Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1990, Síða 45

Frjáls verslun - 01.02.1990, Síða 45
Hewlett-Packard hefur hafið þróun EISA-kerfisins og hyggur á mikla út- breiðslu þess. nokkuð sé fullyrt um getu þeirra eða gæði. HP Vectra með 487-gjörva er um 30% hraðvirkari en hraðvirkustu 33 megariða tölvur með 386-gjörva en 486 gjörvinn er sá hraðvirkasti um þessar mundir. Tölvan mun einna helst höfða til þeirra sem nota viða- meiri hönnunar- og teiknikerfi (CAD) og geta jafnframt notað hana sem miðlara (server) í nærneti. Vectra er með 25 megariða 32 bita gjörva af gerðinni Intel i486 og í grunnútfærsl- unni er vinnsluminnið 2 megabæti sem auka má í 64 megabæti með einu viðbótarspjaldi. Á móðurborðinu eru 8 stungutengi fyrir 16 eða 32 bita EISA eða ISA eftirbúnað. Hægt er að tengja allt að 4 disklingadrif við tölv- una og tvo innbyggða harða diska. VGA skjákort með leysni upp á 640x480 doppur skilar grafíkinni á 14 tommu skjáinn með 16 grunnlitum. Aðrir skjáhættir eru fáanlegir og aðr- ar gerðir skjáa. I framhaldi má nefna að IBM hóf sölu á tölvum með i486 gjörva þegar í október á síðasta ári, IBM PS/2 Model 70-121 og býður notendum 386 PS/2 tölva að skipta yfir í i486 úr 25 megariða 386 gjörva en með því móti má auka aðgerðahraða PS/2 tölvanna um 70-120%. „Tölvu-Atlas“ Bandaríska forritið „PC Globe“ (PCG), útgáfa 3.0 er komið á markað- inn hérlendis. Forritið er eins konar landfræðilegur gagnabanki sem inni- heldur auk landakorta, sem birtast á skjánum, margvíslegar upplýsingar um efnahags-, atvinnu,- og félagsmál þjóða. Þessar upplýsingar eru settar fram á skjá með myndmáli (grafík), tölum og hnitmiðuðum texta (á ensku). Með þessu forriti er hægt að nota hraðvirkni PC tölvunnar til að kynna sér það helsta um lönd og lýði á mjög virkan og auðveldan hátt. For- ritið gengur á PC og PS2 tölvur með CGA, EGA, VGA og Hercules skjá- kortum. Því er stjómað með hnappa- borði eða mús með hjálp draglista á skjá. Kerfið fæst á 5,25 og 3,5 tommu disklingum og seljandinn er Islensk- Thailenska sf. (sími 626002, fax 624577). Hvaða gagn er að svona forriti? í fyrsta lagi má hafa af því ómælda ánægju, sitja við tölvuna og ferðast á skjánum, kynnast hinum ýmsu lönd- um og því lífi sem þar er lifað. í öðm lagi er hér um mjög áhrifaríka aðferð að ræða til að læra landafræði. í þriðja lagi má nefna gildi þessa forrits fyrir kaupsýslumenn og opinbera aðila vegna gagnasafnsins sem það inni- heldur. Þessir aðilar geta kynnt sér landafræði viðskiptalanda, efnahags-, atvinnu- og menningarmál í þeim löndum og jafnframt fengið á skjáinn myndrit sem sýna samanburð hinna ýmsu hagtalna sem notaðar eru við markaðsleit, greiningu kaupmáttar og skipulag markaðssóknar, ekki síst fyrir fólk sem starfar að ferðamálum. í fjórða lagi er PCG forritið skemmti- legt tæki fyrir þá sem hafa gaman af og geta leyft sér þann munað að ferð- ast um erlendis. Sem dæmi um eiginleika þessa for- vitnilega forrits (ég hef skoðað sýn- ingareintak) má nefna að með því er hægt að skoða kort af heiminum, álf- um og löndum með helstu borgum og einkenna fjölþjóðasamtök (EFTA/ EBE/NATO/COMECON o.fl.) Landakort má fá á skjáinn lagskipt eftir hæðarkóðum, með stöðuvötn- um einkenndum, ám, fjöllum og sér- stökum fyrirbærum svo sem náttúru- undrum, þjóðgörðum o.fl. í gagnabankanum er m.a. að finna íbúafjölda, aldursskiptingu, kynþátta- skiptingu, trúarbrögð, heilbrigði, hagvöxt, vöruskiptajöfnuð, skiptingu eftir stjórnmálaflokkum, nöfn stjóm- málaleiðtoga, svæðisnúmer síma, telex og FM-stöðvar svo nokkuð sé nefnt. Forritið sýnir tíma á hverjum stað og samanburð við staðartíma. Það sýnir gjaldmiðla og samanburð með umreiknun, sýnir mælieiningar hvers lands og umreiknar þær sé þess ósk- að, sýnir vegalengdir, m.a. frá einum stað til annars og áttavitastefnur. Það skiptir óneitanlega miklu máli að gögn og sumar myndir úr PC 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.