Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Qupperneq 30

Frjáls verslun - 01.02.1979, Qupperneq 30
öll olíufélög gera nú tilraunir með nýjar tegundir orkugjafa, svo sem jjetta raforkuver, sem notar jarðvarma. unnu þau olíu og greiddu fyrir framleiðsluna, en nú taka þau að sér verkefni. Stóru olíufélögin, „systurnar sjö“, Exxon, Texaco, Mobil, Shell, Gulf, Standard Oil of California og British Petroleum, telja sig eiga miklu hlutverki að gegna á þessu sviði í framtíðinni, en það sama má segja um smærri olíufélög, sem urðu á undan þeim stóru að hefja þessi viðskipti. Samtímis þessu hefur afstaða olíuframleiðsluríkja til olíufélaga breyst og þjóóerniskennd ekki eins ráðandi í samskiptum þeirra við olíufélögin. Forstjóri Exxon, Clifford Garvin, bendir á að þegar Alsír rak Frakka á dyr fyrir nokkr- um árum, var þess vandlega gætt að hagga í engu aðstöðu olíufé- laganna. Og þrátt fyrir háværa andúð á vestrænum ríkjum í Libyu eru olíufélögin þar aftur velkomnir gestir. Missætti þjóða hættulegt í olíumálum Erfiðasta hættan fyrirolíufélögin er sú, að lenda á milli stafs og hurðar í átökum þjóða á milli. Hugsanlegt er að olíufélag starfi bæði fyrir olíuframleiðsluríki og olíuinnflutningsríki, sem síöan verða ósátt. Melvin Conant, sem rekur ráðgjafaskrifstofu í olíumál- um í Washington, segist óttast innflutningsríkin sérstaklega. Þegar þau skorti olíu, sé ekki að vita til hvaða ráða þau grípi. Hvað sem ööru líður virðist Ijóst að afskipti ríkisvaldsins af olíu- málum eigi eftir að vaxa um allan heim. Flestir stjórnendur olíufé- laga, hvort sem þau eru vestræn eða ekki, vildu helst að markaður- inn fengi að ráða olíuverði, en það verður vafalaust ekki nema að litlu leyti. Þá telja þeir nauösynlegt að ríkisvaldið skeri úr um deilumál sem rísa, er ákveða skal hvort sé meira virði að framleiða olíu og orku, eða að vernda umhverfið. Yfirleitt er talið að starfsemi olíufélaganna stóru eigi eftir aö breyta um eðli. Þau muni í sívax- andi mæli snúa sér aö tæknilegri hlið olíuvinnslunnar, í stað þess aö eyða fé sínu í að leigja land og bora sjálf eftir olíu. Breytt notkun á olíu Þá verður notkun á olíu með öðrum hætti í framtíðinni en nú er. Eftir því sem notkun kola, kjarn- orku og annarra orkugjafa verður meiri, beinist notkun á olíu að samgöngum og efnavinnslu. En jafnvel olíuþörf til samgangna verður ekki eins mikil og nú. Sam- göngur hafa notað um helming allrar olíu, sem notuð er í Banda- ríkjunum og um 25% allrar orku, sem þar er framleidd. En fyrir þremur árum hætti notkunin að aukast í samgöngum. Enginn veit með hvaða hætti olíuöldinni lýkur, né með vissu hvenær henni lýkur, en svo mikið er víst, að á meðan hún stóð hafa framfarir orðið meiri meðal manna, en á nokkru öðru tímabili, sem okkur er kunnugt um. ^>,11111111II111111111111111111111.....11111111111 • • TOLVUÞJONU STA mílvei Leitið nánari upplýsinga, VATNAGARÐAR 6 Sími 85672 Pósthólf 738 Reykjavík .............. irm rm 111 rri n 1111111111 n i iti^ 30

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.