Alþýðublaðið


Alþýðublaðið - 03.08.1969, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 03.08.1969, Qupperneq 11
BÓFINN, SEM BLÍSTRAÐI SVO VEL Joe Turner horfði feimníslega á hina auðugu húsmóður sína, þar sem hún steig af varfærni út úr fyrsta flokks lúx usbifreið sína og gekk út á grasi vaxna flötina. Sunnudagaföt Turners samræmd ust illa gúmmiflibbanum, sem var alltoí þröngur, og hægri hönd hans var reifuð óhreinu sárabindi. Svo var sem ofurlítið óveðursský drægi á annars góðlátlega ásjónu frú Winter, þegar hún nam skyndi lega staðar og leit á hann: — Hvað hefur komið fyrir yður, Turn- er? Hvað er að yður í hendinni? — Ég var niðri í Eynsford fyrir viku síðan í vinnu hjá Tewson bónda og stakk þá kvísl í höndina á mér. Læknirinn segir, að ég hafi fengið snert af blóðeitrun. Hann segir, að taki ég mér ekki nokkurra vikna frí, eigi ég á hættu að missa handlegginn. — Hvernig á ég þá að fara að? sagði frá Winter óþolinmóð. — En ég verð að fá mér sæti. Komið þér hingað. Hún reikaðj að bekknum, sem stóð á sólbakaðri grasflötinni og lagfærði klæði sín. — Jæja, Joe, þetta veldur mér ó- þægindum. Hvernig í ósköpunum á ég að fara að því að verða mér úti um nýjan mann? — Það er enginn vandi, frú mín góð, sagði Joe Turner. — Ég hefi talað við kunningja minn, og hann var strax til í að taka að sér starfið. Hann getur meira að segja byrjað strax. Hann er hérna með mér. Eins og merki væri gefið; kom nú maður í Ijós — og gekk til þeirra. — Kunningi minn Jim Baxter, frú mín sagði Joe. Frú Winter sá snotran mann um þrí- tugt standa andspænis sér. Hann var í brúnum fötum úr góðu efni. Á fótunum hafði hann tennisskó. En þegar hann brosti, kom í Ijós, að hann vantaði nær allar framtennurnar í efra góm. Hún veitti því líka athygli, að á kjálka hans og efri vör var nokkurra daga gamalt skegg, brúnt á lit. — Kunningi yðar segir mér, að þér séuð fús til að taka að yður starf hans. Hvað hafið þér unniö áður? Baxter brosti. — Ég hefi verið herbergisþjónn um tíu ára skeið, mælti hann mjúkri og viðfeldinni röddu. — Hafið þér meðmæli? Baxter laut höfði. — Ég lenti í smá- vegis klandri í vistinni, og------ — Hvað var það? — 0, ekkert alvarlegt. Ég lenti bara í deilu við annan þjón. Ég get ekki farið nánar út í það. En sé vistin undir með- mælum komin, er mér víst bezt að hypja mig. , 4 — Nei, ég ætla að vita, hvernig þér reynist, sagði frú Winter. — Þér getið komið með mér. Og þér, Joe, komið til skips í kvöld, og ég skal borga yður. — Sækið farangur minn, Baxter. Hún stóð á fætur,kinkaði vingjarnlega kolli til Joe Turner og gekk niður gras- flötina. Nýi þjónninn gekk á undan henni og hélt á farangrinum. — Ekki svona hratt, ungi maður, hróp- aði frú Winter. Sagði Joe yður ekki, að framhald á bls. 14 ATþýðublaBfö — HelgarblaO 11

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.