Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1970, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.08.1970, Blaðsíða 12
1 □ FRJALS VERZLUN Skattar Skattrannsóknadeildin knyr á um heiðarleika skattborgaranna Þegar fólk ræðir sín í milli um skattrannsóknadeildina, er það gjarnan gert með ótta- blandinni virðingu. Ýmsir for- dómar gagnvart þessari stofn- un eru mjög tíðir. Sumir þykj- ast eygja í henni greinilegt fyrirbrigði lögregluríkisins. Flestir ganga þó ekki svo langt, en í augum margra er skatt- rannsóknadeildin samt óvin- sæl. Hún sé orðin til af illri nauðsyn til þess að leysa vanda- mál, sem vafi leikur á, hvort ekki hafi mátt leysa á annan veg. Þessir fordómar eru í senn óþarfir og óæskilegir. Ástæðan til þeirra kann að vera sú, að ekki hafi allt það verið gert sem skyldi í því að fræða fólk um starf og gildi þessarar stofnunar. Markmið hennar er svo sjálfsagt og eðlilegt, að all- ir viti bornir velviljaðir menn eiga auðveldlega að geta orðið sammála um það. Stofnun skatt rannsóknadeildarinnar byggist fyrst og fremst á viðleitni hins opinbera til að sporna við skatt- svikum, sem hafa verið allt of útbreiddur löstur hér á landi. Aukið aðhald í þessu efni get- ur því aðeins orðið almenningi og viðskiptalífinu til góðs, því að eitt er víst: Skatta verður að innheimta fyrir útgjöldum hins opinbera og takist einum að svíkja undan skatti, er hanr. að svíkja náungann og þjóðar- heildina í senn. Hann er rang- lega að láta aðra axla byrðar, sem hann átti að taka á sig sjálfur. Skattrannsóknadeildin hefur nú starfað í rúm fimm ár og vinna þar 9 manns. Á þessum tíma hefur deildin rannsakað um 700 mál, en á síðasta uppgjörsári miðað við uppgjör 1. okt. námu heildar- hækkanir skatta og sekta 25,8 millj. króna í þeim málum sem afgreiðslu hlutu á árinu. Frá upphafi nema sömu tölur um 75 millj. kr. Skattrannsókna- deildin hefur þannig fært rík- issjóði verulegt fé, sem er langt umfram það, er kostnaði við rekstur hennar nemur. Megin- árangur skattrannsóknadeildar- innar er þó óbeinn og verður ekki mældur í tölum. Hann felst í ótvíræðu auknu aðhaldi að einstaklingum og fyrirtækj- um varðandi uppgjör til skatts. Rannsóknarheimildir. Ákvæð in um skattrannsóknadeildina, fyrirkomulag hennar og starfs- grundvöll er að finna í lögum um tekjuskatt og eignaskatt og jafnframt í tilheyrandi reglu- gerð. Er þar í fyrsta lagi tekið fram, að við embætti ríkisskatt- stjóra skuli starfa rannsókna- deild og skuli forstöðumaður deildarinnar, skattrannsókna- stjórinn, stýra rannsóknastarfi hennar í samráði við ríkisskatt- stjóra. Þá segir jafnframt, að ríkis- skattsstjóri og þá skattrann- sóknastjóri í umboði hans, geti af sjálfsdáðum rannsakað hvert það atriði, er snertir fram- kvæmd laga um skatta og gjöld, sem álögð eru af skatt- stjórum. Getur hann í því skyni krafizt allra upplýsinga hjá skattstjórum, umboðsmönnum þeirra, lánastofnunum og ýms- um öðrum tilgreindum aðilum. Upplýsingaskylda. Allir fram talsskyldir aðilar, embættis- menn og aðrir, er einhver störf hafa á hendi í almenningsþarf- ir, stjórnendur banka og spari- sjóða, hlutafélaga og annarra félaga og stofnana, eru skyldir að láta skattrannsóknadeild- inni í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynleg- ar upplýsingar og skýrslur, er hún beiðist og unnt er að láta henni í té, svo sem skýrslur um starfslaun, skuldabréf, vaxtabréf, hlutabréf og arð, um vaxtabréf í bönkum, sparisjóð- um og öðrum lánastofnunum, um úthlutaðan tekjuafgang, innstæður í stofnsjóðum og vexti af þeim, um greiðslur fyrir innlendar afurðir, um dánarbú og þrotabú, arfgreiðsl- ur og fyrirframgreiðslur upp í arf, úthlutanir úr þrotabúum, þinglestur og skráningu á af- sölum, skuldabréfum, kaupmál- um og alls konar samningum. Hlutaðeigandi embættismenn og aðrir framangreindir aðilar eiga hver fyrir sig, eftir því sem við á um hvert atriði, að láta í té umræddar skýrslur og upplýsingar, bæði almennt og um nafngreinda einstaka gjaldendur, eftir því sem nauð- synlegt verður talið. Þeir, sem hafa menn í þjón- ustu sinni, er taka kaup fyrir starf sitt, eru og skyldir til, hvort sem þeir reka atvinnu eða ekki, að skýra frá því, ó- keypis og í umbeðnu formi, hvert kaup þeir greiða hverj- um manni, þar með talin stjórn- arlaun, endurskoðunarlaun, á- góðaþóknun, gjafir, dagpening- ar, bifreiðastyrkir, risnufé og þess háttar. Og ennfremur öll hlunnindi, svo sem fæði, hús- næði og fatnaður. Ef laun eru greidd fyrir milligöngu annars manns og vinnuveitandi er því ekki sjálfur fær um að láta framangreindar upplýsingar í té, þá hvílir skyldan á milli- göngumanninum. Vegna rannsókna þessara, hafa ríkisskattstjóri, skatt- rannsóknastjóri og þeir menn, sem þeir fela rannsóknastörf, aðgang að bókum og bókhalds- gögnum, þar með talin verzlun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.