Fregnir - 01.12.1991, Side 8
-8-
FRÁ FÉLAGI ALMENNINGSBÓKAVARÐA
Félag almenningsbókavarða gekkst fyrir 4 tíma námskeiði um
íslenskar fornbókmenntir og rit sem tengjast þeim. Námskeiðið var
haldið í Gerðubergi laugardaginn 16. nóvember s.l. Þátttakendur voru
47. Fyrirlesari var Heimir Pálsson, cand. mag.
Markmiðið með námskeiðinu var að skyggnast smástund inn í
heim islenskra fornbókmennta og ekki síst gera okkur grein fyrir
upplýsingaþörf lánþega á þessu sviði.
Heimir Pálsson útbjó 11 blaðsíðna heimildaskrá (ekkl tæmandi)
ásamt umsögnum um bækur og tímarit, sem fjalla um íslenskar
fornbókmenntir.
Gott væri að stefna að því að auka við listann. Ef einhver hefur
áhuga á að gera tæmandi lista í samvinnu við Heimi eða annan
fagmann á þessu sviði er félagið til viðræðu um þátttöku í því verki.
Hafi einhver félagi í Bókavarðafélagi íslands áhuga á að fá þennan
lista er um að gera að snúa sér til einhvers úr stjórninni, annað hvort
símleiðis eða bréflega. Ritari félagsins er Sigriður Nikulásdóttir, s.
91-79122. Hún er í Borgarbókasafninu, Gerðubergi. Utanáskriftin
er:
Félag almenningsbókavarða,
Pósthólf 305,
200 Kópavogi.
Stjómin mun þá senda viðkomandi listann um hæl.
Stjórn Félags almenningsbókavarða sendir öllum óskir um
GLEÐILEG JÓL
F. h. stjómar
Anna Sigríður Einarsdóttir, formaður.
ÍSLENSKUR STAÐALL UM GERÐ EFNISORÐASKRÁA
Um þessar mundir er að koma út hjá Staðlaráði íslands (STRI)
íslenskur staðall (IST 90) er nefnist : Heimildaskráning -
leiðbeiningar um gerð og þróun kerfisbundinna efnisorðaskráa á einu
tungumáli = Documentation - Guidelines for the establishment and
development of monolingual thesauri.
Staðallinn byggir á alþjóðlega staðlinum ISO 2788 og var hann
þýddur a vegum flokkunarnefndar. Nefndina skipa: Guðrún
Karlsdóttir (form.), Háskólabókasafni, Nanna Bjarnadóttir,
Landsbókasafni, Sigurður Vigfússon, Borgarbókasafni og Þórdís T.
Þórarinsdóttir. Bókasafni Menntaskólans við Sund.
Staðallinn er fáanlegur hjá Staðlaráði íslands, Iðntæknistofnun
íslands, ennfremur hjá Bóksölu stúdenta og Þjónustumiðstöð
bókasafna. Með virðisaukaskatti mun hann kosta um 2.500 krónur.
Flokkunamefnd vínnur nú að íslenskun staðalsins ISO 5963 :
Documentation - Methods for examining documents, determining
their subjects, and selecting indexing terms. Verður hann einnig
gefinn út af STRI sem íslenskur staðall (IST).
GK.