Alþýðublaðið - 14.07.1969, Qupperneq 2
•2 Alþýðublaðið 14. júl' 1969
IRITHÖFUNDA
1FIÖLSKYLDA
<
□ Nýlega hélt bókaútgefandi
í London hádegisverðarboð til
heiðurs mikilli rithöfunda-
fjölskyldu. Tilefnið var það að
í haust koma út hvorki meira
né minna en sex bækur eftir
jafnmarga fjölskyldumeðlimi.
Fjölskyldufaðirinn Longford
lávarður sendir frá sér bók
sem nefnist Um auðmýktina,
en kona hans hefur ritað bók
um ættföður sinn hertogann af
Wellington. Elzta dóttir þeirra,
lafði Antonia Fraser, sem er
37 ára gömul, hefur samið ævi-
sögu Maríu Stuart; elzti son-
urinn, Thomas, hefur ritað bók
m uppreisnina í íflandi 1798;
næstelzta dóttirin, Judith
Kazantzis, 29 ára, sendir frá
sér bók um kvenréttindabar-:
áttuna og Gordon-uppreisnina,
og þriðja dóttir, lafði Rachel
’Billington, gefur út skáldsögu.
Fjórða dóttii-in hefur enn ekki
skrifað bók, en hún vinnur þó
við skriftir; hún er blaðamaðun
hjá Daily Telegraph.
Alls hefur þessi fjölskyldá
þegar samið 20 bækur, og nö
bætast 6 við í haust. í boðinU
sögðu bókaútgefendurnir að
þetta væri tvímælalaust mesta
rithöfundafjölskylda í Eng-
landi, en fjölskyldufaðirinn,
lordinn, lék á alls oddi og sagði
að þessu fyflgátu þó gallar: það
væri ekkert gaman að vera sí-
fellt þakkað fyrir bækur sem
kona manns hefði skrifað. —■
Hér stigu tnenn frá plánetfunni jörð
Þetta spjald er meðal muna, sem geimafrarnir, er heimsækja tunglið lum næstu j
helgi, eiga að skilja þar eftir. Á spjaldinu stendur: Hér stigu menn frá þlánet-.
unni Jörð í fyrsta skipti fæti á Mánann í júlí 1969 Við komum í friði til allra
manna Undir skajlið rita geimfararnir þrír og Nixon forseti Bandaríkjanna.
GÆÐI
|i i % ■ ,
e: . ■ - .