Alþýðublaðið - 27.09.1969, Page 13
Ritstjóri: Örn Eiðsson
EUSEBIO ÆTLADI
AÐ HÆTTA HJÁ
BEHFICA
Krafðist 23 millióna. en fékk 12 fyrir samning
□ Litlu munaði, að hinn heimsfrægi Eusibio hætti að
leika fyrir Benfica, þegar samningur hans hjá félag-
inu rann út í lok júli síðastliðins, og stjórn Benfica
vildi ekki ganga að kröfum hans við endurnýjun
samningsins.
Ráðgerður var nýr samningur til þriggja ára, og
Eusibio krafðist upphæðar, sem svarar 23^2 millj-
ón íslenzkra króna fyrir að skrifa undir. Jafnframt
vildi hann fá 30 iþúsund í mánaðarlaun og 10% af
aðgangseyri vináttuleikja erlendis. Ennfremur krafð
ist hann 31 þúsund króna, ef Benfica sigraði í port-
úgölsku meistarakeppninni eða Evrópumeistara-
keppninni, og 250 þúsund króna fyrir sigur í port-
úgölsku bikarkeppninni. Þessar aukagreiðslur áttu
þó að vera bundnar því skilyrði, að hann yrði marka •
hæstur í keppnunum.
Þegar samningaumleitanirn-
ar rak í strand um miðjan
júlí, réði Eusebio til sín einn
af færustu fjármála-lögfræð-
ingum Lissabon, Silva Resende,
til að freista þess að fá Ben-
fica til að gera honum eitt-
hvert tilboð. Það skeði loks 23.
júlí, og þá reyndu Benfica-
menn að kasta ryki í augu
þeirra með því að byggja töl-
ur sínar á 6 ára samningi. Þeir
buðust til að leigja honum í-
búðablokk, sem gefur af sér
yfir 700 þús. krónur árlega í
leigugjöld, og að borga honum
30 þúsund krónur í mánaðar-
laun, auk áframhaldandi við-
ræðna um aukalaun fyrir unn-
ar keppnir — sem var æði
langt frá því sem Eusebio ósk-
aði eftir.
Þrír dagar liðu, og þá settu
samningsaðilar fram „lokatil-
boð“ sín. Benfica bauð nú upp-
hæð sem svarar 8V2 milljón
íslenzkra króna fyrir samning-
inn, 27 þúsund í mánaðarlaun,
og 2—ö% af aðgangseyri vin-
áttuleikja erlendis, eftir mikil-
vægi leiksins sem um var að
ræða í hvert sinn. Eusebio
krafðist 15 milljóna fyrir samn-
inginn, 27 þúsunda í mánaðar-
laun, 10% af aðgangseyri vin-
áttuleikja erlendis, og enn-
fremur setti hann nú fram kröfu
um að Benfica greiddi alla
hans skatta til ríkisins fyrir
hann. Hann hafði látið nokkuð
undan síga: hann lét niður falla
kröfur sínar um aukaþóknun
fyrir unnar keppnir.
Þegar hér var komið sögu,
var aðeins einn og hálfur sól-
arhringur þar til samningur
hans við Benfica rann út. —
Þennan tíma notuðu báðir að-
ilar til að setja saman ný til-
boð, og rétt áður en stundin
rann upp, bauðst Eusebio til að
skrifa undir fyrir 14 milljónir
króna, 'en Benfica bauð aðeins
11 milljónir. Bilið hafði mjókk-
að mikið í samkomulagsátt.
Meðan Benfiea fór í keppnis
ferðalag til Mozámbique, heima
lands Eusebios, hafði enskur
blaðamaður þetta eftir Eusebio,
sem varð eftir heima í Lissa-
bon: :
„Mér þykir mjög fyrir þessu.
Það má ekki líta svo á, að ég
sé fégráðugur um of; það vérð
ur að skilja aðstöðu mína.“
„I janúar næsta ár verð ég
28 ára camall. og því ek]d
lengur S bezta aldri sem knatt-
gpyrnumaður. Ég verð að hugsa
Um framtíð fjölskyldu minnar.
Ég á konu og tvö börn og eitt
á lelðinni, og auk þess ætt-
ingjana heima 1 Mozambique.**
.. un mm nú nægja mér
einfaldlega ekki. Ég fæ laun
sem svara 4.400 sterlingspund-
um (925.000 ísl. kr.) á ári, sem
reyndar er mikið á portúgalsk-
an mælikvarða, en ekki hátt
þegar miðað er við launin á
Ítalíu eða Englandi.“
„Mér er þvert um geð að yf-
irgefa Benfica, en ég neyðist til
þess, ef ekki næst samkomu-
lag. Ég hef fært liðinu — og
Portúgal — stórar fórnir þessi
níu ár, það má segja að ég
hafi fórnað þeim lífi mínu og
sál. Síðasta ár lék ég marga
leiki fyrir þá, þrátt fyrir mikl-
ar kvalir í hnénu, aðeins til
að halda liðsandanum góðum,
í hreinskilni sagt, þá finnst
mér þeir hafa skammtað mér
skít úr hnefa of lengi.“
Eusebio fór nú að líta í kring
um sig eftir möguleikum ann-
ars staðar, en stjórn Benfica
hafði gert það ljóst, að þeir
myndu krefjast að minnsta
kosti 500 þús. sterlingspunda
(yfir 100 milljóna ísl. króna)
fyrir Eusebio, ef hann skipti
um félag. Þetta útilokaði mest
alla Evrópu og alla Suður-
Ameriku frá því að krækja í
stjörnuna. Frakkland, Belgía,
Vestur-Þýzkaland og Skotland
höfðu ekki efni á þvi, erlend-
ir knattspyrnumenn eru úti-
lokaðir frá ítalskri knatt-
spyrnu, og Eusebio hefði ekki
fengizt til að fara til Englands
fyrir nokkurn mun, minnugur
fyrri reynslu sinnar af ensk-
um knattspyrnuheimi. Þá var
. aðeins - Spánn- eftir, og eina íé-
lagið þar, sem hafði fjárhags-
legt bolmagn til að kaupa hann,
var Real 1 Madrid. ■
Stjórn Real Madrid var hins
vegar ekki yfir sig hrifin af
árangri Eusebios síðasta árið,
þar sem hann hafði aðeins
skorað níu mörk í portúgölsku
meistarakeppninni, og voru
auk þess hræddir við meiðslin
á hné hans. Þetta dró kjarkinn
úr Eusebio, og hann gerði Ben-
fica enn tilboð. Nú fór hann
fram á upphæð, sem nemur
rúmum 12 milljónum ísl. kr.
og gagntilboð Benfica hljóðaði
upp á 11 Vz milljón. Loks hyllti
undir samkomulag, en Eusebio
var nokkurs vísari eftir allt
þetta. Ekki svo að skilja að
hann hefði spennt bogann of
hátt í kaupmarkaði knattspyrn-
unnar, heldur var hinn alþjóð-
legi markaður ekki lengur fyr-
ir hendi. — gþ.
VELJUM ÍSLENZKT-nf'N
ISLENZKAN IÐNAÐ