Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 13
- 'j ji ‘ (?;■; Hádegi í Grindavík. Benzinn og BMW-inn heima á hlaði. Fyrirgreiðsla við hús- byggjendur En hver er staöa ungs fólks, sem vill kaupa gamalt hús eða byggja nýtt í bæjarfélagi eins og Grinda- vík? Hvaða fyrirgreiðslu má það vænta hjá peningastofnun bæjar- ins umfram það sem hið opinbera lánakerfi veitir til þessara hluta? Þetta er mjög mismunandi eftir áhvílandi lánum á viökomandi eign og eins eftir getu einstaklingsins. Hafsteinn útibússtjóri sagði að al- mennt gætu menn reiknað með að fá 500 þúsund króna vaxtaaukalán til þriggja eða fjögurra ára að minnsta kosti. Sé um nýbyggingar að ræða kemur skuldabréfalán upp á 500 þúsund til viðbótar með 26% vöxtum til fimm ára. Unga fólkið kyrrt heima Hallgrímur Bogason er ungur Grindvíkingur, aðstoðarmaður Hafsteins íLandsbankanum. Hann sagði að mikil gróska hefði verið í byggingarstarfsemi að undan- förnu bæði vegna aðstreymis fólks úr öðrum byggöarlögum og eins héldi unga fólkið tryggö við æsku- stöðvarnar og byggði sér bú í Grindavík. Atvinnutækifæri eru bundin sjávarútvegi og bygging- ariðnaði en smáiðnaður hefur ekki náð fótfestu enn sem komið er í bænum ef frá er talin margs konar þjónusta við bátaflotann. Grindvíkingar eiga oft leið til Reykjavíkur og kaupa þar ýmsa þjónustu í verzlunum. Eftir að sýslumörkum var breytt hafa sam- skipti við bæjarfógetaskrifstofurn- ar í Keflavík leitt til aukinna við- skipta við verzlanir þar í bæ, en almennt hafa verzlanir átt erfitt uppdráttar í Grindavík. Matvöru- verzlun fer fram hjá útibúi Kaup- félags Suðurnesja og í Bragakjöri. í Þórkötlustaðahverfi er einnig verzlun, sem hraðfrystihúsið þar rekur. Bláfell verzlar meö ýmsar vörur til sjósóknar og verkfæri. Bára hefur margs konar gjafavörur á boðstólum. Víkurnesti selur ferðavörur, sælgæti, benzín og olíur auk Ijósmyndavara. Það rek- ur einnig bókaverzlun. „Fiskur undir steini" Og þá vikum við að þessum við- kvæma bletti á mannlífinu í Grindavík, menningarstarfsemi og félagslífi. Þessi þáttur í fari Grind- víkinga olli umræðum á landsvísu eftir að sjónvarpið sýndi þá um- deildu kvikmynd „Fiskur undir steini" svo sem frægt er orðið. Ekki vilja Grindvíkingar meina að þeir þurfi margt að sækja á þessu sviöi til nágrannabyggðar- laga sinna. Festi er eitt af þessum glæsilegu félagsheimilum og þar er stunduð margháttuð starfsemi. Lionsklúbbur er starfandi, Kiwan- isklúbbur og kvenfélag. Alls konar íþróttaiðkun er í hávegum höfð bæði af yngri og eldri aldursflokk- um. Leikfélag staðarins var að æfa „Skugga Svein“ og hefur yfirleitt eitt eöa tvö leikrit á verk- efnaskrá sinni árlega. Unghjóna- klúbbur og annar fyrir „eldri hjón“ annast skemmtanahald í félags- heimilinu t.d. áramótadansleiki. Þorrablót eru haldin á vegum ým- issa félagasamtaka og svo eru svokölluð Grindavíkurböll haldin öðru hverju yfir veturinn, aðallega sótt af eldra fólki. Það hefur orðið áberandi breyting á skemmtana- haldi í félagsheimilinu að undan- förnu. Nú fer miklu minna fyrir unglingadansleikjum þar en fyrir fáeinum árum, því að aðrir skemmtistaðir „hafa komizt í tízku“ og óvíst hvenær röðin kem- ur aftur að Grindavík í því efni. „Utanbæjarmenn" á hverju strái íbúar Grindavíkurbæjar eru nú á 19. hundrað. Að sögn þeirra Haf- steins og Hallgríms hafa miklar breytingar orðið á hópum síðustu árin vegna mikils aðflutnings fólks. Þó bæjarfélagið sé í sjálfu sér ekki stórt er fjarri lagi að allir þekki alla. Eins og Hafsteinn sagði er það al- gengt viðkvæði hjá Grindvíking- um, þegar þeir eru spurðir um ná- granna sína: „Þetta eru utanbæj- armenn, ég þekki þá því miður ekki.“ 61

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.