Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1970, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.08.1970, Blaðsíða 19
FRJÁLS VERZLUN 17 VERÐGÆZLU- FRUMVARPIÐ. F. V.: Hvað líður verðgæzlu- frumvarpinu? Er von til að það verði flutt á ný Hvernig hefur F.Í.S. unnið að því að koma sín- um málum á framfæri við hið opinbera? Björgvin: Jú, það virðist liggja í loftinu að verðgæzlu- frumvarpið verði lagt fyrir Al- þingi á ný. Vonandi verður nú þannig að flutningi þess staðið, að tryggt sé, að það nái fram að ganga. Fyrir skömmu mátti heyra það í viðtalsþætti í sjónvarpinu, að frumvarp þetta mætir enn andstöðu vissra verkalýðsfor- ystumanna. Tel ég, að þar sé um hugsunarvillu og misskiln- ing að ræða af þeirra hálfu, er þeir tala um að nýskipan þess- ara mála, samkvæmt frumvarp- inu, sé neytendum í óhag. Ég tel þvert á móti að allt of lengi hafa dregizt að breyta til og að breytingin muni leiða af sér hagstæðari kjör fyrir neytend- ur. í þessu sambandi væri ekki úr vegi að líta til hinna Norður- landanna, og athuga, hvernig staðan er þar í þessum málum. Því er fljótsvarað. Þar í lönd- um er verðmyndun frjáls, en undir ströngu eftirliti, svo sem sjálfsagt er, að hér verði einnig, þannig að misnotkun eigi sér ekki stað. Hverjir hafa ráðið skipan verðlagsmála á Norður- löndunum. Því er einnig fljót- svarað. Þar hafa ráðið skoð- anabræður og flokksbræður þeirra manna, sem hvað harðast berjast hér á móti að breytt verði til um verðlagskerfi og upp tekin nýskipan málanna með svipuðum hætti og verka- lýðsforystumenn á Norðurlönd- um hafa kosið, að þeirra eigið fólk búi við. Um seinni lið spurningarinnar er því til að svara að við höfum farið með mál okkar og erindi beinustu leið í viðkomandi ráðuneyti, oftast viðskintaráðuneytið Þat’ höfum við útskýrt og rökstutt málaleitanir okkar, en vissu- lega með misjöfnum árangri, eins og gengur. Liðsinnis höfum við oftlega að sjálfsögðu leitað hjá fulltrúum þess stjórnmála- flokks í ríkisstjórn, sem á stefnuskrá sinni hefur stuðn- ing við frjálst einstaklingsfram- tak. Þar er helst skilnings og liðsinnis að vænta. En oft vill brenna við, að mat stjórnmála- mannanna á þýðingu þeirra mála, er við höfum lagt fyrir þá, mótist um of af pólitískum sjónarmiðum. Af þeim sökum hefur oft skapazt erfið aðstaða í sambandi við lausn mála okk- ar, svo sem raun ber vitni. LÁNSFJÁRMÖGNUN. INNHEIMTA. GREIÐARI VIÐSKIPTI. F.V.: Gjaldfrestur á vörum, sem þið seijið smásöluverzlun- um, er það nauðsynlegur liður eða í réttum skorðum? Björgvin: Að sjálfsögðu er eðlilegt að heildvezlanir láni góðum viðskiptavinum and- virði seldrar vöru um tak- markaðan tíma. Mun 60 daga gjaldfrestur vera algengastur. En staðreyndin mun vera sú að menn lána jafnvel nýjum og lítt þekktum viðskiptamönnum, en í slíkt ætti að fara mjög varlega, þar til viðkomandi hef- ur sýnt að hann er slíks trausts verður. Yfirleitt tel ég stjórn- endur heildverzlana vera ó- varkára hvað lánsviðskipti snertir enda sanna nærtæk dæmi að allt of mikið handa- hóf einkennir þessi viðskipti, sem oft á tíðum hefur valdið stórtjóni. Þá mætti minnast á þá gífur- legu vinnu, sem innheimta reikninga og víxla hefur í för með sér. Reyndar má segja að á þessu sviði séum við mörg- um áratugum á eftir hinni heil- brigðu þróun slíkra mála með öðrum þjóðum. Víðast hvar annars staðar og sennilega alls- staðar í menningarlöndum er orðið „rukkari“ óþekkt fyrir- bæri. En hér, svo við tökum höfuðstaðinn, eru tugir eða hundruð rukkara á ferðinni myrkranna á milli til að kreista út greiðslur fyrir vörur sem skuldarinn hefur, oft fyrir löngu, fengið sendar heim til sín og hefur þegar selt og fengið borgaðar. Hér er um hroðalega timasóun að ræða. Alls staðar annars staðar er pósturinn látinn hafa fyrir þessu. Hann kemur jú tvisv- ar á dag i hvert hús í borginni. Hvers vegna ekki að láta hann koma reikningunum til skila og síðan að koma með ávísun fyrir reikningsupphæðinni til baka. Eða þá að fá bankana til að annast þessa þjónustu. Ég veit að Verzlunarbankinn hefur þegar hafið slíka þjón- ustu. GJALDEYRISVERZLUN ER VERZLUNARBANKA NAUÐSYN. F.V.: Telur þú að Verzlunar- bankinn fái á næstunni heim- ild til gjaldeyrisverzlunar, eða getur hann þjónað fyrr, sem raunverulegur verzlunar- banki? Björgvin: Um réttindi til handa Verzlunarbanka íslands hf. til að selja og kaupa erlend- an gjaldeyri hefi ég það eitt að segja, að ég get vart ímyndað mér að öllu lengur verði á móti því staðið að bankinn öðl- ist þessi sjálfsögðu réttindi. Það mun ver algerlega óþekkt fyrirbæri í öðrum löndum að verzlunarbanki hafi ekki leyfi til að verzla með gjaldeyri. Að sjálfsögðu er ljóst að Verzlun- arbankinn verður, til þess að fá réttindin, að taka á sig nokkrar kvaðir, svo sem gjald- eyrisbankarnir hér hafa orðið að gera og kann það að vera nokkrum erfiðleikum bundið, en þá erfiðleika verður að yf- irstíga með sameiginlegu átaki hluthafa Verzlunarbankans, ef með þarf. Ég álít að það hljóti aðeins að vera tímaspursmál þar til þetta mál verður far- sællega til lykta leitt. Verzlun- arstéttin öll verður að þrýsta hér á af öllum mætti. SKILNINGUR Á HLUTVERKI OG ÞÝÐINGU VERZLUNAR ER FURÐU TAKMARK- AÐUR. F.V.: Undanfarið hefur ís- lenzkur iðnaður unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum á meðan íslenzk verzlun berst í bökkum og á litlum skilningi að fagna. Hvað segja íslenzk- ir verzlunarmenn um þessa þró- un?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.