Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.02.1979, Qupperneq 25
„Islendingar eru með algjöra bíladellu” — segir Guðfinnur Þeir eru al mörgum stærðum og gerðum fararskjótamlr hjá Guðlinni. „Það seljast allir snyrtilegir bílar“, sagði Guðfinn- ur Halldórsson hjá Bílasölu Guðfinns, þegar hann var inntur eftir því hvaða bílar hreyfðust helst á markaðnum. ,,Það er mikil sala í jeppum, þá sérstaklega Range Rover. Litlir amerískir bílar, sjálfskiptir með vökva- stýri, seljast mjög vel og sama má segja um Volvo. Toyota og Cortina eru alltaf góðar í sölu. í heild má segja að sala sé mest í bílum í verð- flokknum 15 hundruð þúsund til 2 milljónir og svo einnig á bilinu 4-5 milljónir sem þá eru nýlegir amerískir bílar eða Volvo“. Ekki kannaðist Guöfinnur við miklar árstíðabundn- ar sveiflur en sagði að salan væru ótrúlega jöfn allt árið. ,,Þó er alltaf meiri sala á vorin og sumrin en á öðrum tímum ársins1', sagði Guöfinnur. „Verðið rokkar lítið eftir árstímum og segja má að verðbólgan sjái um hækkanirnar og svo gengissigiö, eöa öllu heldur gengishrunið." „Hagnaðurinn af bílasölu er alltaf minnkandi vegna þess að kostnaðurinn viö bílasöluna er orðinn svo mikill. Til dæmis er bara símakostnaðurinn um 300 þúsund á mánuði. Allt annað svo sem húsaleiga hefur og margfaldast í veröi", sagði Guðfinnur. Hyggjast koma á fót skoðunarstöð „Við verðum lítiö varir við pretti og svik í sambandi við notaða bíla, en ráðlegast er fyrir kaupendur að láta skoða viðkomandi bíl hjá viðurkenndri skoð- unarstöð áður en gengið er frá kaupunum. Þannig fæst hlutlaust og gott mat fyrir kaupanda og ekkert ætti að koma honum á óvart. Við verðum aö koma upp slíku kerfi og krefjast þess af seljanda bíls að hann skili skýrslu um bílinn frá slíkri stöð, þá ættum við aó geta selt með góðri samvisku", sagði Guðfinnur. „Þess má geta að við erum að vinna aö því að koma upp slíkri skoðunarstöö þar sem selj- endur geta látið skoða bíla sína gegn sanngjörnu verði". Guðfinnur sagði að það væri ekki stór hópur manna sem stundaði bílabrask. „En Islendingar eru með algjöra bíladellu og skipta sem betur fer oft um bíla", sagði hann að lokum. 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.