Alþýðublaðið - 16.07.1969, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 16.07.1969, Qupperneq 12
12 Al'þýðublaðið 16. júlí 1969 ; tk >* Ritstjóri: Örn Eiösson Gotf á Suð- urnesium Dagana 12. og 13. júlí fór fram svonefnd PAA keppni á Hólmsvelli. Leiknar voru 36 holur án forgjafar. Keppendur voru 48 og var keppt í meistara flokki I.,og II. Úrslit urðu þau í meistaraflokki að Þorbjörn Kærbo íslandsmeistari G. S. sigraði með 163 höggum. II. Ólafur Skúlason G.R. 173 högg um; III. Gunnlaugur Ragnars- son G.R. 179 högg. I. flokkur. Brynjar Vilmundarson G.S. 171 högg. Högni Gunnlaugs- son G.S. 178 högg. Sveinn Gíslason G.R 186 högg. II. flokkur. Björgvin Hólm G.K. 188 högg. Jóhann Hjartarson G.S. 189 högg. Steindór Gunnarsson G.S. 192 högg. □ DANSKA unglingalands-í liðið í körfuknattleik er á keppnisferðalagi út á landi. — Fyrstu leikirnir voru háðir í Borgarnesi við Umf. Skalla- grím. Danirnir sigruðu í báð- um leikjunum, en leikið var við A- og B-lið. Munurinn var ekki mikill 1 stig gegn B-liði og 15 stig gegn A-liði. Næst var haldið til Patreks- fjarðar og leikið við Hörð. Dan irnir sigruðu með 87:34. Þá sigursælir var haldið til Stykkishólms leikið við Snæfell. Danir sigr- uðu með enn meiri. yfirburðum eða 122:52. í gærkvöldi var leikið við Sauðkræklinga, en eftki er okkur kunnugt um úr- siit. Á morgun leikur danska unglingalandsliðið við Akur- eýringa, og síðan fer liðið til R'eykjavíkur og leikur annan landsleik við íslendinga. :Sá leikur fer fram á sunnudag. Þess má geta, að í danska unglingaliðinu eru fimm piltar 19 ára, en enginn í íslenzka liðinu. í íslenzka liðinu eru þrír 18 ára og hinir 17 ára. Eins og kunnugt er, áttu unglingalandsliðin að vera skip uð piltum 18 ára og yngri. Beiðni kom frá Dönum, um einn eða tveir 19 ára piltar mættu vera með liðinu. Það var samþykkt, en þegar til kom voru 19 ára liðsmennirnir fimm. —. iFyrir helgina bitrum við mynd af tennisleikurum „veika“ kynsins. í dag birtum við myndir frá tenniskeppni karla. Það eru Ástralíu' , dftiennirnir John Newcombe og Rod Laver t.h. Báðir heimsfrægir tennisleikarar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.