Alþýðublaðið - 03.08.1969, Síða 12

Alþýðublaðið - 03.08.1969, Síða 12
VADIM frh. af bls. 4 um, hvort ur>ar væri kænna aö veiða buffala í snöru. Jane var aldrei jafn hænd að móður sinni og föður, og um þann síðarnefnda segir hún: — Hann var ekki einrn þeirra feðra. sem hossa börnum sínum á hné sér og flengjast með þau um ímyndað ævintýra- land. Hann var í eðli sínu feiminn og inni lokaður. En samt sem áður eru á milli okkar afar sterk tengsl, sem ekki rofna. Ég get ekki staðið á eigin fótum, án þess að styðjast við föður minn. Og við erum að mörgu leyti mjög lík. Allt það bezta, sem í mér býr, hef ég frá honum. í svefnherbergi sínu hefur Jane inn- rammaða mynd af foreldrum sínum á brúðkaupsdaginn. Brúðguminn með háa silkihattinn er ungur og glæsilegur álit- um með breitt bros á vörum. Þegar mað ur horfir á þessa mynd, virðist enginn vafi á því, hverjum Jane líkist: Hún er iifandi eftirmynd föður síns. F JÖLSKYLDULÍF í FURÐU- LEGU HIJSI. h , , ,u ]; : y,J Þegar Jane var tíu ára, átti faðir hennar að leika á Broadway, svo að fjöi- skyldan flutti frá Kaliforníu til Green- wich í Connecticut. — Húsið okkar þar var afskaplegur geimur, dularfullt og skuggalegt, og það úði og grúði af maurum. Brooke Hayward, bezta vinona Jane, minnist einnig þessa merkilega húss: Mér var öðru hverju boðið þangað í mat. En fjölskyldulífið virtist ekki upp á marga fiska. Jafnvel þó að móðir Jane væri heima, var varla hægt að segja að hún blandaði við okkur geði. Hún læsti sig alltaf inni í myrkvuðu herbergi. Henry borðaði aftur á móti með okkur. Hann virt ist alltaf svo fjarrænn og íhugandi. Ég minnist þess að Fonda-fjölskyldan átti einu sinni hund, sem lagðist á kjúklinga, og dag nokkurn tók Henry sig til og batt eitt fórnarlambið um háls hundsins. Þar hékk það svo, unz það fór að rbtna. Það getur vel veriö að þetta hafi verið á- hrifaríkt til að venja hunda af að drepa kjúklinga, en einhvern veginn kunni ég ekki viö það Mér fannst það ógeðslegt. Ég var að vísu hrædd við móður Jane, en dauð- hrædd við föður hennar. — Já, við áttum ekki það, sem mað- ur kallar „eðlilega æsku“, segir Peter, bróðir Jane. Við vorum börn Henry Fonda og oftar en ekki varð það okkur til ills. Við vorum sífellt að flytja og alltaf að hitta nýtt og nýtt fólk. Hin börnin voru líka vond við okkur, af því að við áttum frægan föður. — Já, það var býsna erf- itt að ná sér á strik... FLÓTTINN FRÁ VERU- LEIKANUM. Árið 1949 lét Henry Fonda í það skína við blöðin, að hann hyggði á skilnað við konu sína. En áður en skilnaðurinn færi fram, gripu öriögin inrr í. Frú Fonda var lögð inn á taugahæli, þar sem hún framdi sjálfsmorö. Þar skildi hún eftir miða, sem á var letrað: „Mér þykir þetta leitt, en lík lega er það bezt þannig." Áður en árið var liðiö, hafði Henry Fonda gift sig að nýju. Hin útvalda var 22ja ára gömul leik kona, Susan Blanchard. Börnunum var aldrei sagt frá því, sem orðið hafði. Þau urðu að finna það út af sjálfsdáðum. — Ég gleymi því aldrei, hvernig Jane varð við, þegar hún komst að þessu, segir Peter bróðir hennar. Það var í skólan um í teiknitíma. Við sátum og lásum kvik- mynda tímarit, svo að lítið bar á. Allt í einu rak ég augun í grein með yfirskrift- inni: „Hvers vegna kona Henry Fonda framdi sjálfsmorð.“ Ég man, að ég flýtti mér að fletta áfram, en þá rétti Jane út höndina og tók af mér blaðiö. Hún fletti því aftur á bak um nokkrar siður og las. Það var hræðilegt. í sumarbúð- unum þetta sumar leið hún oft hinar hryllilegustu martraðir. Þegar skólinn var búinn, fékk hún ta'- ið föður sinn á að leyfa sér til Parísar að læra málaralist. (En það var bara yfir- skyn. Á þessum aldri heldur maður allfaf, að allur vandinn sé leystur með því að komast bara sem lengst í burtu Til að byrja með var hún ákaflega ein- mana og óhamingjusöm, en smám sam- an eignaðist hún þó vini og að lokum hætti hún alveg að sækja fyrirlestra í lista háskólanum. „Ó, GUÐ MINN GÓÐUR.“ Það var einmitt þá, sem hún hitti Roger Vadim í fyrsta skipti. Hún var þá 19 ára gömul. — Leikarinn Christiarr Marquand hafði boðið mér í „Maxim", en hann var um þessar mundir Vadims bezti vinur. Marqu and hafði ég kynnzt fyrir tilstilli Susan, þriðju konu pabba. Þau Susan voru að vísu skilin, en áframhaldandi vinátta hélzt með okkur Susan. Og þá var það, að Vadin kom inn í veitingastofuna með fylgi konu sinni, Annette Ströyberg hinni dönsku, sem var ,,kasólétt“. Þá voru þau ekki gift enn þá, Vadim var enn ekki skil inn við Birgitte B. Ég var víst það sem kallað er „dæmigerð Bandaríkjastúlka," og stóð hinn mesti stuggur af þeim öllum saman. Ég hafði heyrt svo margt um þennan ástríðufulla, óheflaða mann, og þegar ég svo sá hann þarna í eigin persónu og horfði inn í þessi hans skásettu, rússn esku augu, sagði ég við sjálfa mig: „Ö, guð minn góður." Nú veit ég, að ég var þá þegar djúpt snortin af honum, án þess að gera mér grein fyrir því. VADIM OG CO. Sex árum síðar — þegar hún kom aftur frh. á bls. 14 12 AlþýSublaðiS — Helgarblað

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.