Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1985, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.05.1985, Blaðsíða 38
Hagnaðurinn 1984 132,2 milljónir — Hver var hagnaöur fyrir- tækisins á siöasta ári og hvert varö tapið árin á undan? „Hagn- aður ársins 1984 var 132,2 mill- jónir króna, en veltan var um 1200 milljónir króna og varö þvi hagnaðurinn liölega 10% af veltu fyrirtækisins sem er mjög gott. Uppreiknað tap fyrirtækisins til ársloka 1984 nemur hins vegar um 1.300 milljónum króna og er þá talinn til frádráttar hagnaöur siðasta árs. Öll lán verksmiöj- unnar eru föst lán sem greiðast niöur meö venjulegum hætti. Viö höfum greitt niöur talsvert af lán- um og í lok þessa áratugar veröur meginhluti lánanna greiddur, þótt þeim Ijúki ekki aö fullu fyrr en áriö 1995,“ sagöi Jón. Töpuðu 10 milljónum dollara á sex vikum „Áriö 1982 töpuöum við miklu fé vegna gengisþreytinga. Gan- vart bönkunum vorum viö meö reikninga fyrirtækisins i norskum krónum en mikið af lánum i Bandaríkjadollurum. Á 6 vikna timabili áriö 1982 töpuðum viö 10 milljónum Bandarikjadala, en þaö stafaði af gengisfalli norsku krónunnar ásamt miklu risi doll- arans. Á þessu timaþili töpuöum viö sem næst öllu eigin fé fyrir- tækisins mælt á norska reikn- ingnum, svo aö fyrirtækið var aö veröa eiginfjárlaust á þann mæli- kvaröa. í kjölfar þessara atvika kom upp sú hugmynd hjá Elkem aö leita aö nýjum aöila sem gæti styrkt fyrirtækið fjárhagslega ásamt því aö styrkja markaðs- stööu þess. Var litið til Japan í þessu skyni, en þar eru þrjár stórar samsteypur sem komu til greina i þessu tilliti. Hluti af einni þessara samsteypa er Sumitomo Corporation og taldist þaö fyrir- tæki koma helst til greina. Náö- ust samningar viö fyrirtækiö sem keypti 15% hlut i verksmiöjunni af Elkem. Eftir fjárhagslega end- urskipulagningu, sem þarna fór fram var hlutafé fyrirtækisins 660 milljónir króna. Ný kostar svona verksmiöja um 700 milljónir norskra króna sem eru um 3,3 milljarðar islenskra króna. Eignir verksmiöjunnar voru bókfæröar á um 2,3 milljarða í árslok 1984, þar af verksmiöjan sjálf á 1,8 milljarða, en heildarskuldir fyrir- tækisins eru um 1.500 milljónir króna,“ sagöi Jón. Lítill vöxtur í greininni — Hvaö er framundan hjá Is- lenska járnblendifélaginu? „Viö erum á markaöi sem er farinn að tregöast og litill vöxtur er í. Á timabilinu frá þvi eftir striö og fram yfir 1970 jókst stálfram- leiösla og þar meö markaður fyrir kísiljárn jafnt og þétt um þvi sem næst 4% á ári. Hvort sem þaö var oliukreppan sem olli eöa eitthvaö annað, en þá gerðist þaö í kjölfar hannar og allra þeirra þrenginga sem hún leiddi af sér, aö hagur stálframleiöslunnar fór versn- andi. Nú er gert ráö fyrir aukningu á þessi sviöi sem nemur 1,5-2%. Ég held aö þaö sé Ijóst aö þessi iðnaður sem viö erum i hér veröi aldrei vaxtariðnaður og ég tel aö margir sem eru nú i þessu veröi aö gefast upp, enda þótt stál veröi alltaf framleitt i miklu magni og veröi ekki fremleitt nema meö kisiljárni. Ég get nefnt aö i Japan er búiö aö loka því sem svarar fimm svona verksmiðjum, á til- tölulega skömmum tima, en framleiöslugeta þessarar verk- smiöju er nær 60 þúsund tonn á ári. Þaö er ekki nema ein verk- smiöja i heiminum sem er stærri en þessi, en nokkrar eru til sem eru ámóta stórar. Eins og ég nefndi, þá er ekki mikill vaxtarbroddur i þessum iönaöi, en hins vegar getur þessi verksmiðja innan tiðar oröið mik- ilvægur bakhjarl aö nýiðnaði. Leita að hugmyndum um fjárfestingar Þaö er Ijóst aö næstu 3-4 árin veröum viö ekki til stórræðanna, enda margt bendir til þess aö sala veröi fremur treg á þessum markaöi fyrst um sinn. Þegar þessu timabili sleppir veröur verulega gengiö á skuldir fyrir- tækisins og eiginfjárstaða þess veröur traustari. Þannig ætti aö vera unnt aö sjá verulegan hagn- aö fyrirtækisins í næstu upp- sveiflu á markaöinum og ætlum viö aö búa okkur undir aö svo verði. Nú erum viö aö safna að okkur hugmyndum um skynsam- legar fjárfestingar sem viö getum veitt fé til þegar viö höfum til þess burði. Eitt litiö dæmi um þaö eru laxeldistilraunirnar sem viö erum aö gera hér á svæöinu. Einnig erum viö aö skoöa hvaö viö get- um gert til aö nýta kisilryk og kvartssalla sem til fellur viö þessa framleiðslu. Þá könnum viö hvernig viö getum nýtt þann varma sem framleiðslan skilar en nýtir ekki. Þessi atriði og mörg fleiri erum viö aö ihuga. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.