Alþýðublaðið - 13.08.1969, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 13.08.1969, Blaðsíða 16
Alþýðu Maðið Afgreiðslusími: 14900 Ritstjómarsímar: 14901, 14902 Auglýsingasími: 14906 Pósthólf 320. Revkiavífc Verð í lausasölu: 10 kr. eintakið Verð í áskrift: 150 kr. á mánuði | Alþjéðaþing 1 hjúkrunarkvenna Á 14. þingí. Alþjóðasam* bands hjúkrunarkvenna, sem haldið var dagana 20.—28. júníp 1969 í Mpntreal í Kanada, vah' danska hjúkrunarkonan Mar-I grethe Kruse kjörin forseti sambandsins fyrir komandi fjög' urra ára tímabil. Alþjóðasamband hjúkrunarar kvenna (nternational Cóuncil) of Nurses) var stofnað árið 1899 og er því 70 ára. Það er elzta alþjóðastéttafélag kvenna og mun einnig vera elzta al- þjóðafélag heilbrigðisstarfs* stettar. ! Aðildarfélög sambandsins voru 63 talsins, en á 14. þing- inu voru 11 félög tekin í sam^ ‘ bandið. Þingið sóttu um 10 þúsund; hjúkrunarkonur, þarr ,af voru 5 frá íslandi. / Danskir sérfræðingar rannsaka þýzka sinnepsgasbombu. Hún er öll sundurryðguð, eins og sjá má. Sjálfvirk símsföð Óhugnanlegur aiburður á Eysfrasalfi: Þýzkt eitur gas kemur upp úr sjónum efiir 24 ára dvöl á hafsbofni □ Sex d.mskir fiskimenn hafa slasazt af völdum eitur gass, sem lekið hefur úr geymum, er sökkt var í Norðursjó á sínum tíma, en atburður þessi hefur vak- ið miltinn ugg manna í S Svbjóð og á Borgu ídarhólmi cg_hafa sumirgestir á þeim slóðum flúið baðstendur. Þetta gas, er hluti af þeim miklu gasbirgðum, sem Þjóð- veijjar- áttu á sínum tíma, en Bretar létu sökkva í Norður- sjóinn í stríðslok. Munu geym arnir hafa ryðgað í sundur í sjópurn og dönsk yfirvöld ótt- ast, nú að verulegur hluti Eystrasalts kunni að mengast af yöldum gassins. Gistihúsaeigendur á Svíþjóð arströnd andspænis Borgund- arhólmi og á eyjum í nágrenn-. inu segja, að mikið hafi verið um afpantanir og sumargestir forðist baðstrendurnar .eins og heitan eldinn, eftir að fregnir um gasið komust á kreik. He’rnaðarsérfræðingar segja að engin leið sé að segja ákveð- ið, hve langt gas geti borizt neð ansjávar, en yfirleitt sé þó tal- ið að efni, sem sökkt sé á dýpra vatni en 200 metrum geti ekki Palle Hansen, annar dönsku sjó- mannanna, sem brenndist á gasnu valdið tjöni, þótt hugsanlegt sé að veiðarfæri gæti dregið þau upp óg þannig skaðað sjómenn. En sérfræðingarnir segja að bað strandagestum stafi að jafnaði 'mun meiri hætta af venjuleg- um úrgangsefnum frá iðnaðar- framleiðslunni. En á Eystrasalti óttast menn nú að mikið magn af fiski kúnni að vera mengað og menn snið- ganga þar nú mikil svæði, sem hingað til hafa verið gjöful fiskimið. Ástæðan er sú að á- höfnin á danska togbátnum Fontana R 16 kom nýlega til hafnar með brunasár af völd- um sinnepsgass. Tveir skipverj ar voru sérlega illa haldnir, en þeir höfðu fengið sárin af því að fara höndum um net og fisk, sem gasið hafði komizt á. Þeir hafa nú verið fluttir á sjúkra- hús í Kaupmannahöfn, en lækn ar segjá að þeir megi búast við langri sjúkrahúslegu. Skipverjar segja að þeir hafi 1 lent í gasinu 14 tímum áður en B þeir komu til hafnar. í sjónum. lítur gasið út eins og dökkurl þykkur vökvi og einn dropi I af honum getur hugsanlega * verið banvænn. Sjómennirnir | segjast hafa gert að aflanum á venjulegan hátt, en nóttina á eftir hafi þeir vaknað við gíf- urlegar kvalir. Gasið, sem þessu velduf, var í eigu Þjóðverja á stríðsárun- I um, en ófriðarþjóðirnar komu sér þá upp miklum birgðum af i eiturgasi, þótt aldrei kæmi til þess að það væri notað í styrj- öldinni. f styrjaldarlok gáfu I Bretar fyrirmæli um að sökkva miklum birgðum af þýzku gasi, | og var valinn staður á Eystra- salti skammt frá Borgundar- hólmi, þar sem dýpið var lið- lega 100 metrar, en það er óvenjumikið dýpi í því hafi. Dönsk yfirvöld álíta, að gasið hafi síðan fæi’zt úr stað og sé nú á miklu grynnra vatni. f stríðslok var tiltölulega al- I gengt að eiturgasi væri sökkt í hafið, meðal annars sökktu | Bretar 17 skipum út af Biskaya. flóa árið 1948, öll fullhlaðin eiturefnum. Úrgangsefnum frá kj arnorkuverum hefur einnig' verið sökkt í hafið, bæði í, Atlantshafið og Kyrrahafið, en j á mun meira dýpi en sinneps- , gasið, sem Bretar komu fyrir í Eystrasalti fyrir 24 árum. Enn liggja yfir 30 þúsund sprengjur og geymar með ýms- um eiturtegundum á botni j Eysti’asalts skammt frá Borg- undarhóhni. Fiskimönnum hef- ur nú verið bannað að veiða á þessum slóðum, en þar hafa verið gjöful fiskimið, og hafa nú vei’ið bornar fram kröfur um skaðabætur vegna missís veiðislóðanna. □ í Ólaiísv'ílk vierðmir iekin i notk'u n n.ý sjlálfvihk símstöð miðvilkudaginn 13. ágúst ld. 16.30. Stöðin er gerð fyrir 200 s'manú.mer og verða 185L notendiur tenigdir vig stöðl.na. Dagrnn eftir eða fiimmituldag- . jinin 1’4. ágúst kl. 16.30 verðrjr einnig ný sjiállfiviilk símst'öð á Hsll ssandi opnuð til atfnota. Er sú stöð gerð fyrir 100 síma númer og v'erða 73 notendur tengdir vig þá atöð. — Svæð- isnúmer þessara stöðva verð- ur 93.. — ; □ Forseti írl!)» -’s hefur í dag sæmit eic tii'1"'1 ’a íslend- inga beiðiu''simet1>i hinna.r ís- lenzku fálkaorðu: <;■ Torfa Hjiartarso'i to'Ií’stjóra, stjörmu s^órriddara, fyrir lembætt .sstörf. Gunmlaug E'ricim, póist- og .sránam'áil asti óna, stórridd- arákrossi, fyrir embættis- störf. Frú Huldu Á. StaSánsdióttir, ■fyrrv. söaólastijióra. stórridd arakrossi. fyrir embættis- störf. \ Ragnar H. Ragr.ar. ákóla- stj óra, stórriddaraikroissi, fyrir störf að tóniistar- n:ir íuim. T'heédór B. Líndal, prólfessor, stórriddáralkro'ssi, fyrir ern.bætt_sstnrf.,—•

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.