Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1985, Side 28

Frjáls verslun - 01.08.1985, Side 28
ár. Þaö er alveg Ijóst aö hér hef- ur vantað gistirými og þrátt fyrir lélegt sumar vorum viö hér meö fleiri gistinætur en í fyrrasumar, þó sjálf nýtingin hafi veriö lélegri. Skýringin á þvi er að viö tókum 12 ný herbergi i notkun, niu tveggja manna, tvö eins manns og eina svitu. Þaö er samt spurning hvaö þessi fyrirhugaöa aukning leiðir af sér. Þaö má vel vera aö þetta veröi ágætt yfir sumarið, en hvaö meö hina mán- uöina? Viö erum bjartsýnir hér á Hótel KEA, annars heföi ekki veriö ráöist i þessa stækkun. Hóteliö verður stækkaö úr 28 herbergj- um í 51 og viö þaö eykst fram- boðið úr 55 rúmum i 92, þegar hótelið verður fullbúiö næsta vor. Veturnir hafa alltaf veriö góöir hjá okkur og þegar þaö er haft í huga aö lítið hefur veriö auglýst upp hvaö i boöi er, þurfum viö sennilega engu aö kvíöa. Skiln- ingur ráöamanna hér i bæ er aö aukast. Augu manna fyrir mögu- leikunum eru aö opnast og ef rétt verður haldiö á málum, er ótvirætt hægt aö gera hér góöa hluti. Guðmundur Sigurðsson verslunarmaður sem hyggst byggja Hótel Goðafoss — Hótel Goöafoss eöa rétt- ara sagt áform um aö byggja þaö, standa nú á krossgötum. Upphaflega var ráö fyrir þvi gert aö byggð yröu 32 tveggja manna herbergi en nú bendir allt til þess aö hóteliö veröi byggt á öörum staö og herbergin veröi um 50 talsins með gistingu fyrir 100 manns. Undirbúningur að þess- ari hótelbyggingu er búinn aö eiga sér langan aödraganda en ég stefni á mjög stuttan bygg- ingartíma. Framkvæmdir eiga aö hefjast næsta vor og hótelið veröur væntanlega fullbyggt á 15 til 18 mánuöum. Þetta verður mjög vel búiö hótel enda er ég þeirrar skoðunar aö bestu hótel- in fyllist fyrst en þau lakari taki viö afganginum. Ég er ekki hræddur um aö ég sé aö færast of mikið i fang. Ég hef skoðað þessi mál náiö og þó sumarið I sumar hafi verið botn- sumar þá dregur þaö ekki úr mér kjarkinn. Þetta er atvinnugrein sem á mikla framtiö fyrir sér og þegar hér veröa risin hótel á al- þjóölegan mælikvaröa, opnast hér ýmsir möguleikar sem ekki eru fyrir hendi i dag. Þar á ég viö ráðstefnuhald og ýmislegt ann- aö. Ég minni á í þessu sambandi máltækið „vegir skapa vegfar- endur" og þaö held ég aö verði raunin þegar Hótel Goðafoss verður risiö. Ég get ekki kvartaö yfir bæjar- yfirvöldum. Ég hef fengiö alla þá fyrirgreiðslu sem ég hef beöiö um og bæjaryfirvöld hafa veitt mér mikinn stuöning. Þaö er vilji fyrir því aö byggja Akureyri upp sem feröamannabæ og í þvi sambandi má nefna aö nú þegar Iþróttahöllin er risin, mun hug- myndin vera sú aö snúa sér aö skiðasvæðinu i Hlíðarfjalli. Arnfinnur Arnfinnsson hótelstjóri á Hótel Varðborg — Ég held aö Reykvíkingar ættu aö hætta skrifum um hótel- skort á Akureyri og lita í eigin barm. Þaö er Reykjavík sem stoppar feröamannastraum frá útlöndum vegna skorts á hótel- rými. Tengiflug frá Keflavikur- flugvelli til Akureyrar er því þrýnt og gæti bætt mikið. Viö á Varöborg erum með 26 herbergi meö samtals 54 rúm- um. Nýtingin hefur veriö sæmi- leg þó þaö þýöi auðvitaö ekkert aö nota sumariö i sumar sem viömiöun. Ég vil þó nefna aö júlí var með afbrigðum lélegur og ég þekki ekki annað eins og þó hef ég starfað viö þetta i 20 ár. Nýt- ingin i júli var um 35-40 prósent. Framboðið á hótelrými hér á Akureyri er nægilegt aö mínu viti en annars virðist sem svo aö hótel séu orðin hér aukaatriöi. Nei, ég á ekki viö gistiheimilin, þvi þau hafa engin áhrif til eöa frá. Þaö sem ég á viö er aö ýmis félagasamtök á Suðurlandi, þar á meðal verkalýðsfélög eiga hér á milli 30 og 40 ibúðir sem þau leigja út til félagsmanna. Þetta eru okkar gömlu viöskiptavinir og ég sé ekki annað en þaö stefni allt i aö breyta Akureyri i alls herjar orlofsbúöir fyrir Sunn- lendinga. FRAMLEIÐUM Auglýsingaskilti úr plasti. Plast í mörgum litum og þykktum. Plast undir skrifborðsstóla. Sérsmíðum alls konar plasthluti. Sjáum um viðgerðir og viðhald á Ijósaskiltum. Tvöfalt plast í sólskýli og gróðurhús.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.