eldri mynztr- um eftir því, sem eftirspurn krefst. Litir eru milli tuttugu og þrjátíu. Mynztrin eru langflest teiknuð í Bretlandi, en auk þess hefur Kjartan Guðmundsson teikn^ð nokkur mynztranna. Aðalhráefnið er íslenzk ull, sem notuð er í slitþráðinn. í botnimi er notaður jute-þráður frá Eng- landi, og frá Finnlandi kemur baðmullarþráður, sem notaður er í botnþráð. í undirlag er notað kvarnað gúmmí, innflutt frá Eng- landi. Sölukerfið. Þetta var það, sem Gunnar Finnbogason hafði um framleiðsluna að segja í stuttu máli. Við spurðum hann einnig um sölukerfið. Hann kvað Ax- minster hafa umboðsmenn í

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.