Alþýðublaðið - 03.08.1969, Síða 6
MARIE CELESTE
meira undrandi.
„Dei Gratia" tók hiö ytirgefna skip,
„Marie Celeste" í eftirdrag til Gíbraltar,
og ræöismaður Bandaríkjanna þar sendi
eigendum óðar svohljóðandi símskeyti:
„Ameríska seglskipiö ,,Marie Celeste“
frá New York var dregið hingaö til hafnar
af brezka barkskipinu „Dei Gratia." „Mar-
ie Celeste" fannst úti á rúmsjó, yfirgefin,
en óskemmd, og var skipið tekið í vörzlur
sjódómsins sem yfirgefið. Okunnugt um
afdrif skipverja."
Ekki var að sjá neinn vott um ringul
reið eða óvenjulegt ástand í káetu skip-
stjórans. Peningakassi hans var óhreyfður
og allt annað verðmæti, sem honum
heyrði til, var óhreyft með öllu. í káetu
þeirri, sem stýrimennirnir höfðu haft sam
eiginlega, lágu tvö úr á borðinu, og var
ekki sjáanlegt, að hreyft hefði verið við
föggum þeirra á nokkurn hátt.
Þótt furðulegt sé, er sagt, að skips-
skjölin og tímamæli hafi vanrtað. Hins veg-
ar fannst skriðmælir skipsins, og virtist
hann hafa verið notaður síðast 24. nóv-
ember eða tíu dögum áður. Þá heyrðist
klukka tifa í kortaklefanum, eins og ekk-
ert hefði í skorizt, og hvergi sáust merki
þess, að neinn viðbúnaður hefði verið til
að yfirgefa skipið.
Allfurðuleg er sú staðhæfing, sem
reyndar er þó oftast sleppt úr frásögninni
af þessum dularfulla atburði, að „sverð,
sem var í káetu skipstjórans, hafi fundizt
alblóðugt.“ Er fullyrt í frásögn um undur
þessi í Lundúnablaði einu, er út kom
hinn 15. marz 1873, — þremur mánuðum
eftir að skipið fannst. Frásögnin er þar
höfð eftir „Spectator," sem mun hafa birt
hana að minnsta kosti þremur vikum áð-
ur. Er hún á þessa leið:
„FURÐULEGUR ATBURÐUR Á HAFI ÚTI.
Blaðið „Gibraltar Chronicle" segir sögu,
sem hefði getað orðið Edgar Poe eöa
Coleridge verðugt yrkisefni. Brezka skonn
ortan „Dei Gratia" rakst hinn 5. desemb-
er síðastliðinn á amerískt seglskip á 38.
gr. 20‘ n.br. og 17 gr. 15' v.l. Skipstjórinn
fór um borð í skip þetta og varð þess þá
vísari, að skipið hafði verið yfirgefið án
sýnilegra orsaka. Skipið var með öllu ó
skemmt og hafði hvorki lent í stormi né
hrakviðri, svo sem sjá mátti af því, að
flaska með olíu (sic) fannst standandi upp
á endann. Sverð, sem var í káetunni,
fannst roðið blóði; á miðsiglunni voru
blóðblettir og báðir kinnungar skipsins
báru merki bitvopns. Skipstjórinn átti ým-
is konar ósnert verðmæti um borð, og
kona hans og barn þeirra höfðu verið með
skipinu. Þess er ekki getið, hvort bátarnir
voru á sínum stað eður ei, en líklegasta
skýringin er sú, að skipshöfnin eða hluti
hennar hafi myrt skipstjórann, stefnt skfp
inu til Azor-eyja, stungið af í bát eða bát-
um og tekið konuna og barnið með.“
Þessi skýring „Spectators'1 féll gjörsam
lega um sjálfa sig, þegar það kom fram
eftir síðari og fyllri skýrslu, að engan bát
hafði vantað.
Enn er þó ekki allt það upp talið, sem
Boyce skipstjóri uppgötvaði sér til undrun
ar um borð í hinu yfirgefna skipi. Þeir
Adams stýrimaður fundu til dæmis viku-
þvott hásetanna hangandi á snúrum
frammi í skipinu og í hásetaklefanum voru
pönnur með morgunverði þeirra tilbúnum
af eldavélinni. Allar þeirra föggur — jafn
vel pípur þeirra og reyktóbak — lágu þar
í kring.
Við nánari athugun fundust, eins og
„Spectator" skýrði frá, grunsamleg merki
á kinnungum skipsins. Þeim hefur þó ver
ið lýst með tvennum hætti: „eitt djúpt
far eins og urrdan axarhöggi, á borðstokkn
um“ og „einkennilegar skemmdir á kinn-
ungum og tvö ferhyrnd för á skipshlið."
Á borðinu í káetunni var hálfetin mál-
tíð, sem fjórir eða fjögur höfðu setið að.
Eitt þeirra hlaut að hafa verið kona, sem
næstum því hafði lokið af súpudiski sín-
um. Hjá sæti skipstjórans var harðsoðið
egg, skorið í tvo hluta, og hafði skurrrin
ekki verið tekin af þeim. Og rétt hjá gaf
að líta flösku með hóstasaft, eins og
heföi átt að fara að rétta hana að barni.
Fiaskan var reist — og tappalaus!
Hefði verið hvassviðri eða illt í sjó
um þaö leyti, sem skipshöfnin ytirgaf skip-
io, netði tlaskan hlotiö að velta um koll.
hassalaus saumavél stóð á öðrum enda
borösins, og fingurbjörg lá á hliðinni á
horninu á vélarboröinu og sannaöi þannig
líxa, að ekki haföi verið stormur nýlega.
undir nál saumavéiarinnar lá ermasvunta
handa barni, og konan, sem hafði verið
að nota véiína, hatði „hætt aö sauma í
miöri errni."
Þegar tariö var að rekja söguna, kom
þetta í Ijós:
begiskipiö „Marie Celeste" hafði siglt
frá New York sem leið lá til Genúa haust
iö 18/Z. Hún var bUO smálesta skip. Skip-
stjóri var Benjamin nokkur eða Benedict
Briggs. Ahöfnin var tíu manns, auk
tveggja stýrimanna. Með í förinni voru
aö auki kona skipstjóra og dóttir.
Stjórn Bandaríkjanna ráðgaðist nú við
ræðismenn sína í öllum þeim höfnum, er
næstar voru staðnum, þar sem skipið
hafði fundizt. Voru þeim gefin fyrirmæli
um að reyna að komast að því, hvað kom-
ið hafði fyrír skip og áhöfn.
Ekkert nýtt upplýstist þó í málinu,
nema það, að annað brezkt skip, „High-
lander," hafði siglt framhjá „Marie Cel-
este“ á miðju Atlantshafi suður af Azor-
eyjum hinn 4. desember, eða daginn áður
en skipið fannst mannlaust. Höfðu skipin
skipzt á merkjum, og „Marie Celeste“ svar
að: „O.K.”
Þar sem ekkert nýtt kom í Ijós, sendi
Bandaríkjastjórn að lokum skeyti út um
víða veröld og fór fram á allar tiltækar
upplýsingar um „Marie Celeste" og afdrif
henrrar. En þangað til í nóvember 1913,
eða í rúmlega fjörutíu ár, kom engin skyn
samleg skýring fram á þessu furðulega
fyrirbæri. Þó að almenningur hætti aldrei
að reyna að ráða gátuna, gerðist ekkert.
Framhald á bls. 10
6 Alþýðublaðið — Helgarblað