Alþýðublaðið - 14.07.1969, Síða 14

Alþýðublaðið - 14.07.1969, Síða 14
14 Alþýðublaðið 14. júl' 1969 ^Hamingjan er Ijverful SuSan zAShe i ! 8. — HvaS heldurðu, að þú græðir á því? spurði Helen ^ undrandi. — Þótt þú takir Pétur frá mér, er ekki ^ tiægt að ógilda.hjónaband okkar. Þú gerir okkur öll bara óhamingjusöm. ^ —Það er einmitt það, sem ég vil! Þú verður að | Iíða fyrir það, sem þú gerðir. Þið skuluð bæði líða fyr- j ir það, að þið gleymduð mér. [ — Pétur líka? Ætlarðu líka að gera Pétrl illt? ; spurði Helen. *i — Ég skal særa hann, unz honum finnst lífið ó. bærilegt. Hann lét þig ræna sér frá mér, — og þið j skuluð aldrei fá að gleyma því. Helen reis upp og tárin næstum blinduðu hana. sem hún ætlaði sér að gera. Hvernig átti hún að hindra hana í því að ræna Pétri? Hún heyrði ekki, að dyrnar inn að búðinni opnuð- ust, en Gilda heyrði það og tók hún nú utan um | systur sína og faðmaði hana að sér, og þegar Pétur kom inn, var allt fullkomnað, og Fallega Gilda var að hughreysta systur sína, Helen ,sem var þreytt og áhyggjufull áleit um stund að Gilda hefði iðrazt orða sinna, en svo heyrði hún þessa lágu, ástúðlegu rödd segja við Pétur: — Mikið er ég feginn, að þú komst, Pétur, sagði j Gilda. ■— Helen ásakar sig fyrir þetta allt. Segðu henni, að hún megi ekki vera of leið yfir því, að hún \ eyðilagði allt fyrir okkur. Hún er konan þín, og það t er um seinan að iðrast eftir dauðann. Helen stirðnaði upp og sleit sig lausa. Hún leit á Pétur og í augu hans, og síðan þaut hún út með áköf- um ekka, en þegar hún var aftur orðin ein, tók f hún ákvörðun. Gilda skyldi fá að berjast fyrir honum j og berjast af móði, Eftir kvöldmatinn sýndi Gilda aftur kænsku sína. f 2— Mig langar til að hátta, ég er svo þreytt, en ég þori alls ekki að sofa ein, tautaði hún niðurlút. — Mig dreymir svo illa, og ég vakna og veina af hræðslu og þori alls ekki að sofna aftur. Ef þér þætti nú að- eins vænt um mig, Helen, eins og þegar við vorum litlar. Þú huggaðir mig alltaf, þegar ég fékk mar- tröð. Hún leit biðjandi á systur sína: — Þú verður að hugsa um mig núna, Helen! Má ég sofa hjá þér? Áður en Pétur hafði svarað, Vissi Helen, að Gilda hafði sigrað. — Vitanlega máttu sofa hjá Helen! Hann leit á konuna, sem sat andspænis honum við borðið eins og stytta. — Farðu upp með harra, Helen. Ég skal ganga frá hérna niðri. Helen gekk þegjandi upp á loft og setti náttfötin og inniskóna inn í gestaherbergið. Þegar hún var búin að búa um hanrr, fór hún inn í hjónaherbergið, og þar lá Gilda, sigri hrósandi, í hjónarúminu. — Það er auðvelt að snúa Pétri um fingur sér, ef maður kann aðferðina. Hún teygði letilega úr sér. — Þetta er ólík betra rúm en þessi voða koja, sem ég svaf í í írlandi. Ég vil hins vegar ekki hafa þig nálægt mér, svo að þú skalt bara halda þig í fjarlægð. Nú brauzt reiði Helenar út. — Ég vildi heldur sofa hjá eiturslöngu en þér. Ég fyndi þó stunguna strax! Hún opnaði skáp og tók fram svefnpoka og setti hann við gluggann. Gilda skellti upp úr. —Ethel segir, að þú hafir leitað á hann, ekki hann á þig, sagði Gilda og leit undan. •— Hann bað mig um það. Hann þarfnaðist mín, Gilda og honum þótti vænt um mig. Við vorum ham- ingjusöm, en nú ert þú komin heim, og ég veit ekki, hvað ég á að gera. Þetta kom beint frá hjartanu, og nú laut Gilda áfram, svo að andlit hennar var þétt við andlit systur hentnar. Helen hörfaði aftur á bak, því að andlit Gildu var eins og steingervt, og augu hennar voru kulda- leg eins og ísmolar. Nú herpti hún saman varirnar og sagði fussandi: — Svo að þú veizt ekki, hvað þú átt að gera, fyrst ég er komin heim aftur? Þú átt að skila mér Pétri aftur eða réttara sagt — ég skal taka hann af þér og frá þér. — Þetta var sú gamla Gilda sem hún þekkti. Öll óvenjulega blíðan var horfin. — Hann er maðurinn minn! hvíslaði Helen, — Hann er minn og hefur alltaf verið minn! Gilda sagði þesi orð mjög hægt eins og hún vildi njóta þess hvað systir hennar þjáðist. — Ég hef þjáðzt og nú vil ég láta bæta mér það upp. Ég skal eyði- leggja þetta heimskulega hjónband ykkar, svo að það verði aldrei hjónaband hér eftir. Ég skal eitra hugsan- ir hans og tilfinningar til þínr, svo að hann þoli ekki að sjá þig að lokum. Ég skal sjá um, að hann flytji úr hjónaherberginu og komi þangað aldrei aftur. Já, ég skal sjá um, að hann fari úr þínu rúmi í nótt! — Ég skal stinga þig alla daga, systir mín góð. Þegar ég hef komið þér úr hjónarúminu — eins og núna — er næsta skrefið að koma þér af heimilinu og úr lífi Péturs. Næstu daga umsneri Gilda öllu, sem Helen sagði eða gerði, sér í hag. — Hún vill ekki sofa hjá mér, Pétur, sagði Gilda, og stór augu hennar urðu sorgmædd að sjá. — Hún sefur í svefnpoka. Hvernig getur hún verið svona hörð og harðbrjósta? Ef mamma væri nú bara hjá mér! Ef mamma kæmi heim, hugsaði Helen, yrði Gilda að flytja heim til hennar. Helen þagði stöðugt, því að hún vissi af gamalli reynslu, að orð hennar hrutu af Gildu eins og vatn af gæs, en Gildu tókst jafnvel að skýra þögrr Helenar sér í hag. Helen var gjörsamlega hjálparlaus. Ef hún gæti aðeins fengið einhvern til að hjálpa sér! Skyndilega minntist hún Uoyd Rutley. Hann hafði alltaf verið vinur hennar og margoft gefið henni góð ráð. Hann vissi, hvernig Gilda var og gat kannski aðstoðað hana. I I I ; I I I I I I I I I I I I I I I Smáauglýsingar trésmíðaþjónusta Látið fagmann annast viðgsrðir og viðhaJd á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENÐUR! Höfuan fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vé'íarlok — Geymsluloik á Volkswagen í állfflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrinvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. Vönduð ©g góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787. BIFREIÐ A STJÓRAR Geruim við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein: hemlaviðg'eðir, hemlavarahliutir. Hemlastilling h.f., Súðavogl 14, Sími 30135. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og gerl við bólstruð húsgögn. Bólstrun Jóns Árnasonar, Skaftahlíg 28, simi 83513. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir, uppsetningu á hrein- lætistækjum, frárennslis-og vatnslagnir Guðmxmdur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf- ur og bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. Veitingaskálinn, Geithálsl.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.