Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1990, Page 5

Frjáls verslun - 01.02.1990, Page 5
RITSTJÓRNARGREIN MENN SEM KUNNA Fyrir skömmu átti ritstjóri Frjálsrar verslunar þess kost að heimsækja höfuðstöðvar SAS í Stokkhólmi og ræða við aðalstjórnendur fyrirtækisins. Umfjöllun um fyrirtækið birtist í þessu blaði. Saga SAS síðustu tíu árin er ákaflega uppörvandi fyrir þá sem áhuga hafa á að heyra um það sem vel er gert og vel tekst í viðskiptum. Þegar Jan Carlzon forstjóri SAS tók við fyrirtækinu í byrjun níunda áratugarins átti það við margháttuð vandamál að stríða, viðvarandi taprekstur, slæman starfsanda og hnignandi yfirbragð gagnvart við- skiptavinunum sem m.a. lýsti sér í mikilli óstundvísi. Jan Carlzon tókst að snúa vörn í stórsókn. Fyrirtækið byrjaði að skila hagnaði og hefur gert það síðan þannig að nú er það orðið gífurlega öflugt og hefur til að bera þann styrk sem þarf til að sækja fram á alþjóðamarkaði af myndarskap og ná árangri. Starfsfólki SAS hefur verið veitt aukin ábyrgð og megináhersla hefur verið lögð á að ná upp góðum starfsanda. Síðast en ekki síst má nefna að fyrirtækið hefur komið sér fyrir í fremstu röð flugfélaga í heiminum varðandi gæði þjónustunnar og nýjungar sem viðskiptavinir kunna að meta. Framundan er gífurleg samkeppni í flugrekstri og for- ráðamenn flugfélaga gera sér ljóst að leita þarf nýrra leiða til að halda velli. Þess vegna er efnt til samstarfs og tengsla milli flugfélaga sem ekki tíðkuðust áður. Við spurðum forstjóra SAS um viðhorf hans til samstarfs við Flugleiðir hf. og hver sé stefna SAS á íslandsmarkaði. Við leituðum einnig til Sigurðar Helgasonar forstjóra Flug- leiða hf. og fengum viðhorf hans til samstarfs við erlend flugfélög í framtíðinni. Af svörum Sigurðar má ráða að Flugleiðir hf. eru opnir fyrir samstarfi við erlend flugfélög og gera sér ljóst að lítið flugfélag fær ekki staðist í fram- tíðinni án samstarfs við aðra. RÖDD ÞJOÐARINNAR Valþór Hlöðversson ritstjórnarfulltrúi Frjálsrar versl- unar fjallar að þessu sinni um það hvort íslenskir fjölmiðl- ar séu vanda sínum vaxnir og þær breytingar sem orðið hafa í vinnubrögðum og viðhorfum fjölmiðlafólks á undan- förnum árum. Valþór hefur tíu ára blaðamannsreynslu að baki og hefur á þeim tíma upplifað miklar breytingar á þessum vettvangi. í þessu sambandi kemur mér í hug hvernig fjölmiðlar hafa á seinni árum tekið upp nýjar aðferðir til að auðvelda almenningi að koma viðhorfum sínum á framfæri. Skiptar skoðanir eru um þessa framvindu. Sumir telja hana til blessunar en aðrir halda því fram að þessar boðleiðir séu misnotaður og séu komnar út í öfgar. Er e.t.v. alltaf sama fólkið á ferð í þjóðarsálinni, fréttaskotinu, símanum sem aldrei sefur, Reykjavík síðdegis, Velvakanda og öðrum lesendabréfum? Er þessi farvegur misnotaður til að koma höggi á andstæðingana eða er hér um þakkarvert framtak að ræða til að veita fólki útrás fyrir persónulegan vanda sem ella kynni að safnast upp og taka á sig hinar ólíkleg- ustu myndir? Ekki verður reynt að svara því hér. En sá grunur læðist að undirrituðum að í þessu samhengi sé Ragnar Reykás hin eina sanna rödd þjóðarinnar. Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon — RITSTJ ÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300, Auglýsingasími 31661 - RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 685380 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.280 kr. (380 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 469 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar — LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.