Alþýðublaðið - 14.07.1969, Page 3

Alþýðublaðið - 14.07.1969, Page 3
Alþýðubláðið 14. júlí 1969 3 The Kinks leika í Kaupmannah. □ Hljómsveitin ,the Kinks“, koma til Kaupmannahafnar n.k. mánudag og munu halda tónleika í Tívolí og veitinga- húsi Revolution. The Kinks var stofnuð árið 1964 og hefur síðan blómstrað í skerandi rhytm & blues tón- um, en nú hafa þeir breytt um stíl og eru orðnir meira lifandi og fjörugir. Breytinguna má bezt heyra með því að bera saman „You really got me“ og Franrhald á bls. 11. Lyfseðlar gildi jáfnt á Norðurlöndum □ Lyfseðlar útgefnir í einu Norðurlandanna, eiga að hafa sama gildi í þeim öllum, álykt- ar norsk nefnd, sem hefur nú lagt ályktunina fyrir Norður- landaráð. Málið hefur annars verið í deiglunni hjá Norðurlandaráði síðan 1965. Verði þetta samþykkt, getur lyfseðill sem er útfylltur af íslenzkum lækni, verið gjald- gengur á Norðurlöndunum. "ú Norska nefndi hefur þó f huga vissar hömlur, sem taka verður tillit til, svo sem að lyfseðillinn hljóði ekki upp á eiturlyf. — Helmingur upp- bólarinnar tekinn afiur □ Kjaradómur kvað á föstu- daginn upp dóm um vísitölu- greiðslu rtil opinberra starfs- manna fyrir tímabilið 1. marz til 1. júní, en áður höfðu aðil- ar gert með sér samkomulag um að ríkissjóður greiddi hverj um opinberum starfsmanna kr. 3.500 til bráðabirgða fyrir þetta tímabil og var sú greiðsla innt af hendi 10. júní s.l. Dómur- inn lækkar þessa upphæð hins vegar um helming og eiga rík- isstarfsmenn samkvæmt hon- um að fá greiddar kr. T750 fyr- ir þetta tímabil, þeir sem störf- uðu á því öllu, en aðrir er skemur hafa starfað uppbót í hlutfalli við starfstíma sinn. Samkvæmt þessari niðrstöðu verður ríkisstarfsmönnum gert að greiða til baka helming þeirr ar uppbótar sem þeir fengu fyr- ir mánuði. — Guðmundur sigraði í 1 skákmotinu • □ Guðmundur' jSigurjónsson sigraði í skákmóti Taflfélags Reykjavíkur og hlaut 4 vinn- ■1 inga, í öðru sæti var Bragi Kristjánsson með 314, en í 3.— 5. sæti þeir Freysteinn Þor- bergsson, Björn Sigurjónsson - og Trausti Björnsson með 3 vinninga hver. — Friðrik Ólafs son hóf þátttöku í þessu móti, en varð að hætta keppni sök- um veikinda eftir 4 umferðir, . og liafði hann þá hlotið 1 vinn- ing. — 3JA ÁRA ÁBYRGÐ EINKAUMBOÐ FYRIR KUBA SJÓNVARPS- OG ÚTVARPSTÆKI Laugaveg 10 - Simi 19192 - Reykiavfk UMBOÐSMENN I RVÍK: TRÉSM. VlÐIR OG VERZL. RAFORKA. UMBOÐSMENN ÚTI A LANDI: VERZL. ÞÓRSHAMAR, STYKK- ISHÓLMI; MAGNÚS GlSLASON, STAÐ ARSKÁLA; GUÐJÓN JÓNSSON, ÞINGEYRI; ODDUR FRIÐRIKSSON, ISAFIRÐI; PÁLMI JÓNSSON, SAUÐARKRÓKI; HARALDUR GUÐMUNDS- SON, DALVIK; ALFREÐ KONRÁÐSSON, HRÍSEY; SJÓNVARPS- HÚSIÐ HF„ AKUREYRI; SIGURÐUR ÞÓRISSON, HLÉSKÓGUM HÖFÐÁHV.; ÞORST. AÐALSTEINSSON, STRÖND v/MYVATN. Nú geta allireignast KUBA Þrátt .fyrir vísindi og þekkingu nútímans er eitt það fyrirbrigði,' sem fremur lítið er vitað um. Þetta fyrirbrigði er síldin. Enginn virðist vita hvaðan hún kemur, hvert hún fer, hvort hun veið- ist og jafnvel ekki hvað fyrir hana fæst, ef hún veiðist. Þetta væri þó allt í góðu lagi, ef. þannig hefði ekki einmitt hitzt á, að við íslendingar byggjum afkomu okkar að verulegu leyti á síldinni. Því skiptast hér á skin og skúrir tíðar en víðast annars staðar. — Við leggjum mikla áherzlu á það, að fylgjast með þörfum og óskum viðskiptavina okkar. Þessvegna bjóðum við nú viðráðan- legri greiðsluskiimála en áður. Til 25. júlí n.k. seljum við KUBA sjónvarpstækin með aðeins 20% útborgun (kr. 4—6 þús.). Nú geta allir eignast KUBA sjónvarpstæki. Kaupið KUBA, það borgar sig.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.