Fregnir - 01.12.1991, Page 9

Fregnir - 01.12.1991, Page 9
-9- 2. NORDISK JURIDISK BIBLIOTEKSM0DE Undirritaður fékk styrk úr utanfararsjóði BVFÍ til að taka þátt í 2. ráðstefnu norrænna lagabókasafna, sem haldin var í Kaupmannahöfn 13.-14. júní s.l. á vegum Det Kongelige Bibliotek (KB) og bókasafns danska þingsins (FBO). Hér með eru færðar þakkir íyrir. Ráðstefnan var i raun námskeið um Evrópubandalagið, stofnanir þess og upplýsingamál. Námskeiðið var þríþætt. Fyrsti þáttur fólst í íyrirlestrum um ýmsa þætti i starfsemi EB og þá einkum tengsl Danmerkur við bandalagið. Er það býsna yfirgripsmikið efni, sem ekki verður gerð grein fyrir hér. Þátttakendurnir (aðrir en þeir dönsku) kvörtuðu sín á milli um það, hversu hratt og óskýrt flestir íyrirlesaramir töluðu, og mun það vera umkvörtunarefni á mörgum ráðstefnum. Þetta hefur sennilega ekki komið að sök, því þátttakendur hafa væntanlega lesið flest það sem fyrirlesararnir höfðu fram að færa. (Gildi slíkra námskeiða liggur ekki í því að þátttakendur heyri nýmæli frá fyrirlesurum, heldur því að þeir kynni sér viðfangsefnin fyrir og eftir námskeið.) Annar þáttur námskeiðsins var kynning á upplýsingaþjónustu um EB í Danmörku. Nokkur stærstu bókasöfnin eru gagnamiðstöðvar ("ansvars biblioteker") fyrir EB-málefni. Þá rekur framkvæmdastjórn bandalagsins upplýsingamiðstöð í Kaupmannahöfn, sem er opin alemenningi, en fær auk þess fjölmargar fyrirspurnir símleiðis og í pósti. (í Osló og Stokkhólmi eru útibú frá upplýsingamiðstöðinni. Þá kom fram í fyrirlestri að til stæði að opna útibú i Helsinki nú I haust.) Þriðji þáttur námskeiðsins var kynning á gagnagrunnum um EB, og skiptu þátttakendur sér á milli KB og FBO. í boði er beínn aðgangur að 8 gagnagrunnum. Þar af eru 2 á dönsku: danska utanríkisráðuneytið hefur komið öðrum þeirra á laggirnar, en hinn er verk upplýsingamiðstöðvar framkvæmdastjórnarinnar í Höfn. Af hinum 6 eru 5 á vegum EB, en 1 er starfræktur af alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtæki. Undirritaður var i KB, en starfsfólkinu þar tókst misjafnlega að komast í samband vegna ónógrar kunnáttu. Ekki má gleyma ýmsum gögnum, sem dreift var á námskeiðinu. Þar á meðal var skrá um útgáfu á vegum EB (Oversigt over officielle publikationer/Lene Knudsen), sem KB gaf út. Segir i formála að ráðstefnan hafl orðið til þess að ýta útgáfunni af stað. Þá má geta rits sem danska þingbókasafnið gaf út í vor: Folketinget, regeringen, EF : Folketingets kontrol med regeringen i EF-beslutningsprocessen. Það vísar í umræður í danska þinginu um þátt þess í ákvörðunum ríkisstjórnarinnar um EB- málefni. Viggó Gíslason.

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.