Alþýðublaðið - 03.08.1969, Page 14

Alþýðublaðið - 03.08.1969, Page 14
VADIM Framhald af bls. 12 til Parísar — var allt öðruvísi. Hún hafði getið sér gott orð fyrir leik sinrr í kvik myndum og blaðamenn og Ijósmyndarar sátu um hótelið hennar frá morgni til kvölds og spurðu hana spjörunum úr. I fullar tvær vikur gekk ekki á öðru, og einhverju sinni lét hún þau orð falla, að hún tæki ekki þátt í ástaratriðum nema því aðeins að hún væri ástfangirr af mótleikara sínum. Og hún bætti við: „Gefið mér bara nóg rauðvín, og ég verð óseðjandi. “...... Frönsku blöðin gripu andann á lofti — og hið sama gerði Vadim, sem gleypti I sig hvert það orð, sem blöðin skrifuðu um , þennan barrdaríska villikött, sem var eins og eldslogi." Og Vadim lét ekki sitja við orðirr tóm, heldur bauð henni heim í hús sitt í St. Tropez, þar sem þau leidd ust eftir ströndinni, snæddu saman styrju hrogn og drukku vodka .... nákvæmlega eins og þegar þær Brigitte Bardot, Annette Ströyberg og Co. voru annars vegar. Og eins og þær, laut Jane Fonda einnig i lægra haldi. — Vadim hefur opnað augu mín, segir húrr. Nú fyrst veit ég, hver ég er. Hann hefur fengið mig til að springa út. Hanm er svo sterkur og þroskaður...... En hvað segir svo Vadim? Jú, hann er öldungis sammála eiginkonu sinni: — Ég hjálpa konunum, segir hann, kenni þeim að lifa. Hjálpa þeim til að höndla hamirrgjuna. Ég fæ þær til að springa út. Ég er eins og garðyrkjumað- ur, sem vökvar blómin sín og fær þau til að skarta sínu fegursta .... Þannig hefur allt endað í sátt og sam lyndi, eins og í ævintýrunum. Enda er samlíf þeirra ævintýri líkast: Jane hefur til dæmis látið reisa gegnsæan vegg á milli svefnherbergisiiTs og baðherbergis ins í nýja húsinu þeirra. — Já, útskýrir hún. Vadim finnst nefni lega svo gott að liggja í rúminu og hurfa á mig í baði .... Og hvað gerir konan ekki fyrir mann sinn, þegar hún elskar hann af líkama og sál? BÓFINN Framhald af bls. 11 ég hefði komið hingað gagngert til þess að njóta hvfldar? Það er svoddan hraði á öllu í borginni. Næstu tvo mánuði ætla ég umfram allt að reyna að gleyma því, að ég hef gigt í fætinum. Hvíld, ferskt loft og fiskveiðar eru minn „elexír“, og þetta öðlast ég allt um leið og ég stíg um borð í Maífluguna. Baxter kinkaði kolli og þegar hann hafði komið farangrinum fyrir í vagninum, hjálp aði hann henni upp í sætið. Þegar vagninn var kominn af stað, tók frú Winter til máls: — Ég hef aldrei áður haft í þjónustu minni mann með skegg. Ætlið þér að láta raka yður, eða ætlið þér að láta skeggið vaxa? — Ég er nýstiginn upp úr veikindum og hörundið er svo viðkvæmt, að ég þoli ekki rakstur ennþá. En ég vona, að það komi ekki að sök. — Alls ekki, svaraði hún. — En ég sé, að þér hafið misst tennurnar? — Ég var svo óheppinn, að þær brotn- uðu fyrir nokkru, sagði Baxter og roðnaði við. Áður en þau komu að fljótsbakkanum. hafði Baxter komizt að raun um, að vinur hans, Joe, hafði gefið honum alveg rétta lýsingu á frú Winter, þegar hún fyrir nokkrum vikum varð eigandi að Maífiug. unni og kom til þess að ræða afborgurrar- skilmálana við seljandann. Baxter vissi, að frú Winter þoldi ekki kvenfólk í návist sinni. Baxter komst að raun um það, að hann átti frí á hverju kvöldi eftir miðdegisverð og fram að næsta morgunverði. Hann svaf auðvitað í landi og dró landgöngubrúna um borð á hverju kvöldi um leið og hann yfirgaf skipið. Hann gat reykt svo mikið sem hann vildi svo lengi sem hann reykti sína eigin vindlinga en ekki hennar, og vanrækti ekki skyldur sínar. Hann komst fljótlega að því, að svo leit út sem frú Winter ætti enga ættingja á lífi, sem skiptu sér af því, hvort hún lifði í skipi við einhvern fljóts- bakkann eða dæi í einhverju síkinu. Hún hafði setzt að á þessu fljóti í þeim til- Framhald í næsta blaði. MARIE CELESTE Framhald af bls. 10 og skömmu síðar gekk hann í þjónustu föður Mr. Linfords. Frásögn þessi getur skýrt flest atriði þessa dularfulla máls — nema hið blóð- uga sverð í káetunni. Bygging „Barns- brúarinnar og afdrif hennar skýra fullkom- lega skemmdir þær, sem fundust á kinn- ungnum og skipshliðirrní. Og jafnvel þó að gert sé ráð fyrm að frásögnin um sverðið hafi verið sannleikanum samkvæm, gæti saga Fosdyks þó staðizt og verið sönn, þannig að skipstjórinn hefði sært sjálfan sig á því annaðhvort af slysni eða við árangurslausa sjálfsmorðstilraun. Tauga. áfall hans gæti líka skýrt það, að skrið- mælir skipsins skyldi vera tíu dögum á eftir tímanum, þó að samkvæmt annarri heimild hafi það aðeins verið tveir sólar- hringar. Auk þess greinir heimildir á um skjöl skipsins og tímamæli. Fullyrða sum- ir að hvort tveggja hafi vantað, en aðrir, að tímamælirinn hafi fundizt í kortaklef- anum, án þess að minnast á skipsskjölin. En sé gert ráð fyrir, að þau hafi vantað, má vel vera, að skipstjórinn — jafn tæp- ur af taugaveiklun og hann var — hafi fleygt þeim fyrir borð í augnabliksæði. Vera má þó, að frásögn Fosdyks sé upp spuni frá rótum, og verður ekkert urn það fullyrt. Er þá vísast, að aldrei verði uppvíst, hver urðu endalok skipshafnar innar á „Marie Celeste." 14 Alþýðublaðið — Helgarblað

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.