Alþýðublaðið - 11.10.1969, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 11.10.1969, Blaðsíða 16
& Aftýðu bíaðið 10. október 1969 El VATNSÞYNNT □ Reykjavík ÞG 1 Það er alls ekki ætlunin hjá mjólkursamsölunni að blanda vatni út í neyzlumjólk Reykvíkinga í vet- ur, eins og fjöldi fólks heldur og mátt hefur ráða af bluðaskrifum undaníarna daga. Ætluni i er eingöngu að nota sömu aðferð og Norðmenn hafa gert í nokk- ur ár í Finnmörku, bar sem mjólkurskortur er alltaf á veturna, við að drýgja mjólkina. Blandað er saman undan- rennudufti og ósöltuðu smjöri, sem leyst er upp í 50 stiga heitu vatni og síðan btandað út í venjulega neyzlumjólk í ein- hverju hlutfalli. — En það er þar, sem hnífurinn stendur í kúnni. Engin- reglugerð er til fyrir því hér á landi hvernig á að blanda þessu saman við mjólkina, og verður því að prófa sig áfram þar til rétt blanda næst. Nokkra hliðsjón má eflaust hafa að reynzlu Norðmanna, en þeir blanda alit að einum þriðja á móti mjólk- inni. . Kom þetta fram á fundi, sem Mjólkursamsalan hélt með fréttamönnum, nokkrum hús- mæðrum og framkvæmda- istjóra neytendasamtakanna í gær. — Gafst mönnum kostur á að bera saman þrjár mismun andi blöndur af endurbyggðri mjólk, eins og hún er kölluð, þegar hún er tilbúin til neyzlu, og venjulega nýmjólk. Tók hver fjórar desilítra hyrnur og var ekki látið uppi hvað var í hverju. — Voru menn síð- an beðnir að gefa mjólkinni einkunn á þar til gerða miða, og var um þrjár einkunnir að ræða: Slæm, sæmileg, góð og ágæt. Bar öllum saman um, að lítill sem enginn munur væri á bragðinu á mjólkinni úr þess um fjórum hyrnum, og kom það mörgum á óvart er þeim var sagt í hvaða hyrnu óbland aða mjólkin var. í hinum hyrn unum var blöndunarhlutfallið 30, 20 og 10 prósent smjör og undanrennuduft á móti mjólk inni. Þá kom fram á fundinum, að þessi blöndun muni alls ekki eiga sér stað nema af brýnni nauðsyn, þ. e. þegar mjólk af Framhald á bls. 11. Húsmæður og. blaðamenn fá sér mjólk til ,að geta borið saman hinar ýmsu blandanir. □ Reykjavík ÞG . Einar Baldvinsson opnar málverkasýn ‘ngu í Unuhúsi kl. 2 í dag. Sýnir hann þar 34 myndir, sem allar eru unnar á sl. tveimur árum. Einar hélt sína fyrstu . sýningu í Bogasalnum árið 1958. Næs t hélt hann sýningu árið eftir og loks 1960. Síðan hefur han ekki haldið einlc asýningu þar til nú, en hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum. Einar hefur oft sýnt á haustsýningu Félags ísl. myndlistaa-manna og mörgum samnor rænum sýningum, m. a. á samnorrænu _ sýningunni í Reykjavík árið 1962 og í S tokkhólmi 1967. Myndirnár eru til sölu. ■ -t- Sýningin verðui opin alla daga frá kl. 21 til sunnudagsins 19. október. □ Sögufélagið og Litróf liafa gefið út lestrarbók í mann kynssögu. Nefnist hún Ferð til fortíðar — Evrópunienn sigra heiminn og er eftir Hans Ebe- ling, en Guörún Guðmunds- dóttir hefur Jiýtt bókina og endursagt á íslenzku. Nær bók þessi yfir nýöld fram tii 1789. Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur ritar eftirmála að bókinni og segir þar að hún sé gefin út í tilraunaskyni og fari um framliald útgáfunnar eftir því hvernig bókinni verði tekið. Bókin sé lestrarbók og sé ekki ætlazt tii þess, að nem- endum verði gert að læra allt sem í henni standi, en þær sögubækur sem Hans Ebeling hefur samið muni nú vera vin sælustu bækur um mannkyns- sögu, sem út hafi komið í Þýzkalandi eftir stríð. íslenzka útgáfan er í ýmsu frábrugðin þeirri þýzku og er munurinn einkum fóiginn í styttingum. Ýmsu sérþýzku efni hefur verið sleppt og enn fremur mörgum uppdráttum, en annars staðar hefur íslenzk um skýringum verið bætt inu í textánn. { í niðurlagi eftirmálans segir' Björn';' „Ritröðin Die Reise in die Vergangenheit er hugsuð af márgréyndum kennara og rithöfundi handa Þjóðverjum'. Bókin, sem hér birtist, fullnæg ir því á ýmsan hátt lítt þeim kröfum, sem við verðum að' gera til kennslubókar í sögu. Breytingar, sem gerðar hafá verið á texta hennar, eru ekki svo rækilegar, að bókin hafi í rauninni verið samhæfp ís- lenzkum aðstæðum. Þar ér m. a. lítt fengizt um heimspeki, listir og vísinda. Á þýzku eri' til mikið úrval bóka um það efni, en ekkert við hæfi ung- linga- og menntaskóla á ís- lenzku. Þá er sögu Norður- landa gerð allt of lítil skil og sömuleiðis stjórnarbreytingumi þeim, sem urðu í Englandi & 16. og 17. öld. Samt mun feng- ur að bókinni, eins og málumi er hér háttað, en því ber að Framhald bls. 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.