Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1972, Síða 10

Frjáls verslun - 01.02.1972, Síða 10
Sendum Sambandi Isl. Samvinnufélaga og Kaupfélagi Norður- Þingeyinga árnaðaróskir i tilefni afmælis þeirra. KAUPFÉLAG STÖÐFIRÐINGA, STÖÐVARFIRÐI Sendum Sambandi Isl. Samvinnufélaga og Kaupfélagi Norður- Þingeyinga árnaðaróskir í tilefni afmæiis þeirra. KAUPFÉLAG TÁLKNAFJARÐAR, SVEINSEYRI Þá á félagið nokkrar sér- verzlanir, og rekur að auki sláturhús, mjólkursamlag, bíla- verkstæði, verksmiðjur og hót- el, svo að dæmi séu nefnd um hin miklu umsvif félags- ins. Velta Kaupfélags Eyfirð- inga var á sl. ári um 2000 millj- ónir króna, og hjá því starfa 500-600 manns, en kaupfélags- stjóri er Valur Arnþórsson. Hann réðst til KEA árið 1965 sem fulltrúi kaupfélagsstjóra, en hafði áður unnið í 12 ár hjá Samvinnutryggingum í Reykjavík. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga í fyrra. Frjáls Verzlun leit inn á skrifstofu Vals Arnþórssonar, framkvæmdastjóra KEA, á dögunum, og spurði hann, hvað helzt hafi ráðið því, að KEA varð slíkt stórveldi, sem það er í dag. — Eyfirðingar eru miklir fé- lagshyggjumenn, og vilja sjá kaupfélagið vaxa og dafna vel, sagði Valur. Félagsmenn þess eru nú 5900, en það þýðir, að einn maður á hverju heimili á félagssvæðinu sé félagi í Kaup- félagi Eyfirðinga að meðaltali. Fólk kann að meta þann ábata, sem það hlýtur af viðskiptum við KEA í formi arðmiða. Á síðasta ári greiddum við við- skiptavinunum 4% til baka af viðskiptaupphæð þeirra sam- kvæmt arðmiðum. Bændur eru vitaskuld tví- efldir í viðskiptum við KEA. Þeir leggja allar afurðir sínar inn hjá félaginu til vinnslu og sölumeðferðar, og fá þær að fullu greiddar í vörum að frá- dreginni þátttöku í sameigin- legum kostnaði. Auk þessara þátta ber sér- staklega að minnast þeirra manna, sem hafa verið í for- ystuliði kaupfélagsins á liðn- um árum. Þeir hafa tvímæla- laust mjög stuðlað að því, að Kaupféiag Eyfirðinga er stór- fyrirtæki. Það var mikil lyftistöng fyr- ir KEA, og til þess fallið að örva mjög viðskipti almenn- ings við félagið, að það hóf til- tölulega snemma eigin inn- flutning. Vöruverðið varð þess vegna mjög hagstætt fyrir neytendur. Það hækkar verð á vörum hjá samkeppnisaðilum hér á Akureyri, þegar þeir þurfa að kaupa inn hjá heild- verzlunum í Reykjavík og flytja hingað norður. Saman- burður, sem gerður hefur ver- 10 FV 2 1972

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.