Fregnir - 01.12.1991, Page 11

Fregnir - 01.12.1991, Page 11
11- í fjórða þema var komið að sjónarhóli notenda og komu fyrirlesarar úr þremur áttum: Donner Institut i Finnlandi, CTI, Centre for Textual Studies í Oxford, Englandi og frá íslandi. Gísli Ágúst Gunnlaugsson reifaði ástandið eins og það kemur fyrir sjónir sagnfræðings sem starfar hér á landi. Hann er í hópi þeirra fræðimanna sem hafa tileinkað sér nýjustu tækni í upplýsingaöílun og var gerður góður rómur að máli hans. Þá var komið að samvinnunni sem var flmmta þemað. Um hana fjölluðu einkum fulltrúar frá skjalasöfnum og var þar m.a. rætt um samræmda skráningar- og flokkunarstaðla vegna tölvuskráningar, tölvunet, tölvupóst og gagnabanka en einnig um samvinnu milli safna og safnategunda, t.d. skjala-, minja- og bókasafna. Loks var komið að sjötta þema sem var um aðgang að gagnabrunnum. Þar var rætt um kröfur notenda, um aðgang að óstyttum textum, um höfundarétt og um hagsmuni útgefenda. Hér fengum við einnig yfirlit yfir norræna gagnabrunna (sbr. Nordic databases = Nordiska databaser 1990. Esbo : NORD, 1990. NORDINFO- publikation ; 17). Þeir reyndust afar fáir á sviði hugvísinda. í almennum umræðum var mjög hvatt til samvinnu. Margar nýjar spurningar vöknuðu m.a. um gildi og varðveislu heimilda t.d í formi fjölmiðla- og tölvugagna og viðhald á tækjakosti sem fylgir. Þarf að geyma allt, hvað er merkilegt, hver ákveður það? Töpum við sögunni ef við hættum að prenta á pappír. Hversu nákvæmlega þarf að skrá og hvernig breytist heimildanotkun hugvísindamanna vegna nýrrar tækni? Sýndist mönnum full þörf á að halda þessari umræðu áfram og stefna að námsstefnu að tveimur árum liðnum. Við veitum fúslega aðgang að gögnum og bæklingum sem við viðuðum að okkur á þessari mjög svo fróðlegu námstefnu. Nanna Bjamadóttir Landsbókasafni Þórhildur Sigurðardóttir Bókasafni Kennaraháskólans FRÉST HEFUR: - að Gunnhildur Manfreðsdóttir sé í framhaldsnámi í Wales - að Sigrún Magnúsdóttir og Anna Torfadóttir séu í fjamámi við sama skóla - að Jón Sævar sé farinn að vinna á Reykjalundi - að búið sé að ráða Pálínu Magnúsdóttur sem yfirbókavörð á Bókasafni Seltjarnamess

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.