Alþýðublaðið - 18.10.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 18.10.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 18. október 1969 EFTIR FRANCES OG 9 RICHARD LOCKRIDGE i Smáauglýsingar STULKAN I GULU KÁPUNNI Simmons brosti iíka en meS efasemdasvip. Steirr gekk út aS glugganum og ieit niður á göt- j una. Hann opnaði gluggann og hallaði sér út. Hann þekkti umdæmi sitt til hlítar. Þetta var svo sem ekki í fyrsta skipti, sem hann kom á þessar slóðir. Og hann þekkti líka Johnny, dyravörðinn á kránrri ' við hliðina á.... Hann hallaði sér lítið eitt lengra fram. [ En Johnny var hvergi sjáanlegur núna. — Ég kem rétt strax aftur, sagði harm við Simm- ■ons. — Allt í lagi. | jj Stein lögreglumaður fór niður með lyftunni og gekk svo þessa fáeinu metra að kránni. Hanrr hratt upp hurðinni og labbaði inn. Þar var enginn nema Johnny, sem hafði orðið nokkuð heitt úti og var að fá sér bjór sér til hressi.ng- ar. — Sæll, Bob, sagði Johnny og þurrkaði sér um munninn með erminni. — Hvað ert þú að gera hér í þessu góða veðri? Hann lagði frá sér glasið og studdi sig með báð- um höndum á hvítþvegið afgreiðsluborðið og dró höf- uðið með stuttklipptu hárinu niður á milli herðanna. — Ég átti leið fram hjá, sagði Stein brosandi og fór inn fyrir afgreiðsluborðið. Hann bauð Johnny síg- arettu. — í embættis- eða einkaerindum? spurði Johnny og tók eirra og stakk henni bak við eyrað. — Heyrðu, Johnny, sagði Stein. — Manstu nokk- uð, hvað þú varst að gera eftir hádegi í gær, svona milli tvö og þrjú? ? Nei, það heid ég ekki. — Svona, hugsaðu þig nú um. Johnny hafði verið viðriðín slagsmál einu sinni fyrir mörgum árum. Síðan þekktust þeir Stein vel. Og eftir það hafði hanrr oft veitt Stein dýrmæta að- stoð, því að hann var afar eftirtektarsamur og fátt fór fram hjá honum. Hann missti ekki af neinu, sem gerðist inni á kránni, þegar hann var að afgreiða, og sama máli gegndi, þegar hann stóð á gangstéttinni fyrir utan og virti fyrir sér götulífið. Og Johnny stóð oft á gangstéttinni fyrir utan. — Tja, sagði hann og klóraði sér í hnakkanum og horfði upp fyrir sig með hnyklaðar brýr. Þá verð ég að reyna að rifja upp fyrir mér.... Og hvert ætti ég helzt að reyna að beita hugsurrinni, Bob? Stein hallaði mjöðminni.að borðinu. } . io ' — Ég geri ekki ráð fyrir, að það hafi komið margt “fótk út úr skrifstofubyggingunni hér við hliðina milli tvö og þrjú í gær, en ef einhverjir hafa verið þar á ferli, þá hlytu þeir að hafa farið fram hjá þér í leið- inni í strætisvagninn eða bílastöðina. — Hm. •— Tókstu eftir nokkru slíku? Nokkrum, sem kom út úr húsinu? Jonny lét augnalokin síga hægt aftur og skaut fram þykkri neðri vörinni, svo að minnstu munaði að hún næmi við rrefbroddinn. — Það getur vel verið, sagði hann. Það var nú stúlka . . . — Hvernig stúlka? —Nú bara stúlka hún kom út úr skrifstofu í húsinu og virtist vera á all hraðri ferð, spurði mig hvar næsta bílastöð væri og rauk svo af stað aftur. Hann opnaði augun. — Þegar ég sá hana hlaupa burtu, hugsaði ég með mér. — Já, hvað . . . — Hún er eins og gult fiðrildi, hugsaði ég. — Nú hvers vegna eins og gult fiðrildi? — Tja, hún var í svo gulri kápu. Og ég hugsaði líka, eiginlega er þetta of hlý kápa í miðdegishitanum. Því ég var á skyrtunni og samt kófsveittur. Stein snéri sér við; leit í áttina að skrifstofu- byggingunni, svo að bílastöðinni, kom aftur og spurði: — Hvernig leit hún út þessi stúlka? Jonny dró fram sígarettuna sem hann hafði geymt bak við eyrað, stakk henni í munnvikið og lét hana dingla niður. — Tja, þetta var ung stúlka, hvað annað. — Við getum sagt það: Hún var með dúkkuandlit og Ijóst hár rriður undir slæðunni. En ef þú spyrð hreint út Bob, ég held að ég myndi ekki þekkja hana aftur. Það sem ég tók eftir var kápan þessi gula kápa. — Ekkert annað? Mér fannst hún hálf subbuleg. Stein lögreglumaður virti hugsandi fyrir sér ó- hreina skyrtu Jonny, órakaða hökuna og sorgar- rendurnar urrdir nöglunum. — Subbuleg, sagði hann gætilega. — Tja, þegar maður er í áberandi kápu — bá verður maður líka að passa að vera ekki með blettj í henni. — : Bletti? Hvað mejparðu? Jonny kveikti sér loks í sígarettunni. Á erminnT Samstundis mundi Stein eftir miðanum frá efna- lauginni. r tf ~ I I I I I i I I I I I I I I I I I TRÉSMÍÐAÞJ ÓNUSTA Latið fagmann annast viðgerðir og vlðhald á trérverkl húseigna yðax, ásamt breyungum á nýýu og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Véliarlok — Geymslulok á Volkswagen í aUflestum litum. Skiptum á emum degi með dagsfyrirvara fynir á- kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25, Símar 19099 og 20988. NÝÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM Tek að mér allar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum húsgögnum í heimhúsum. — Upp lýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS) húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 PÍPULAGNIR. - Skipti hitakerfum. Ný- lagnir, viðgerðir, breytingar á vatnsleiðslum og hitakerfum. Hiitaveitutengingar. . Þétti heita og kalda krana. Geri við wc-kassa. — Sími 71041. — Hiknar J. H. Lúthersson, pípulagningameistari. Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til lelgu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf- ur og bílkrana, tll allra framkvæmda, lnnan og utan borgartnnar. Ú3 Heimasímar 83882 — 33982. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31089. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. VEITINGASKAL1NN, Geithálsl. .."■ ' -- .................—1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.