Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Side 15

Frjáls verslun - 01.02.1979, Side 15
ordspor Biskupinn mun hafa gefió það í skyn i hópi presta, að hann vilji senn láta af störfum og að prestar verði að vera við- búnir biskupskjöri innan tíðar. Ljóst þvkir, að sr. Ótafur Skúlason, dómpró- fastur, nýtur verulegs stuðnings þjónandi presta og þykir hann hafa sýnt af sér röggsemi í stjórnunarstörfum, sem undir dómprófastsembœttið heyra. Hefur Ólaf- ur eflt sameiginlegt starf á vegum kirkj- ttnnar í Reykjavíkurprófastsdæmi eftir að hann tók við embætti og vilja margir úr röðum þeirra 150 presta á landinu, sem kjósa munu biskup, sjá framtakssemi sr. Ölafs endurspeglast í störfum biskttps- stofu. Af öðrttm, sem til greina þykja koma í sambandi við biskttpskjör, hefur nafn sr. Jónasar Gíslasonar borið hœst en hann nvtur stuðnings margra hinna vngri manna í prestastéttinni. Enn frekari breytingar kunna að vera í aðsigi varðandi skipan æðstu embætta þjóðarinnar. Nánir samstarfsmenn dr. Kristjáns Eldjárn hafa látið að því liggja að forsetinn hyggist ekki gefa kost á sér til endurkjörs árið 1980, þegar yfirstand- andi kjörtímabili hans lýkur. Utanríkisráðuneytið mun nýlega hafa gert könnun á starfsmannafjölda í hinum einstöku sendiráðum erlendra r'tkja hér á landi. Eins og áður eru Rússarnir lang- fjölmennastir eða rúmlega 70 talsins þeg- ar allir eru taldir með, sendiráðsstarfs- menn og fjölskyldur þeirra. Ncestir koma Bandaríkjamenn en þar á eftir Kínverjar, sem hafa hér á fjórða tug manna vegna starfa sendiráðs síns. Það vekur sérstaka athygli, að sovézka frétlastofan Novosty hefur gefið upp, að á sínum vegum starfi hér fjórir íslendingar. Ekki höfum við haft spurnir af því hverjir þeir eru en sennilega getur skattstofan upplýst, hvaða íslenzkir ríkisborgarar þiggja lattn hjá þessari sovézku fréttastofu. Undirbúningur undir landsfund Sjálf- stæðisflokksins er að hefjast. Margir flokksmenn telja þörf á að gera ein- hverjar breytingar á skipan forystusveit- ar flokksins en ekki verður vart neinna skýrt mótaðra hugmynda þar um, sem njóti fjöldafylgis flokksmanna um land allt. Þó er Ijóst, að Matthías Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, á vax- andi fylgi að fagna sem leiðtogaefni og er hann æ oftar nefndur manna á meðal sem næsti varaformaður. Að vestan berast þær fregnir að Matthías sé þegar farinn að vinna að kjöri sínu. Þá bendir ýmislegt til þess að Albert Guðmundsson hugsi sér til hreyfings og telji ekki fráleitt að gefa kost á sér í formannskjör, ef vart verður ákveðinna vísbendinga um að hann njóti til þess almenns stuðnings. Bifreiðaumboðið P. Stefánsson mun fljótlega hefja innflutning á japönskum bílum, sem Egill Vilhjálmsson hefur haft umboð fyrir til þessa. Er þarna um að rœða bíla frá Mitsubishi eins og Galant og Lancia. 15 L

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.