Alþýðublaðið - 16.07.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðig 16. júlí 1969
Hfamingjan
er
Ijverful
SuSan
o4She
10,
Gilda lágt. — Helen hefur sjálf búið til söguna og
notað nafn Ethelar, vegna þess að hún vill bæði eyði-
leggja vináttu mína við Ethel og..<, og....Hún
! þrýsti sér að Pétri: — Ég verð að komast héðan! Ég
, veit ekki hvert! Ég verð að fara, ég þoli þetta ekki
lengur!
— Þú ferð hvergi, sagði hann hörkulega og á-
Ki/eöinn. — Þú átt heima hér þangað til móðir þín
' kemur aftur.
Hún sleit sig lausa og gekk þreytulega að stigan-
um. Þegar hún hafði lokað á eftir sér, leit Pétur á
I konuna sína.
— Ef þú ert heiðvirð kona, skaltu biðja hana fyr-
írgefningar, sagði hann. — Reyndu að hypja þig héð-
an áður en ég missi þolinmæðina.
Helen var örvæntingarfull. Nú mundi hún, að Jón
Gately hafði farið til að gangast undir uppskurð.
’ Hana hafði langað svo mjög til að bjarga hjónabandi
sínu með því að sýna Pétri Gildu í réttu Ijósi að hún
: hafði alls ekki hugleitt það, sem Lloyd hafði sagt
henni. Hvernig gat honum hafa skjátlazt svo mjög?
Eítir þetta talaði Pétur næstum ekki orð við
Helen, en hann bannaði Gildu líka að láta sjá sig
í búðinni. Hann vissi, að allir í Rilminster töluðu um
þetta, og hann vildi gjarnan vernda Gildu.
Dagarnir liðu hægt. Helen horaðist, en Gilda
blómstraði. Svo kom frú Drake um síðir, taugaóstyrk
og spennt og tók elskaða dóttur sína undir vængi sér.
' Hún ásakaði Helen endalaust áður en hún fór með
Gildu heim til sín. Þetta gerðist meðan Pétur var að
heiman, og þegar hann kom aftur, sagði Helen hon-
! um, hvað hefði komið fyrir um leið og hún reyndi að
[í ieyna því, hvað henni létti.
_ siepptirðu þeim tveim einum? spurði hann
[ kuldalega. — Gilda er heilsutæp og móðir þín veil,
j Tók Gilda dótið sitt með sér?
— Hún á ekkert nema það, sem ég átti! sagði i
Helen, og nú var hún orðin alvarlega reið. — Hún
getur átt fötin, en annað fær hún ekki, Pétur!
— Við verðum að athuga, hvort við getum ekki I
hjálpað þeim. Eina svar hans við þessum orðum henn-
ar var það, að vöðvi við hökuna kipraðist saman. '
Nú skellti Helen tryllingslega upp úr.
— Þegar þú loks yrðir á mig í fyrsta skipti svo
dögum skiptir, er það til að tala um systur mína!'
Systur mína! Ég vona, að ég sjái hana aldrei framar! I
Þú hefur ekkert Ieyfi til að fara til hennar — þú ert
eiginmaður minn, og við verðum að fá þetta mál á '
hreint. Ég vil ekki svona framkomu, og ég vil ekki, I
að mér sé kennt um allt, sem fyrir kemur.
— Er ekki ástæða fyrir því? sagði Pétur, og rödd
hans var ísköld. — Framkoma þín við Gildu hefur I
verið svo slæm og illgirnisleg, að ég vil helzt ekki I
ræða um hana.
— Áttu við, að hjónabandi okkar sé hér með slit- j
ið? hvíslaði Helen. — Hefurðu gleymt loforðum þín- j
um fyrir brúðkaupið og því, hvað við vorum ham-
ingjusöm áður en hún kom aftur hingað? Þú getur j
ekki varpað mér á dyr, eftir allt það, sem við höfum J
átt sarnam. Það er ekki rétt!
—Það væri rangt að gera það ekki, sagði hann
dræmt. — Þú talar um hamingju, en ég var aldrei j
hamingjusamuf. Ég elskaði Gildu.alltaf og — gleymdi .
henni aldrei.
— En þú ert kvæntur mér! Rödd Helenar brast. — j
Þú hefur haldið mér í örmum þér!
— Já, svaraði hannr, og, augnaráðihans varð fjar-
rænt. — En ég hef aldrei sagt þér, að ég elskaði |
þig. Gilda var alltaf í huga mér, og þegar ég kvænt-1
ist þér, gerði ég það í þeirri von, að ég gæti gleymt
henni, en ég gleymi henni aldrei. Ég gat ekki gleymt j
henni, og nú er hún komin aftur til mín. I
— Hvað um mig? spurði Helen æst. — Geturðu |
aldrei tekið tillit til mín? Þú hefur verið heillum horf-.
inn frá því að hún kom aftur hingað, en hún elskar
þig ekki. Ég elska þig. Elsku Pétur minn, sagði hún |
biðjandi, — þú verður að trúa mér. Ég elska þig svo ,
innilega, og ég er sú sama og hjálpaði þér, þegar
þú varst svo óhamingjusamur, Gilda vill eyðileggja j
hjónaband okkar af einskærri mannvonzku — til að ,
hefna sín á okkur, af því að við gleymdum henni. |
Hún sagði mér það sjálf. Trúðu mér, Pétur.
— Þú ert ekki stúlkan, sem ég gekk að eiga, j
sagði hann blæbrigðalausri rödd. — Allt það, sem
þú segir til að níða hana, gerir það að verkum, að
ég fyrirlít þig meira.
Helen sá, að þetta var vonlaust. — Hvað ætlarðu
að gera? Yfirgefa mig og fara til hennar?
— Nei, svaraði hann að bragði. Við erum gift og
verðum að vera það að nafninu til, allra aðila vegna.
— En þú vilt ekki hafa neitt með mig að gera?
Getum við ekki eirru sinni verið vinir?
Hann blíðkaðist ögn, þegar bann sá örvæntinguna
sem skein úr svip hennar og svaraði dræmt: — Við
getum verið vinir, ef þú vilt vera góð við Gildu. Ég
veit, að þú átt bágt, og það tekur mig sárt. Hvers |
vegna beið ég ekki? Hvers vegna fann ég það ekki
á mér, að hún væri lifandi?
8. KAFLI.
Borgarbúar héldu áfram að tala og slúðra, en
það kom flestum á óvart, hvað allt virtist slétt og j
fellt. Farrell-hjónin bjuggu við íbúðina og Gilda hjá j
mömmu sinni í húsi hennar. Hins vegar gat ekki hjá
því farið, að menn tækju eftir því, að Pétur kom oft
í heimsókn án eiginkonu sinnar.
Smáauglýsingar
TKÉSMÍÐAÞJÓNUSTA
Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverkl
húseigna yðar, ásamt breytingum á ný;u og eldra
húsnæði. — Simi 41055.
V OLKS WAGENEIGENDUR!
Höftum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vóiarlok
— Geymslulok á VollksAVagen í ailflestum litum.
Skiptum á einium degi með dagsfyriivara fyrir á-
kveðið verð. — Reynið viðskiptin.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25,
Símar 19099 og 20988.
GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. Vönduð
og góð vinna. Fantið í tíma í síma 15787.
BIFREIÐ A STJÓRAR
Gerum við allar tegundir blfreiða. — Sérgrein:
hemlavlðgeðir, hemlavarahlutir.
Hemlastillinig h.f.. Súðavogi 14, Súni 30135.
BÓLSTRUN — SÍMI 83513.
Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bólstruð
húsgögn. Bólstrun Jóns Ámasonar, Skaftahlíð 28,
sími 83513.
PÍPULAGNIR
Tek að mér viðgerðir, uppsetningu á hrein-
lætistækjum, frárennslis-og vatnslagnir
Guðmundur Sigurðsson
Sími 18717
Jarðýtur - Traktorsgröfur
Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröí-
ur og bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan
borgarinnar.
Jarðvinnslan sf.
Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080.
Heimasímar 83882 — 33982.
MATUR OG BENSÍN
allan sólarhringinn.
Veitingaskálinn, Geithálsl.