Alþýðublaðið - 11.10.1969, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 11.10.1969, Blaðsíða 11
I Alþýðublaðið 11. október 1969 11 FUGLÁLÍF I- r.nnhald úr opnu. meinlausust og varnarlausust, ■ en undireins svo ofsótt að hun ætti sér ávallt ótta vonir nema á hvítasunnu, og skyldi fálk- inn sem fyrir öndverðu átti að hafa verið bróðir hennar ævin- lega ofsækja hana og drepa og lifa af holdi hennar. En þó lagði María mey rjúpunni þá líkn að hún skyldi mega skipta lit- um eftir árstímunum og verða alhvít á vetrum, en mógrá á sumrum. svo fálkinn gæti því síður deilt hana frá snjónum á veturna og frá lyngmóiyjtum á sumrum. Þetta hefur ekki úr skorðum skeikað né heldur hitt að fálkinn ofsæki hana, drepi og éti, og kennir hann þess ekki fyrr en hann kemur að hjartanu í rjúpunni að hún er systir hans enda setur þá að honum svo mikla sorg í hvert sinn er hann hefur drepið rjúpu og étið hana til hjartans að hann vælir ámátlega lengi eftir.“ (íslenzkar þjóðsögur og ævintýri). VÖRUBÍLL Frh. af 1. síðu. gert, í mikilli umferð. Sérstak lega ætti hver góður bílstjóri að fara varlega á slíkum bíl- um í veðri eins og var í gær, rigningarsudda, sem veldur því oftlega að götur verða hálar. Siuldur úr sýníngarkassa Reykjavík. — ÞG. í nótt var brotin rúða í sýn- ingarkassa, sem Hjálmar Torfason, gullsmiður, hefur að Laugavegi 26. Var stolið úr kassanum nokkrum kvengull- hri#igum, 7 pörum af giftingar- hringum, eða einbaugum og 7 pörum af eyrnalokkum. Allt er þetta úr skíragulli og því óhemju verðmæti, sem hért hefur verið stolið. Stuldurinn hefur verið framinn um þrjúleytið í nótt, en þá heyrði maður, sem býr í húsi skammt frá, rúðubrot og sá skömmu síðar til ferða ungs manns á Laugaveginum. Gerði hann lögreglunni þegar viðvart, en þjófurinn hefur ekki náðst. j Rafvirki óskast í Landspítalanum er laus staða rafvirkja. Laun sam'kvæm úrskurði Kjajra'uóms, eða íhlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Klapparstíg 26, fyrir 25. október n.k. Reykjavík, 10. október 1969, 'Skrifstofa ríkisspítalanna. Lyfjafræðingur óskast Ríkisspítalarnir óska eftir að ráða lyfjafræð ing. Laun samkvæmt úrskurði Kjaradóms. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf, sendist stjórnar- nefnd ríkisspítalanna, Klapparstíg 26, fyrir 25. október 1969. Reykjavík, 10. október 1969, Skrifstofa 'ríkisspítalanna. Kvenreidhjól 26 seljast á góðu verði. ÖRNINN Spítalastíg 8 — sími 14661. SATT BEZT AÐ.................. Framhald bls. 13. íþróttahreyfingin er á krossgiit utn, hin gamla áhugamennska er hvarvetna á undanhaldi, bæði hvaff snertir æfingar og keppni. Hin miklu störf forystumanna eru einn ig að verða of viðamikil og nauff- synlegt fer aff verffa fyrir stærstu samböndin, sérráff og félög að hafa fast starfsfólk, en hvar á aff fá peninga, til að greiffa nauffsynlegum starfskröftum? Fjáröflunarmöguleik- ar íþróttasamtaka eru takmarkaðir cg endalaust betl hjá fyrirtækjum og góðviljuðum einstaklingum geng ur ekki til lengdar. Getraunir geta gefið eitthvað í framtíðinni, en tekj ur af kappmótum eru litlar sem eng ar. Þessvegna er nauffsynlegt, aff hið opinbera verði rausnarlegra en veriff hefur. Því er víst erfitt aff leyna, að allstaðar vantar fé á ís. landi í dag, en höfum viff efni á því, aff íþróttahreyfingin grotni niff- ur vegna fjárskorts? MJOLKIN Framhaid af bls. 16 suður- og suð-vesturlandi þrýtur og flytja þarf mjólk að norðan. Verður þá gripið til þessa ráðs til þess að ekki þurfi að brjótast með mjólk- ina í misjöfnum veðruin ög eiga það á hættu að mjólkin súrni ef mjólkurbílarnir tepp- ast á leiðinni. Til eru birgðir af ósöltuðu smjöri og þurrmjólk, sem grip ið verður til í þessum neyðar- tilfellum, en smjörið hvað geymast lengi óskemmt í frysti sbr. smjörfjallið sæla. — Ekki verður pm að ræða verðhækk- un á mjólk þó til blöndunar komi enda þótt kostnaðurinn við mjólkurgerðina verði þá hærri. Verða það þrír aðilar, sem borga brúsann: Samsalan sjálf, seljendur (þar er átt við mjólkurbúin úti á landi) og framleiðsluráð landbúnaðar- a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.