Alþýðublaðið - 11.10.1969, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 11.10.1969, Blaðsíða 9
Alþýðublaðið 11. október 1969 9 Ljósm.: Grétar Eiríksson. ur liggja ekki fyrú’. Þá hefiur Arnþór Garðarsson, dýrafræð inigur, e'nnig mikið rannsak að rjúpuna, einkum þó fæðu öflun hennar, og flutti hann fróðlegt erindi uim rannsókn ir sínar á fundi hjó Náttúru fræð félaginu s. 1. vetur. Kom þar m. a. fram, ag rjúpan, sem er nálega alæta á þær jurtir sem hér eru finnanlpg- ar, er samt sem áður mjög vanculáit á fæðuna, leitar uppi næringarmesfa og bezta gróð urinn, meðan hanig er völ. Ilrayfing rjúpunnar mlilli staða og mismiu'nandi hæðar marka í landslaginu stendur að verulegu leyti í samibandi við fæðuöflunlna og leit henn ar að beztu fæðutegundun- um. Ekki sló þó Arnþór að svo stöd'du neinu föstu um það, hvort fæðuöflunin kynni að ráða einihverju um sveifl- urnar í rjúpnastofn'num. Hinsvegar muniu íslenzkir fuglafræðingar á einu máli um það, að breytingarnar á stofnstærð íslenzku rjúpunn ar, staf. ekiki af flugi henn- ar til annarra landa, éins og sumir hafa alitið, rjúpan sé, aiger staðfugl hér á landi. — □ Rjúpan kemur nokkuð við sögu í þjóðtrú íslendinga, enda fugl sem er hér árið um kring og landsmenn hafa mikið um- gengizt. M. a. sem um hana hefur verið skrifað þjóðsögu- legs eðlis er þessi skemmtilegi pistill: ’ i „Einu sinni boðaði María mey alla fuglana á fund sinn. Þegar þeir komu þangað skip- aði hún þeim að vaða bál. — Fuglarnir vissu að hún var himna drottning og mikils megnandi. Þeir þorðu því ekki annað en hlýða boði hennar og banni og stukku þegar allir út í eldinn og í gegnum hann nema rjúpan. En er þeir komu í gegnum eldinn voru allir fæt- urnir á þeim fiðurlausir og sviðnir inn að skinni og svo hafa þeir verið síðan allt til þessa dags og hlutu þeir það ,af því að vaða bálið fyrir Maríu. En ekki fór betur fyrir rjúpunni sem var sú eina fugla- tegund sem þrjózkaðist við að vaða eldinn, því María reidd- ist henni og lagði það á hana að hún skyldi verða allra fugla Framhald á bls. 11. Fuglinn á myndinni er lóuþræll. Hann er ákaflega félagslyndur fugl, slæst ein- att í fylgd með öðrum fuglategu idum, einkum lóunni, cg af því mun nafnið dreg ið. Við látum myndina, sem tekin er af Grétari Eiríkssyni, nægja að sinni, elx gerum honum betri skil seinna. JÓNAS HALLGRÍMSSON: Öhræsið Valur í vígahuga varpar sér á teig, eins og fiskifluga fyrst úr löngum sveig, hnitar hringa marga. Hnífill er að bíta. Nú er bágt til bjarga, blessuð rjúpan hvíta! Ein er upp til fjalla, yli húsa fjær, út um hamra hjalla, hvít með loðnar tær, brýzt í bjargarleysi, ber því hyggju gljúpa, . á sér ekkert hreysi útibarin rjúpa. Valur er á veiðum, vargur í fuglahjörð, veifar vængjum breiðum, vofir yfir jörð, otar augum skjótum yfir hlíð og lítur kind, sem köldum fótum krafsar snjó og bítur. Rjúpa ræður að lyngi, — raun er létt um sinn, — skýzt í skafrenningi skjótt í kraifsturinn, tínir mjöllu mærri mola, sem af borði hrjóta kind hjá kærri, kvakar þakkarorði. Elting ill er hafin. Yfir skyggir él. Rjúpan vanda vafin veit sér búið hel. Eins og álmur gjalli, örskot veginn mæli, fleygist hún úr fjalli að fá sér eitthvert hæli. Mædd á manna bezta miskunn loks hún flaug, inn um gluggann gesta guðs í nafni smaug. Úti garmar geltu, gólið hrein í valnum. Kastar hún sér í keltu konunnar í dalnum. Gæðakonan góða grípur fegin við dýri dauðamóða, — dregur háls úr lið. Plokkar, pils upp brýtur, pott á hlóðir setur, segir: „Happ þeim hlýtur!“ ■ og horaða rjúpu étur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.