Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1985, Page 14

Frjáls verslun - 01.08.1985, Page 14
Áöur en þeirri spurningu er svarað er rétt aö líta á atvinnu- leysistölur frá Vinnumiölunar- skrifstofu Akureyrar sem Hauk- ur Torfason, forstööumaöur lét blaöinu i té. Rétt er aö vekja at- hygli á að tölurnar eru miðaðar viö siöasta dag hvers mánaðar. Samtals eru atvinnuleysis- dagar (brúttó) 22093 talsins þessa fyrstu níu mánuöi 1985 en til samanburðar má nefna aö á sama timabili 1984 voru þeir 35850 talsins. Allt árið i fyrra voru atvinnuleysisdagar á Akur- eyri 42851, þannig að Ijóst má vera aö atvinnuástand i ár hefur veriö mun betra en á siðasta ári og mikið má út af bera til þess aö atvinnuleysisdagar i ár veröi eitthvað í likingu viö þaö sem geröist þegar rikti árstiöabundiö atvinnuleysi — Þaö má segja aö nú sé nánast ekkert atvinnuleysi á Akureyri. Þaö er Ijóst að þaö veröa alltaf einhverjir á atvinnu- leysisskrá og ég held aö þaö sé ákaflega erfitt aö ná betri árangri en var hér i lok septemb- er, segir Haukur Torfason, for- stöðumaður Vinnumiölunarskrif- stofu Akureyrar í samtali viö Frjálsa verslun. Þaö vekur athygli aö atvinnu- leysisdagar í mars sl. eru rúm- lega fimm þúsund talsins eöa um helmingi fleiri en i mánuðin- um á undan, þó atvinnulausum á skrá hafi fækkaö á sama tima úr 145 i 116, en skýringuna á þessu segir Haukur þá aö fisk- verkunarfólk hafi komiö í stórum stil inn á skrá vegna vinnudeilu. Eins og annars staðar er at- vinnuleysi nokkuö árstíðabundið á Akureyri hjá ýmsum stéttum manna. Samkvæmt upplýsing- um Hauks koma t.a.m. vörubíl- stjórar inn á atvinnuleysisskrá i október-nóvember og oft eru u.þ.b. 20 vörubilstjórar aö meira eöa minna leyti atvinnulausir fram eftir vori og stundum allt fram i júní. Yfir sumarmánuöina koma ræstingakonur á skrá eftir aö sumarleyfum þeirra lýkur og þiggja atvinnuleysisbætur fram í SOLARSALU’R lok ágúst eöa september allt eft- ir þvi hvenær skólarnir byrja. Annars er atvinnuleysi ekki áberandi eftir stéttum, utan hvaö Haukur nefnir aö iðnaðarmenn hafi átt erfitt meö aö verða sér úti um vinnu i bænum. Þaö vandamál leystu flestir meö þvi aö flytja á brott eöa einfaldlega „sækja vinnu suöur“ og koma heim um helgar. RKST.M R t.Vf Geislagötu14 Akureyri Simi 22770,22970 hæð Hentugur salur fyrir smærri og stærri veislurog fundarhöld. 2. hæð Stórglæsilegur skemmtistaður. Opinn um helgar frá kl. 19.00. Lifandi dinner- og danstónlist (ásamt Discotekí) Ljúffengir réttir á matseðlinum. Ný veítingastofa i enskum biórstofustil Opmn daglega frá kl. 12.00-14.30 og kl. 18.00-01.00. Föstudaga og laugard til kl. 03.00 e.m. Odýrir tilboðsréttir ásamt fjölda rétta á smáréttamatseðli. Uppakomur alla daga 14

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.