Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1969, Side 27

Frjáls verslun - 01.06.1969, Side 27
FRJAL5 VERZLUN 27 BANDALÖG EFNAHAGSBANDALÖGUM FJÖLGAR Rakin saga og helztu einkenni þeirra fimm bandalaga, sem nú starfa: COMECON, EEC, EFTA, LAFTA og CACM. Viðræður þær, sem nú fara fram um inngöngu íslands í Frí- verzlunarbandalagið hafa stór- aukið áhuga fólks á efnahags- bandalögum yfirleitt. Flestir hugsa um þau tvö, sem þegar starfa í Evrópu, Efnahagsbandalag Evr- ópu, EEC, og Fríverzlunarbanda- lag Evrópu, EFTA. Auk þeirra starfa nú þegar þrjú önnur og nokkur fleiri eru í undirbúningi. Mun hér verða rakin í máli og tölum saga og helztu einkenni þessara fimm bandalaga. I töfl- um verða notaðar skammstafanir af enskum heitum þeirra, til þæg- inda. COMECON (Council for Mutuai Economic Aid) er efnahagsbanda- lag kommúnistaríkja í Austur- Evrópu. Það var stofnað árið 1949 til að „styrkja efnahagslega sam- vinnu sósíalistiskra landa og sam- ræma efnahagsþróun þeirra“. í rauninni var tilgangur COMECON að sameina efnahagslíf landanna í Austur-Evrópu efnahagskerfi Rússlands. Stofnendur voru Búlg- aría, Pólland, Rúmenía, Sovétrík- in, Tékkóslóvakía og Ungverja- land. Skömmu síðar gengu Alban- ía og Austur-Þýzkaland í banda- lagið. Albanía hefur síðan farið úr bandalaginu og Mongolía kom- ið í staðinn. EEC (European Economic Comm- unity), Efnahagsbandalag Evrópu, var stofnað 1. janúar 1958, sam- kvæmt Rómarsáttmálanum, sem undirritaður hafði verið í marz, árið áður, af Belgíu, Frakklandi, Vestur-Þýzkalandi, Luxemboig, Ítalíu og Hollandi. Full sameining tollakerfa landanna náðist í júlí 1968. Upphaflega var hugmyndin að vinna að pólitískri einingu þess- ara ríkja, en stefna Frakklands í utanríkismálum hefur komið í veg fyrir framgang þess. Grikkland, Tyrkland og nokkur Afríkuríki hafa hlotið aukaaðild að banda- laginu. EFTA (European Free Trade Ar- ea), Fríverzlunarbandalag Evr- ópu, var stofnað 1960, af Austur- ríki, Danmörku, Noregi, Portúgal, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi. Finn- land varð aukaaðili ári síðar. Toll- ar á flestum iðnaðarvörum hafa verið felldir niður innan banda- lagsins. Bandalagið nær ekki til landbúnaðarvara og ekki er ætl- unin að samræma tolla út á við. Markmið EFTA eru því takmark- aðri en EEC. LAFTA (Latin American Free Trade Association) er fríverzlun- arbandalag Suður-Ameríkuríkja, auk Mexikó. Það var stofnað árið 1961 af Argentínu, Brasilíu, Chile, Mexikó, Paraguay, Perú og Urug- uay. Á sama ári gengu Equador og Columbia í það og 1967 Venez- uela og Bolivia. Á síðustu þremur árum hefur gengið hægt með lækkanir tolla, þar sem hver vill vernda sinn iðnað. CACM (Central American Comm- on Market) er bandalag fimm lít- illa ríkja í Mið-Ameríku. Það var stofnað 1960 af E1 Salvador, Guat- emala, Honduras og Nicaragua. Costa Rica gekk í bandalagið 1962. Hefur bandalagið rýmkað veru- lega um viðskipti milli þessara þjóða, tekið upp sameiginlega tolla út á við og hefur ýtt undir iðnþró- un í löndunum. Markmiðið er ná- in efnahagssamvinna á öllum svið- um. Ný efnahagsbandalög eru í fæðingu í Afríku- og Arabalöndum.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.