Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1970, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.08.1970, Blaðsíða 22
2 □ FRJÁLB VERZLUN Verðlagsmál Kröfur neytenda og hagsmunir neytenda — og frjálst verðlag Viðtal við Sigurð IVIagnússon framkvæmdastjora um verðlagsmál hér og í nágrannalöndunum í hart nær 20 ára sögu frjálsrar verðmyndunar hjá frændþjóðum okkar í Skandi- navíu, eru þess ekki dæmi að grípa hafi þurft til valdboðs- vegna óeðlilegrar verðmyndun- ar og einu opinberu aðgerðirn- ar í verðlagsmálum hafa verið tímabundnar verðstöðvanir. Skýrslur um þróun verðlags- mála hjá þessum þjóðum, mið- að við fyrri tíma, sýna svart á hvítu, að hin frjálsa verðmynd- un hefur verið verzlun og þjónusta í viðkomandi löndum, sá grundvöllur, sem nauðsyn- legur er til að geta uppfyllt ósk- ir neytendanna og þjónað hags- munum þeirra varðandi bæði vöruverð og þjónustu. Á þessa leið m. a. fórust Sig- urði Magnússyni framkvæmda- stjóra Kaupmannasamtakanna orð, er FV ræddi við hann um nokkur atriði verðlagsmála hér og í nágrannalöndunum, til þess að varpa nokkru ljósi á þessi mál, sem eru í brennidepli einmitt á þessu ári. Sigurður svaraði spurningum FV á þessa leið: Opinberar verðákvarðanir. Það tíðkast enn hér á landi, að opinber nefnd taki ákvarð- anir um verðmyndun. Það ger- ir hún eftir mismunandi regl- um, en meginreglan er sú, að nefndin ákveður prósentuálagn- ingu fyrir hverja tegund vöru og þjónustu fyrir sig, og er þá ekkert tillit tekið til innkaups- verðsins. Frávik eru frá þessu, m. a. að sett er hámarks- verð í krónutölu á nokkrar teg- undir, og álagning þá reiknuð inn í verðið, og loks er í fáein- um tilfellum leyfð frjáls verð- myndun. Það sjónarmið er ríkjandi við þær ákvarðanir, sem nefndin tekur, að takmarka sérstaklega álagningu á nokkrar þær vöru- tegundir, sem teljast til helztu lífsnauðsynja, en hærri álagn- ingu á aðrar tegundir er ætlað að bæta það upp. Þetta er sér- íslenzkt fyrirbæri, vafalaust bú- ið til í þeim tilgangi að halda niðri framfærsluvísitölunni. Hér eru sem sé bæði almenn verðlagshöft og sérstök miðl- unarákvæði um tiltekna stóra vömflokka. Það er yfirlýst af hálfu þeirra, sem að þessu standa, að markmiðið sé að halda verðlagi í skefjum, tryggja sem mestan kaupmátt launa og loks að hamla gegn verðbólgu. Nú er óþarfi að fjöl- Sigurður Magnússon. yrða um það, að engum á Vest- urlöndum hefur tekizt miður að ná þessum markmiðum en okk- ur íslendingum, og frændþjóð- ir okkar í Skandinavíu standa þar langt um framar. Þessi staðreynd getur tæplega. talizt góð meðmæli með þeim ráðum, sem við beitum. Þær þjóðir, sem við viljum miða við lífs- kjör okkar, vita og viðurkenna að verðlagshöft eru úrelt og skaðleg stjórntæki, og má segja að það sé vert að veita því athygli, að meðal þessara þjóða, og einna fremstar í flokki eru frændþjóðir okkar, eru þær, sem lengst hafa búið við sósíaliska stjórn. En það eru einmitt sósíölsku öflin, sem staðið hafa fyrir verðlagshöft- unum hér á landi. Ef litið er á meginniðurstöð- ur af beitingu verðlagshafta hér á landi, eru þær þessar: Framkvæmd verðlagshaft- anna er eins óraun'hæf og hugs- azt getur. Þeir sem ráða úrslit- um um verðákvarðanir nefndar þeirrar, sem stjórnar höftunum, eru að verulegum hluta póli- tiskir fulltrúar án nokkurrar sérstakrar þekkingar á verzlun, þjónustu, atvinnurekstri yfir- leitt — eða hagsmunum neyt- enda. Sjónarmiðin sem verðá- kvarðanir þeirra grundvallast á, eru meira og minna blönduð pólitík og öðrum lítt eða óskyld- um atriðum. Það kemur í sama stað niður, þótt þetta séu góðir og gengnir menn hver á sína vísu, þeim er falið þetta verk- efni af pólitískum öflum, og kerfið býður einfaldlega upp á það. Þetta þýðir vitaskuld, að markmið verðákvarðananna vilja týnast og raunin er sú, að verðákvarðanirnar beinast jafnvel í þveröfuga átt, til tjóns fyrir þjóðfélagið í heild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.