Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1970, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.08.1970, Blaðsíða 23
FRJALS VERZLUNÍ 21 Færri og stærri verzianir þyóa meira voruurvai, nein vauvosii, verð fyrir alla og betri þjónustu. Þessi mynd er úr stórverzlun í Bandaríkjunum. Það er t. d. augljóst, að sú meginregla, að ákveða í pró- sentutöiu álagningu á vöru og þjónustu, getur beinlínis verið hvati að dýrari innkaupum, þar sem álagningarupphæðin verður þá hærri. Það er einnig augljóst, að þessi ströngu verðiagshött fyr- irbyggja algerlega, að verzlun- in eignist fjármagn til eðli- legrar uppbyggingar, og bæt- ist þar ofan á ofsköttun o. fl. Þetta heggur í sama knérunn. Verzluninni er um megn að koma við í nokkrum mæli hag- ræðingu og stækkun rekstrar eininga. Verzlunarreksturinn verður því óeðlilega dýr fyrir þjóðfélagið í heild, og það ligg- ur í augum uppi að bitnar á neytendum ekki síður en verzl- uninni sjálfri. Loks er það alrangt að farið, þegar verzluninni er ætlað að borga með ýmsum helztu nauð- synjavörunum af ímynduðum hagnaði af öðrum vörum, vegna þess að framfærsluvísitölunni verði að halda niðri. Magn þessara vara er mikið og því þarf mikið til að ná upp tapi á sölumeðferð þeirra. Þetta ýtir enn undir það, að aðrar vörur séu keyptar inn dýrara verði en annars. Þessi spennitreyja, sem verzl- unin er sett í, kemur í veg fyr- jr að reksturinn gefi nokkum skapaðan hlut af sér. Því spyrja margir, hvers vegna menn seu þá að snúast í þessu, af hverju þeir snúi sér ekki að einhveiju öðru, sem meira sé upp úr að hafa? Það er fijótsagt, að menn flýja ógjarnan úr ævistarfi sínu, enda oít ekki að neinu öðru að hverfa, sem menntun og þekking verzlunarmanna hentar til. í íjölmörgum tilfell- um blasir það einnig við, að vegna tapreksturs eru kaup- menn bundnir tjárhagslegum skuldbindingum. TJppgjoi í slík- um tiifellum myndi emialdlega hafa i för með sér eignamissi. Það er þess vegna ekki að undra, þótt menn vilji þrauka í von um að ástandið sé tíma- bundið og skimingur vakni á úrbótaþörf. Við þessar aðstæð- ur halda kaupmenn verzlunum sínum gangandi með því að leggja á sig og fjölskyldur sín- ar siíellt meiri vinnu, en því hljóta að vera takmörk sett, hversu langt er unnt að ganga í þá átt. Við sjáum hvernig þeim verzlunarfyrirtækjum reiðir af, sem verða að kaupa alla vinnu. Þau eru ófá kaup- félögin, sem farið hafa á haus- inn á undanförnum árum eða berjast í bökkum með því að skjóta öðrum stoðum undir verzlunarreksturinn, t. d. með iðnaði, og eru þó hreint ekki ofsæl. Frjáls verðmyndun. Á Vest- urlöndum er verðmyndun al- mennt frjáls og hefur verið svo í þeim flestum frá því að því ástandi linnti, er leiddi af síð- ari heimsstyrjöldinni. í þessum löndum er það viðurkennt, sem grundvallaratriði, að verzlunin þurfi tekjur til að bera sig og rísa undir eðlilegri framþróun, eins og annar atvinnurekstur. Verzlunin í þessum löndum fær meira í sinn hlut, en hér er um að ræða. Þar ákveða kaup- menn og kaupfélög álagning- una hver fyrir sig. Hagsýni þessara aðila og neytsndanna fær að njóta sin til 'hins ítrasta og báðir bera meira frá borði, verzlunin fær hæfilegar tekjur og neytendur þó jafnframt vör- ur og þjónustu á verði, sem tryggir launum þeirra að sínu leyti meiri kaupmátt en hér gerist. Frjáls verðmyndun hef- ur þannig í reynd sannað gildi sitt og yfirburði yfir hið gamla og úrelta haftakerfi okkar ís- lendinga. Þeim þjóðum, sem hér eiga hlut að máli, vegnar betur en okkur í viðleitni sinni til að ná þeim markmiðum, sem æskilegust eru í verzlunar- og þjónusturekstri, þjóðhagslega séð. í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð er verðlagsmálum mjög áþekkt háttað, og þar er að finna allt að 20 ára reynzlu af frjálsri verðmyndun. Við at- hugun kemur það í ljós, að t. d. álagning á fatnað og skófatn- að er 30-40% hærri í þessum löndum en hér, og enn hærri í Hollandi og Englandi. Við út- tekt á verzlun með þessar vör- ur hér á landi, sem Kaupmanna- samtökin hafa nýlega staðið að, kom á daginn, að afkoman er hörmulega léleg, þar er yfir- leitt um taprekstur að ræða, skv. endurskoðuðum reikning- um, sem lagðir voru til grund- vallar. Varðandi matvöruálagningu í Skandinavíu er þess að geta,. að hún er mjög svipuð á allar matvörur og einstakir vöru- l'Iokka.r eru ekki teknir út úr til lækkunar. Það má segja, að þegar það séríslenzka fyrirbæri er undanskilið, sé álagning á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.