Fregnir - 01.12.1991, Side 7

Fregnir - 01.12.1991, Side 7
-7- Þátttakendur í vlnnuhópi verkefnisins eru: Forskningsbibliotekernes EDB-kontor í Danmörku (ALBA- kerfið), Forskningsbibliotekens ADB-kontor í Finnlandi (VTLS- kerfið), Þjóðarbókhlöðusöfnin (áheyrnarfulltrúi), Universitetsbiblioteket i Oslo (UBO:BOK eða TRIP kerfið) BIBSYS i Þrándheimi (BIBSYS II kerfið), Riksbibliotektjenesten í Noregi, Statens bibliotek- og informasjonshögskole, BRODD i Osló og Kungliga biblioteket, LIBRIS í Svíþjóð. Ekki hefur verið ákveðið ennþá hvernig eða hvaða kerfi verða tengd, en trúlega verður innsetning SR-samskiptareglna gerð með hjálp ISODE (ISODE = ISO Development Environment) búnaðaðarins. Vinnuhópurinn mun fylgjast náið með líkum verkefnum í Evrópu og Ameríku. Svo sem ION verkefninu i Evrópu, LSP verkefninu í Bandaríkjunum og þýsku verkefni um SR sem er að hefjast, einnig z39.50 Implementors' Group (þ.e. bandaríska SR útgáfan). Einnig mun verða haldið sambandi við ISO, EWOS og IFOBS (EWOS = European Workshop for Open Systems: IFOBS = International Forum for Open Bibliographic Systems). Verkefnið hófst 28.okt. 1991 og áætluð lok eru 1. sept. 1993. Heildarkostnaður er áætlaður 3.367.000 norskar kr. Reykjavík, 21.11.1991 Andrea Jóhannsdóttir MÁLÞING UM FÉLAGSMÁLIN í ráði er að halda málþing um félagsmái bókavarða í lok janúar á næsta ári. Eins og flestir vita sem starfa að félagsmálum stéttarinnar hefur oft rejmst erfitt að manna hinar ýmsu nefndir og stjórnir. Hinn almenni bókavörður kvartar stundum yfir því að litið sé fyrir hann gert og aðrir kvarta yfir áhugaleysi félaganna. Það er áhyggjuefni að þátttaka ófaglærðra í nefndarstörfum virðist stöðugt minnka. Undirbúningur málþingsins er enn á frumstigi en Félag bókasafnsfræðinga, Bókavarðafélag íslands og aðildarfélög þess, (Skólavarðan, Félag almenningsbókavarða og Félag bókavarða í rannsóknarbókasöfnum), munu hvert eiga einn fulltrúa í undirbúningsnefnd. Við eigum von á líflegu þingi og verða teknar til umræðu róttækar spurningar um félagsmálin. Eiga þau að vera óbreytt? Eigum við að leggja einhver félög niður? Þessum spurningum og öðrum verður velt upp og vonandi svarað á málþinginu. Allar tillögur og huginyndir að erindum og flutningsmönnum eru vel þegnar. Hafið samband við Rósu Jónsdóttur í síma 622750. Stjóm Félags bókasafnsfræðinga.

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.