Alþýðublaðið


Alþýðublaðið - 24.08.1969, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 24.08.1969, Qupperneq 6
um sagt; hver hann er, en ég veit, aS þú ert sonur hans. Þú, sonur minn. Ég faíð hérna og hugsa tii þín, og mér finnst, að þú hljótir að skilja mig. Hijótir að vita, hvað ég hugsa. Er ég kannski trú villingur líka? Eða hlífi ég þér aðeins vegna þess, að þú ert sonur minn? Hef ég smitazt. Þá á ég forlög mín skilið. Þú horfðir á mig með fyrirlitningu, þegar ég bar kartöflurnar heim á bakinu. Þú þekktir auðveldari leið. Hvað erfðirðu frá föður þínum? Hvað- an heyrðirðu þetta orð, sem þú sagðir við mig þá? Hver sagði þér frá þessum voðahlut Var það sólin? Hún er hjóllaga . ...já, ég má hugsa þetta orð, þótt ég megi ekki segja það. í kjölfar hjólsins kom tæknin. Eftir tæknina auðnin..'-Allt : sem skapast í eldi, ferst í eldi. Eins og ég, sonur minrn. Við — faðir þinn og ég — við förumst bæði í elöi. Ég óttast sársaukann, en verður þú fugl- inn Fönix, sem ríst úr öskunni sem nýr og endurfæddur. Sólin er hjólið og hjólið er trúvilla. En þú ert sonur minn og líkur föður þínurn. Ég vissi, að þú varst sonur föður þíns, þegar þú komst hlaupandi með kerruna þína litlu með hjólunum tveim. En ég gat ekki látið þig deyja. Þú ert sonur minn. Ég hljóp út á stíginn og tók kerruna. Ég veit, að þú smíðaðir hana til að ég þyrfti ekki að bera kartöflurnar heini a bakinu. -Ég veit það og það auðveldaði mér ákvörðunina. Ég veit, að þú elskar mig. Þú ert þó sonur minn og vilt létta mér stritið. Ég bannaði þér að segja nokkrum, hvað þú hafðir gert„ Þú skildir það, ekki. Ég veit^ að. þú 'skildir það ekki, en þú skil- • ur það séinna. Ég sagði þér, að tími hjóls ins kæmi aftur, en væri ekki köminn enn. Gleymdu ekki því, sem ég sagði við þig rétt áður en þeir tóku mig. Mundu alltaf, að þinn tími kemur, son ur minn. Hann hlýtur að koma. Menn eins og þú og faðir þinn eru það, sem kqrnt skal. Við vitum aðeins ekkf, hvenær itn inn rennur upp. Farðu varlega, sonur minn^ renni stund in ekki upp á þínum dögum. Og ég hljóp út á torgið froðufeilandi með eitt hjólið í viðbót, sonur minn. Þú hafðir smíðað fleiri en eitt. Ég æpti og veinaði og ég benti til sólarinnar. Ég dró kerruna á eftir mér. Ég hrópaði og kallaði og sagði, að það væri betra að hafa þrjú iijól undir vagni en tvö. Ég sagði, aé ég ætlaði að verða þriðja hjól undir vagni. Þá komu prestarnir og tóku mig, og lýðurirrn stendur fyrir utan og hrópar: — Brennum nornina. Brennum hana. Ég sit hér og bíð og ég veit, að ég er af feysknum stofni eins og faðir þinn og þú. Við errm trúvillingar, öll þriú. Við hugsum. Það er bannað. Nú reisa þeir bálköstihn fyrir utan gluggann minn. Eitthvað fyrir kvenfólkið.... Stundum er erfitt að fá börn ti! að drekka mjólk, þennan holla og nærandi vökva. Þá er reynandi að grípa til sak- láusra bragða — settu t.d. svolítið af jarðarberja- eða/ hindberjasaft í glas, fylltu þaö síðan af mjólk og berðu það franr með drykkjarstrái. í staðinn fyrir saftirra geturðu reynt að hræra einni eða tveimur teskeiðum af jarðarberjasultu út í mjólkina. Þannig verður mjólkin að skemmtilegum og spennandi drykk, sem börnin þiggja með ánægju. 6 Aiþýðublaðið — Helgarblað Þegar þið pússið spegla og gluggarúður skuluð þið taka sjónvarpsskerminn með í leiðinni. Það er hægt að fá lög eða úða af mörgum gerðum til að hreinsa með. Bezt er að setja aðeins örlítið og þurrka síðarr strax á eftir með hreinum og mjúkum klút. Það er engin hætta á, að stólfætumír rispi gólfið, ef þið límið litlár flókapjöfl ur neðan á þá.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.