Alþýðublaðið - 11.10.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.10.1969, Blaðsíða 5
Mþýðublaðið 11. október 1969 5 Útgcfandi: Nýja útgáfufélagið Framkvæmdastjóri: Þórir Sæmundsson Ritstjórar: Kristján Bcrsi Ólafsson Sighvctur Björgvinsson (áb.) Ritstjór íarfulitrúi: Sigurjón Jóhannsson Frcttastjóri: Vilhelm G. Kristinsson Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson Prentsmiðja Alb.vðublaðsins Furðuleg vinnubrögð * Eins og alþjóð er kunnugt, hafa hinir langvarandi óþurrkar í sumar orðið til mikils tjóns fyrir bænd- nr, — einkum og sér í lagi á suðurlandsundirlendinu. Ef marka má blaðafregnir, þá benldla allar lókur til þess, að bændur á þe'ssum stöðum Verði að fækka mjög við sig búpeningi í haust og þá sérstaklega nautgripum. Eftlir því, sem ýmsir forsrvarsmenn bænda hafa látið hafa eftir sér, þá er því hætta á mjólkurskorti á Reykjavíkursvæðinu og muni hans fara að gæta strax fyrri hluta vetrar. Þar eð bændur á Suðurlandi gætu því ekki séð höfuðborgarsvæðinu fyrir nægri mjólk í vetur, munu hafa verið gerðar ráðstafanir til þes's að flytja mjólk til Reykjavíkur frá norðanverðu landinu, — og munu þeir flutningar að sjálfsögðu kosta mikið fé. Á sama tíma og rætt er um þessa hluti fréttist það, að ýmsir bændur frá þeim landshlutum, sem heyjuðu vel í sumar, hafi verið að festa kaup á búfénaði, að- allega mjólkurkúm, af sunnlenzkum 'bændum, sem orðið hefðu að fækka við sig sakir heyskorts. Væri ætlunin að fjölga þannig kúm á bæjum á Austur- óg N'orðurlandi, og selja mjólkina til Reykjavíkur, enda ekki markaður fyrir aukna mjólkurframleiðslu í öðr- um landshlutum. Ef þessar fregnir eru réttar, þá er vægast sagt um furðuleg og einkennileg vinnubrögð að ræða. Á sama tíma og bændur í nágrenni Reykjavíkur neyðast til þess að minnka stórlega mjólkurframleiðslu sína vegna heybrests, Bvo yfirvofandi er mjólkurskortur á höfuðborgarsvæðinu, þá eru kýr keyptar af sunn- lenzkum bændum og fluttar norður og austur á land þar sem umframhey er fyrir hendi og mjólk síðan Send á höfuðborgarmarkaðssvæðið um óraveg með ærnum ilkosnaði. Fólk ætti að gera sér grein fyrir því, að slík vinnu- brögð, ef sönn eru, koma ekki aðeins niður á neytend- um í hækkuðu vöruverði vegna mikils og ónauðsyn- ærnum tilkostnaði. Það er engum í hag, allra sízt bænldúm sjálfum, að bústofn þeirra sé annað 'hvort langt undir því marki, Sem jörðin sjálf, tækjabúnaður og aðrar framkvæmd- ir bóndans gerir ráð fyrir, eða að fest séu kaup á t.d. mjólkandi kúm, langt umfram .það, sem eðlilegar aðstæður gera ráð fyrir, að búið og markaðssvæði þess geti borið. Bændum sjálfum hefur á síðari árum ski'lizt það, að þeir eru fyrst og fremst framleiðendur, sem hafa fyllstu hagsmuna að gæta sem s'líkir. Þeir verða því sjálfir að hafa frumkvæði um að skipuleggja fram- leiðslu í landbúnaði og miða búskaparlag sitit við þá grein, sem hagkvæmast er að stunda í hverjum lands hluta, bæði vegna markaðs- og náttúrlegra að- Stæðna. Væri það til mikils gagns fyrir neyttendur og ekki sízt fyrir bændur sjálfa, etf þeir leituðust við . ú £- r.íiiþnv ínnort íamiHl ócj . Alþvðu Haéié . t juria HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR að sérhæfa sig á þénnan hátt í framleiðslu landbún- aðarvara, en leituðust ekki við að flytja þungamiðju ákveðinna búgreina milli landshluta eftir tíðarfari frá ári til árs. i VELJUM ÍSLENZKT-/f*|V ÍSLENZKAN IÐNAÐ i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.