Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1990, Side 46

Frjáls verslun - 01.02.1990, Side 46
TOLVUR Globe má flytja yfir í önnur þekkt kerfi, svo sem Ventura, WordPer- fect, Lotus 1-2-3 og fleiri. ATHYGLISVERÐ VERÐÞRÓUN A sama tíma og Amstrad hefur átt í erfiðleikum vegna galla, sem fram hafa komið í nýrri gerðum PC tölva (með 386 gjörva), er lífleg sala í PC512 sem átt hefur stóran þátt í því að 4. hver PC tölva, sem seld var í Evrópu á síðasta ári, mun hafa verið frá Amstrad sem bresk dagblöð segja að sé stærsti seljandi PC tölva í Evrópu. Hjá Tölvulandi kostar Amstrad PC512 kr. 96.000. Tölvan er með 8 megariða gjörva (8086), 512 kb vinnsluminni sem má stækka í 640 kb með því að bæta við kubbum á móð- urborðinu, raunklukku, mús, hlið- og raðportum, port fyrir stýripinna, tvö 5,25 tommu disklingadrif, CGA lit- skjá og hátalara með styrkstilli. Þrátt fyrir allan þennan aukabúnað eru 3 stungutengi ónotuð á móðurborðinu. Það, sem vekur sérstaka athygli og speglar ef til vill verðþróunina sem hefur átt sér stað varðandi PC tölvur, er hugbúnaðurinn sem fylgir tölvunni og er innifalinn í verðinu. Fyrir hann hefði þurft að greiða tugþúsundir króna fyrir fáum árum síðan. Auk stýrikerfisins (DOS 3.2 og DOS Plus) fylgir sk. GEM-grunnur, þ.e. stýri- forrit fyrir skjástýrikerfið GEM frá Digital Research en með því verða allar skipanir myndrænar og hægt að stjóma vinnslu tölvunnar með mús á sama hátt og gert er á Macintosh. Auk grunnsins fylgir tölvunni GEM teikniforrit og BASIC 2 forritunarmál sem stjórnað er með mús. Þessu til viðbótar fylgir tölvunni sérstakur pakki, samstæða sem nefnist „Abili- ty“, en það er ritvinnsla, reikniforrit, knuritakerfi, töflureiknir, gagna- grunnur og samskiptaforrit til að stýra símamótaldi.En það er ekki allt búið enn. f verðinu er einnig innifalið bókhaldskerfið „Heimiliskom" sem er fjárhags- og viðskiptamannabók- hald og 4 leikir fylgja með í kaupbæti. Nú er von að spurt sé: Hvemig er þetta hægt? Þessi GEM-grunnur, sem fylgir með, þýðir að notandinn getur keypt hvaða GEM-notendaforrit sem er og notað fullum fetum en þeim fylgja handbækur á íslensku. Sem dæmi um GEM-forrit má nefna „Graph“ en með því er auðvelt að breyta tölum í þrívíð gröf í lit, „Diary“ sem er sk. dagskrárkerfi með dagatali, dagbók, vekjara og spjaldskrá, „Word Chart“ fyrir myndræna framsetningu á upp- lýsingum t.d. við gerð bæklinga, „Write“ sem er ritvinnslukerfi auk ýmissa mismunandi teikniforrita. Loksins er það fáanlegt tollaforrit fyrir Macintosh® tölvuna. MacTollur gengur á Macintosh 512Ke, Plus, SE, og II. Verð aðeins 29.000 staðgreitt með Vsk. „Demo“ útgáfa fáanleg. Makkinn S: 985-32042 • Fax: 91-678718 Macinlosh er skrásetl vörumerki Apple Computcr Inc. ft 46

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.